Áttu heima heima hjá þér að mati skattyfirvalda? Teitur Björn Einarsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Eitt af skilyrðum þess að fá greiddar vaxtabætur er að vaxtagjöldin af lánunum séu vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það skilyrði virðist einfalt, og er svo í flestum tilvikum, en getur stundum verið matskennt og óljóst. Í reglugerð um greiðslu vaxtabóta, nr. 990/2001, eru eigin not íbúðar skilgreind sem svo að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum. Svo segir að sérstakar tímabundnar aðstæður, sem valdi því að eigandi íbúðarhúsnæðis geti ekki sjálfur nýtt það til íbúðar, leiði þó ekki til þess að hann missi rétt til vaxtabóta, ef líklegt sé að hann muni innan ákveðins tíma taka húsnæðið aftur til eign nota. Þetta krefst frekari skýringar. Einfalt dæmi væri að eigandi íbúðar, sem ákveður að leigja hana út og leigja sjálfur aðra íbúð, ætti ekki rétt á vaxtabótum vegna afborgana lána af íbúðinni þar sem hún er þá ekki nýtt til eigin nota. En eigandi íbúðar sem sökum náms, veikinda eða atvinnuþarfa þarf að búa annars staðar um nokkurt skeið á rétt á vaxtabótum ef um er að ræða tímabundnar aðstæður og líklegt er að hann taki húsnæðið sitt aftur til eigin nota innan ákveðins tíma. Þannig á eigandi íbúðar í Búðardal sem stundar nám á Akureyri rétt á vaxtabótum meðan á náminu stendur ef honum tekst að sannfæra skattyfirvöld um að líklegt sé að hann komi heim að námi loknu. Ef maður á tvær íbúðir er meginreglan sú að vaxtabætur eru einungis greiddar út með annarri íbúðinni, þeirri sem telst vera nýtt til eigin nota. Í úrskurði yfirskattanefndar, nr. 8/2010, kom fram að hjón sem sögðust halda tvö heimili, annað á landsbyggðinni og hitt í Reykjavík vegna náms og atvinnuþarfa, ættu ekki rétt á vaxtabótum vegna húsnæðisins í Reykjavík þar sem það gæti ekki talist vera eigin not íbúðar. Svipað var uppi á teningnum í öðrum nýlegum úrskurði yfirskattanefndar, nr. 304/2010. Þar kom fram að skráning lögheimilis hefði verulega þýðingu þegar meta þyrfti hvar eigandi tveggja íbúða teldist hafa aðaldvalarstað eða fasta búsetu. Í tilvikum sem þessum þurfa skattgreiðendur að athuga hvort undanþágureglan frá vaxtabótum af einungis einni íbúð eigi við. Árið 2009 var 5. gr. reglugerðar um greiðslu vaxtabóta breytt á þann veg að maður getur átt rétt á vaxtabótum vegna húsnæðis í byggingu eða kaupa á eldra húsnæði sem þarfnast endurbóta í beinu framhaldi af kaupunum þrátt fyrir að eiga aðra íbúð til eigin nota. Þá segir að maður geti átt rétt á vaxtabótum vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum þar sem sala annarrar þeirra reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði. Þessi undanþáguheimild mun gilda í allt að þrjú ár og heimilt er að leigja út aðra íbúðina án þess að réttur til vaxtabóta skerðist. Matskenndar reglur vaxtabóta í tekjuskattslögum valda því að einhverjir skattgreiðendur eru í vafa um hvort skattyfirvöld hafi lagt á réttan skatt með hliðsjón af rétti til vaxtabóta. Við svo búið er full ástæða fyrir skattgreiðendur að aðgæta álagningarseðlana og ganga úr skugga um að réttri skattfjárhæð hafi verið goldið til ríkisins. Kærufrestur rennur út 24. ágúst næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Eitt af skilyrðum þess að fá greiddar vaxtabætur er að vaxtagjöldin af lánunum séu vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það skilyrði virðist einfalt, og er svo í flestum tilvikum, en getur stundum verið matskennt og óljóst. Í reglugerð um greiðslu vaxtabóta, nr. 990/2001, eru eigin not íbúðar skilgreind sem svo að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum. Svo segir að sérstakar tímabundnar aðstæður, sem valdi því að eigandi íbúðarhúsnæðis geti ekki sjálfur nýtt það til íbúðar, leiði þó ekki til þess að hann missi rétt til vaxtabóta, ef líklegt sé að hann muni innan ákveðins tíma taka húsnæðið aftur til eign nota. Þetta krefst frekari skýringar. Einfalt dæmi væri að eigandi íbúðar, sem ákveður að leigja hana út og leigja sjálfur aðra íbúð, ætti ekki rétt á vaxtabótum vegna afborgana lána af íbúðinni þar sem hún er þá ekki nýtt til eigin nota. En eigandi íbúðar sem sökum náms, veikinda eða atvinnuþarfa þarf að búa annars staðar um nokkurt skeið á rétt á vaxtabótum ef um er að ræða tímabundnar aðstæður og líklegt er að hann taki húsnæðið sitt aftur til eigin nota innan ákveðins tíma. Þannig á eigandi íbúðar í Búðardal sem stundar nám á Akureyri rétt á vaxtabótum meðan á náminu stendur ef honum tekst að sannfæra skattyfirvöld um að líklegt sé að hann komi heim að námi loknu. Ef maður á tvær íbúðir er meginreglan sú að vaxtabætur eru einungis greiddar út með annarri íbúðinni, þeirri sem telst vera nýtt til eigin nota. Í úrskurði yfirskattanefndar, nr. 8/2010, kom fram að hjón sem sögðust halda tvö heimili, annað á landsbyggðinni og hitt í Reykjavík vegna náms og atvinnuþarfa, ættu ekki rétt á vaxtabótum vegna húsnæðisins í Reykjavík þar sem það gæti ekki talist vera eigin not íbúðar. Svipað var uppi á teningnum í öðrum nýlegum úrskurði yfirskattanefndar, nr. 304/2010. Þar kom fram að skráning lögheimilis hefði verulega þýðingu þegar meta þyrfti hvar eigandi tveggja íbúða teldist hafa aðaldvalarstað eða fasta búsetu. Í tilvikum sem þessum þurfa skattgreiðendur að athuga hvort undanþágureglan frá vaxtabótum af einungis einni íbúð eigi við. Árið 2009 var 5. gr. reglugerðar um greiðslu vaxtabóta breytt á þann veg að maður getur átt rétt á vaxtabótum vegna húsnæðis í byggingu eða kaupa á eldra húsnæði sem þarfnast endurbóta í beinu framhaldi af kaupunum þrátt fyrir að eiga aðra íbúð til eigin nota. Þá segir að maður geti átt rétt á vaxtabótum vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum þar sem sala annarrar þeirra reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði. Þessi undanþáguheimild mun gilda í allt að þrjú ár og heimilt er að leigja út aðra íbúðina án þess að réttur til vaxtabóta skerðist. Matskenndar reglur vaxtabóta í tekjuskattslögum valda því að einhverjir skattgreiðendur eru í vafa um hvort skattyfirvöld hafi lagt á réttan skatt með hliðsjón af rétti til vaxtabóta. Við svo búið er full ástæða fyrir skattgreiðendur að aðgæta álagningarseðlana og ganga úr skugga um að réttri skattfjárhæð hafi verið goldið til ríkisins. Kærufrestur rennur út 24. ágúst næstkomandi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun