Á virkilega ekki að taka í taumana? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. ágúst 2011 08:00 Íslenska karlalandsliðið er í frjálsu falli. Hér er fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson í leiknum gegn Dönum í vor. Mynd/Daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er orðið að aðhlátursefni. Liðið hefur ekki unnið leik í 441 dag, síðan í maí á síðasta ári, og hvorki meira né minna en 1.032 dagar eru síðan A-landslið Íslands í knattspyrnu vann mótsleik. Það fer að nálgast heil þrjú ár. Liðið hefur ekki einu sinni skorað mark á árinu 2011. Hafi botninum ekki enn verið náð, sökk liðið ansi nálægt honum í fyrrakvöld þegar liðið steinlá fyrir Ungverjalandi, 4-0, í Búdapest. Það var vináttulandsleikur – fyrsti og líklega eini æfingaleikur ársins 2011. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er nú á sínu fjórða ári í starfinu. Fyrstu þrjú árin lék liðið samtals átján æfingaleiki en aðeins einn í ár. Hverju sætir? Af hverju finnur íslenska liðið enga andstæðinga til að spila við? Ástæðan hlýtur að vera sú að knattspyrnulandsliðið er í ruslflokki. Það er dottið niður í 121. sæti styrkleikalista FIFA og komið í neðsta styrkleikaflokk í Evrópu. Í guðanna bænum, við erum fyrir neðan Færeyjar og Liechtenstein á listanum – með fullri virðingu fyrir þeim þjóðum. Það er með öllu óásættanlegt. Þegar næsti listi kemur út, 24. ágúst, mun Ísland falla enn neðar á listanum ef allt er eðlilegt. Ísland mun sökkva dýpra en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir því að Ólafur Jóhannesson er enn í starfi landsliðsþjálfara hlýtur að vera sú að hingað til hefur liðið sýnt inn á milli ágæta spilamennsku. Mér er þó til efs að það hafi náð að setja saman nokkuð heilsteyptar 90 mínútur í einum og sama leiknum. En forráðamönnum KSÍ hefur greinilega þótt liðið lofa nægilega góðu til að gefa Ólafi tíma og svigrúm til að byggja upp sitt lið. Leikurinn í Búdapest sýndi þó að þeim tíma var sóað. Liðið sýndi engar framfarir og það var ekkert í leik liðsins sem benti til þess að eitthvað betra væri handan við hornið. Þetta var klaufaleg, vandræðaleg, tilviljanakennd og um fram allt léleg frammistaða liðsins í heild sinni. Og það er þjálfarinn sem ber ábyrgð á frammistöðu liðsins. En þjálfarinn ber ekki einn ábyrgð á liðinu. Það er langt síðan það mátti vera öllum ljóst að hann einn ber ekki ábyrgð á stöðu liðsins á heimsvísu í dag. Knattspyrnuforystunni ber að taka í taumana og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Miðað við hvað við eigum marga unga og góða knattspyrnumenn verður að sjá til þess að þeirra bíði viðunandi umgjörð þegar þeir koma heim til að klæðast bláa búningnum. Ímynd liðsins er í molum, eins og sést á því hversu dræm aðsóknin hefur verið á leiki þess hér heima, og uppbyggingin verður að hefjast strax. Ísland á nú þrjá leiki eftir í undankeppni EM 2012 en eftir hana rennur samningur Ólafs við KSÍ út. Formaður KSÍ hefur marglýst því yfir að Ólafur fái að klára sinn samning en leikurinn í Búdapest sýndi að það er löngu orðið tímabært að taka í taumana, þótt ekki væri nema til þess að sýna einhverja smá viðleitni til að bjarga andliti íslenskrar knattspyrnu. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er orðið að aðhlátursefni. Liðið hefur ekki unnið leik í 441 dag, síðan í maí á síðasta ári, og hvorki meira né minna en 1.032 dagar eru síðan A-landslið Íslands í knattspyrnu vann mótsleik. Það fer að nálgast heil þrjú ár. Liðið hefur ekki einu sinni skorað mark á árinu 2011. Hafi botninum ekki enn verið náð, sökk liðið ansi nálægt honum í fyrrakvöld þegar liðið steinlá fyrir Ungverjalandi, 4-0, í Búdapest. Það var vináttulandsleikur – fyrsti og líklega eini æfingaleikur ársins 2011. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er nú á sínu fjórða ári í starfinu. Fyrstu þrjú árin lék liðið samtals átján æfingaleiki en aðeins einn í ár. Hverju sætir? Af hverju finnur íslenska liðið enga andstæðinga til að spila við? Ástæðan hlýtur að vera sú að knattspyrnulandsliðið er í ruslflokki. Það er dottið niður í 121. sæti styrkleikalista FIFA og komið í neðsta styrkleikaflokk í Evrópu. Í guðanna bænum, við erum fyrir neðan Færeyjar og Liechtenstein á listanum – með fullri virðingu fyrir þeim þjóðum. Það er með öllu óásættanlegt. Þegar næsti listi kemur út, 24. ágúst, mun Ísland falla enn neðar á listanum ef allt er eðlilegt. Ísland mun sökkva dýpra en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir því að Ólafur Jóhannesson er enn í starfi landsliðsþjálfara hlýtur að vera sú að hingað til hefur liðið sýnt inn á milli ágæta spilamennsku. Mér er þó til efs að það hafi náð að setja saman nokkuð heilsteyptar 90 mínútur í einum og sama leiknum. En forráðamönnum KSÍ hefur greinilega þótt liðið lofa nægilega góðu til að gefa Ólafi tíma og svigrúm til að byggja upp sitt lið. Leikurinn í Búdapest sýndi þó að þeim tíma var sóað. Liðið sýndi engar framfarir og það var ekkert í leik liðsins sem benti til þess að eitthvað betra væri handan við hornið. Þetta var klaufaleg, vandræðaleg, tilviljanakennd og um fram allt léleg frammistaða liðsins í heild sinni. Og það er þjálfarinn sem ber ábyrgð á frammistöðu liðsins. En þjálfarinn ber ekki einn ábyrgð á liðinu. Það er langt síðan það mátti vera öllum ljóst að hann einn ber ekki ábyrgð á stöðu liðsins á heimsvísu í dag. Knattspyrnuforystunni ber að taka í taumana og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Miðað við hvað við eigum marga unga og góða knattspyrnumenn verður að sjá til þess að þeirra bíði viðunandi umgjörð þegar þeir koma heim til að klæðast bláa búningnum. Ímynd liðsins er í molum, eins og sést á því hversu dræm aðsóknin hefur verið á leiki þess hér heima, og uppbyggingin verður að hefjast strax. Ísland á nú þrjá leiki eftir í undankeppni EM 2012 en eftir hana rennur samningur Ólafs við KSÍ út. Formaður KSÍ hefur marglýst því yfir að Ólafur fái að klára sinn samning en leikurinn í Búdapest sýndi að það er löngu orðið tímabært að taka í taumana, þótt ekki væri nema til þess að sýna einhverja smá viðleitni til að bjarga andliti íslenskrar knattspyrnu.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira