

Nú er nóg komið!
Ég þekki vel til fjölda grunnskólakennara og þeirra starfa. Þetta er með fáum undantekningum fólk sem lætur sér annt um nemendur sína og vinnur vinnuna sína eins vel og það getur. Það vinnur langan vinnudag á vinnustað sem er flókinn og margslunginn og býður í sífellu upp á ný, óvænt og krefjandi verkefni sem þarf oft heilmikla mannúð, umhugsun og nærgætni til að leysa. Þetta er jafnframt vinnustaður þar sem fólk útvegar oft og tíðum sín eigin vinnutæki af því að engir peningar eru til fyrir pennum, glósubókum, námsbókum og tölvum.
Og viti menn – meirihluta nemenda finnst bara alveg ágætlega gaman í grunnskóla og líður frekar vel. Þetta sýna bæði kannanir og þetta vita líka kennarar sem taka púlsinn á sínu fólki daglega. Það gerir hvorki börnunum okkar, kennurum né grunnskólanum nokkurn skapaðan hlut gott að vega að honum við hvert tækifæri. Þetta er þjóðlegur ósiður og grafalvarlegur atvinnurógur með slæmum afleiðingum fyrir börnin okkar.
Auðvitað má – og á – að gagnrýna grunnskólann eins og aðrar stofnanir. En það er þá væntanlega í þeim tilgangi að bæta hann, ekki satt? Er besta leiðin til þess að gera börn fráhverf námi? Að svelta skólann fjárhagslega? Að halda starfsfólki hans í stöðugri gíslingu og nagandi óvissu um störf sín og vinnustað?
Hvernig fyndist þér lesandi góður að slíta þér út í starfi sem þú fengir ekkert nema skít og skömm fyrir úti í samfélaginu? Og þá er ég ekki að meina almennt afskipta- og áhugaleysi um þín störf heldur beint og kinnroðalaust niðurrif.
Nei, nú er mál að linni. Það er allt of ódýrt að vega að kennurum og gera grunnskólann að blóraböggli þegar við erum sjálf úrræðalaus. Vinnum saman og berum virðingu hvert fyrir öðru. Gefum kennurum vinnufrið og fögnum því þegar þeir skipta sér af börnunum okkar því guð veit að þau þurfa á öllum þeim jákvæða aga og umhyggju að halda sem þeim býðst.
Það er ekkert að því að vera á annarri skoðun og takast á um málefni, kurteislega og málefnalega. En þetta eilífðarjarm gegn grunnskólanum er vægast sagt orðið þreytandi og vel það.
Skoðun

Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið
Arnar Þór Jónsson skrifar

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu
Clara Ganslandt skrifar

Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig!
Magnús Guðmundsson skrifar

Vetrarvirkjanir
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði
Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough
Kjartan Sveinsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur
Davíð Routley skrifar

Börn innan seilingar
Árni Guðmundsson skrifar

Hallarekstur í Hafnarfirði
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvers konar Evrópuríki viljum við vera?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu
Ólafur Adolfsson skrifar

Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana?
Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur
Hannes Örn Blandon skrifar

Palestína er að verja sig, ekki öfugt
Stefán Guðbrandsson skrifar

Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza
Birgir Finnsson skrifar

Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins?
Jonas Hammer skrifar

Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna?
Eiríkur Búi Halldórsson skrifar

Litlu ljósin á Gaza
Guðbrandur Einarsson skrifar

Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Staðreyndir eða „mér finnst“
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Fjármagna áfram hernað Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Frídagar í klemmu
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar?
Hlynur Júlísson skrifar

Í skugga kerfis sem brást!
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar

Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni
Gunnar Hersveinn skrifar

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar