Mugison flytur á mölina 23. ágúst 2011 10:15 Kominn suður Mugison hefur búið fyrir vestan síðan 2002 ef undanskilið er eitt ár. Hann hyggst setjast á skólabekk til að læra betur á hljóðfærið sem hann smíðaði sjálfur.Fréttablaðið/Stefán Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Mugison ætlar að fara í meistaranámið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf í Listaháskólanum en það er kennt í samstarfi við fimm aðra tónlistarháskóla í Evrópu. „Upphaflega pælingin var að fara á listamannalaun og fara í hálfgerða einkaþjálfun á hljóðfærið sem ég bjó til. Þannig að ég sótti um en fékk ekki. Og þá var það bara plan B, ég gerði næstum copy/paste á listamannalauna-umsóknina og komst inn í skólann. Sem er náttúrlega áfellisdómur yfir íslenska skólakerfinu,“ segir Mugison og skellir upp úr. Hann ætlar að reyna að komast í gegnum námið án þess að fara á námslán, vill fjármagna námið eftir öðrum leiðum. „En ef næsta plata gengur illa þá mun ég fara á þau, alveg pottþétt,“ en hún kemur út 1. október og verða útgáfutónleikar af því tilefni í Fríkirkjunni. Mugison er ekki búinn að finna íbúð fyrir fjölskylduna en þau hafa fengið inni hjá góðum vini sínum á Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur þangað til. „Ég veit ekki hvar við verðum, skólinn er í miðbænum og mig langar mest af öllu að losa mig við bílinn. Það eina sem maður gerir hérna í Reykjavík er að sitja í bíl og skutla fólki hingað og þangað. Þannig að ætli ég endi ekki sem miðbæjarrotta.“ Örn er hins vegar ekki búinn að selja húsið fyrir vestan en hefur leigt það út í allan vetur. Flutningurinn á mölina mæltist misvel fyrir og Örn viðurkennir að pabbi sinn hafi haft uppi hávær mótmæli. „Tengdamamma bjó við hliðina á okkur og var svona amma „deluxe“ fyrir börnin og hún var heldur ekkert sátt. Mamma mín býr reyndar í bænum og ætlar að taka við þeim titli fyrir börnin þegar pabbinn fer að vera leiðinlegur.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Einn dáðasti sonur Vestfjarða, Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, er fluttur á mölina og hyggst setjast á skólabekk í haust. Hann ætlar jafnframt að stjórna rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður með harðri hendi gegnum tölvupóst. „Enda býr rokkstjórinn Jón Þór Þorleifsson líka hérna fyrir sunnan og við tveir getum bara sent skeyti vestur og látið aðra um að púla fyrir okkur.“ Mugison ætlar að fara í meistaranámið Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf í Listaháskólanum en það er kennt í samstarfi við fimm aðra tónlistarháskóla í Evrópu. „Upphaflega pælingin var að fara á listamannalaun og fara í hálfgerða einkaþjálfun á hljóðfærið sem ég bjó til. Þannig að ég sótti um en fékk ekki. Og þá var það bara plan B, ég gerði næstum copy/paste á listamannalauna-umsóknina og komst inn í skólann. Sem er náttúrlega áfellisdómur yfir íslenska skólakerfinu,“ segir Mugison og skellir upp úr. Hann ætlar að reyna að komast í gegnum námið án þess að fara á námslán, vill fjármagna námið eftir öðrum leiðum. „En ef næsta plata gengur illa þá mun ég fara á þau, alveg pottþétt,“ en hún kemur út 1. október og verða útgáfutónleikar af því tilefni í Fríkirkjunni. Mugison er ekki búinn að finna íbúð fyrir fjölskylduna en þau hafa fengið inni hjá góðum vini sínum á Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur þangað til. „Ég veit ekki hvar við verðum, skólinn er í miðbænum og mig langar mest af öllu að losa mig við bílinn. Það eina sem maður gerir hérna í Reykjavík er að sitja í bíl og skutla fólki hingað og þangað. Þannig að ætli ég endi ekki sem miðbæjarrotta.“ Örn er hins vegar ekki búinn að selja húsið fyrir vestan en hefur leigt það út í allan vetur. Flutningurinn á mölina mæltist misvel fyrir og Örn viðurkennir að pabbi sinn hafi haft uppi hávær mótmæli. „Tengdamamma bjó við hliðina á okkur og var svona amma „deluxe“ fyrir börnin og hún var heldur ekkert sátt. Mamma mín býr reyndar í bænum og ætlar að taka við þeim titli fyrir börnin þegar pabbinn fer að vera leiðinlegur.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira