Vanhugsaður útflutningsskattur 15. ágúst 2011 06:00 Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta „meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. Það sem Lilja gleymir hins vegar er að allar útflutningsgreinar hafa einnig umtalsverð útgjöld í erlendri mynt. Útflutningsfyrirtæki flytja inn ýmiss konar aðföng, fjárfesta í vélum og búnaði, auk þess sem ýmsir innlendir útgjaldaliðir eru ýmist greiddir í eða tengdir erlendri mynt. Þetta á jafnt við um allar útflutningsgreinar, hvort sem horft er til stóriðju, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Þá er kostnaðarverð vara hér á landi mjög háð gengi og hefur því hækkað verulega með fallandi gengi. Síðast en ekki síst fjármagna flest útflutningsfyrirtæki sig í erlendri mynt eftir föngum til að draga úr rekstraráhættu. Hreinar gjaldeyristekjur útflutningsgreina eru því allt aðrar og lægri en sem nemur útflutningsverðmæti þeirrar vöru eða þjónustu sem þau selja úr landi. Lilja heldur því fram að útflutningsskattur raski ekki rekstrargrundvelli útflutningsfyrirtækja né samkeppnishæfni þeirra. Sú fullyrðing stenst enga skoðun. Ef litið er til áliðnaðar námu útflutningstekjur iðnaðarins 225 milljörðum á síðasta ári. Árleg skattbyrði samkvæmt hugmyndum Lilju yrði því liðlega 22 milljarðar. Hreinar gjaldeyristekjur áliðnaðar, námu hins vegar 100 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af greiddi iðnaðurinn um 80 milljarða króna í innlendan rekstrarkostnað þ.m.t. til raforkukaupa. Þá er ótalinn fjármagnskostnaður og afskriftir. Útflutningsskattur Lilju myndi því þurrka út rekstrarhagnað greinarinnar og gott betur. Svipað væri á komið með flestum öðrum útflutningsgreinum. 80 milljarða skattheimta á útflutningsgreinar myndi þó ekki aðeins kippa rekstrargrundvelli undan þorra þessara fyrirtækja. Slík skattheimta myndi koma í veg fyrir frekari fjárfestingu og vöxt í útflutningsgreinum, sem er það sem íslenska hagkerfið þarf einna helst á að halda nú. Frekari skattheimta er ekki lausnarorðið í fjárhagsvanda ríkissjóðs nú heldur verðum við að taka höndum saman og auka útflutning og örva þar með hagkerfið. Hugmyndir af þessu tagi stuðla ekki að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Lilja Mósesdóttir alþingismaður hefur lagt til að lagður verði 10 prósenta skattur á allar útflutningstekjur sökum veikrar stöðu íslensku krónunnar undanfarin misseri. Telur Lilja eðlilegt að ætla að krónan muni styrkjast um 10 prósent þegar fram í sækir og því séu útflutningsfyrirtæki að fá 10 prósenta „meðgjöf“ við núverandi gengi. Áætlar Lilja að þessi skattur muni skila ríkissjóði árlega 80 milljörðum króna. Það sem Lilja gleymir hins vegar er að allar útflutningsgreinar hafa einnig umtalsverð útgjöld í erlendri mynt. Útflutningsfyrirtæki flytja inn ýmiss konar aðföng, fjárfesta í vélum og búnaði, auk þess sem ýmsir innlendir útgjaldaliðir eru ýmist greiddir í eða tengdir erlendri mynt. Þetta á jafnt við um allar útflutningsgreinar, hvort sem horft er til stóriðju, sjávarútvegs eða ferðaþjónustu. Þá er kostnaðarverð vara hér á landi mjög háð gengi og hefur því hækkað verulega með fallandi gengi. Síðast en ekki síst fjármagna flest útflutningsfyrirtæki sig í erlendri mynt eftir föngum til að draga úr rekstraráhættu. Hreinar gjaldeyristekjur útflutningsgreina eru því allt aðrar og lægri en sem nemur útflutningsverðmæti þeirrar vöru eða þjónustu sem þau selja úr landi. Lilja heldur því fram að útflutningsskattur raski ekki rekstrargrundvelli útflutningsfyrirtækja né samkeppnishæfni þeirra. Sú fullyrðing stenst enga skoðun. Ef litið er til áliðnaðar námu útflutningstekjur iðnaðarins 225 milljörðum á síðasta ári. Árleg skattbyrði samkvæmt hugmyndum Lilju yrði því liðlega 22 milljarðar. Hreinar gjaldeyristekjur áliðnaðar, námu hins vegar 100 milljörðum króna á síðasta ári. Þar af greiddi iðnaðurinn um 80 milljarða króna í innlendan rekstrarkostnað þ.m.t. til raforkukaupa. Þá er ótalinn fjármagnskostnaður og afskriftir. Útflutningsskattur Lilju myndi því þurrka út rekstrarhagnað greinarinnar og gott betur. Svipað væri á komið með flestum öðrum útflutningsgreinum. 80 milljarða skattheimta á útflutningsgreinar myndi þó ekki aðeins kippa rekstrargrundvelli undan þorra þessara fyrirtækja. Slík skattheimta myndi koma í veg fyrir frekari fjárfestingu og vöxt í útflutningsgreinum, sem er það sem íslenska hagkerfið þarf einna helst á að halda nú. Frekari skattheimta er ekki lausnarorðið í fjárhagsvanda ríkissjóðs nú heldur verðum við að taka höndum saman og auka útflutning og örva þar með hagkerfið. Hugmyndir af þessu tagi stuðla ekki að því.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun