Kolbeinn fetar í fótspor Van Basten Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júlí 2011 09:00 Draumurinn rættist Kolbeinn SIgþórsson verður í treyju nr. 9 hjá Ajax líkt og Marco Van Basten og Zlatan Ibrahimovic gerðu á sínum tíma. Mynd/Ajax.nl „Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag," segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Kolbeini var úthlutað treyju númer níu en ófáar knattspyrnustjörurnar hafa klæðst treyjunni hjá Ajax í gegnum tíðina. Nægir að nefna Patrick Kluivert, Zlatan Ibrahimovic að ógleymdum Marco Van Basten. „Það hafa margir sögufrægir leikmenn spilað í níunni og gert gott mót í henni. Það er pressa og mikil ábyrgð sem fylgir því. En það er það sem ég leitast eftir. Að spila um titla, skora mörk og gera góða hluti fyrir Ajax," segir Kolbeinn. Ajax er stærsta félag hollenskrar knattspyrnu og sigursælt í Evrópukeppnum. Félagið hefur 30 sinnum orðið hollenskur meistari og unnið alla Evróputitlana. Með Johan Cruyff innanborðs vann félagið Evrópukeppni Meistaraliða þrjú ár í röð á 8. áratugnum. Gullaldarlið félagsins stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu árið 1995. Í þjálfarateymi Ajax eru margir fyrrum atvinnumenn sem Kolbeinn telur að muni hjálpa honum að bæta sig sem leikmaður. „Þetta er náttúrulega draumur að rætast. Þetta eru fyrrum leikmenn sem eru þekktir um víðan heim. Að fá þjálfara eins og Frank De Boer og Dennis Bergkamp, sem þjálfar framherjana og er aðstoðarþjálfari, er frábært fyrir mig sem einstakling og hjálpar mér að bæta mig," segir Kolbeinn sem skoraði 15 mörk í deildinni á síðasta tímbili. Félagakipti Kolbeins frá AZ Alkmaar til Ajax hafa verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma. Hann frétti fyrst af því að félögin hefðu komist að samkomulagi þar sem hann var við veiðar í Rangá. Að loknum döprum veiðdegi hringdi Andri bróðir hans og umboðsmaður í hann og færði honum gleðitíðindin. „Ég veiddi ekki mikið í Rangánni, hún var skítug eftir gosið og ég kenni því alfarið um að hafa ekki fengið neinn lax. Það sást ekki í botninn. Þetta var það allra jákvæðasta við kvöldið, að fá símtal um að þetta væri klappað og klárt. Bjargaði veiðideginum," sagði Kolbeinn í léttum tón. Kolbeinn gekk til liðs við AZ Alkmaar sumarið 2007. Skömmu eftir komuna lenti hann í erfiðum meiðslum sem tók hann tvö ár að hrista af sér. Hann segir mikilvægt að hafa haft trú á því svo ungur að árum að geta komið til baka eftir meiðslin. Nú sé ljúft að líta um öxl. Íslendingar munu ef að líkum lætur geta fylgst vel með Kolbeini á næsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. „Auðvitað er heillandi að fá að spila í Meistaradeildinni. Við förum beint inn í riðlakeppninni. Ajax ætlar aftur á toppinn í Evrópu eins og fyrir fimmtán árum. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og ég vil vera með í því," sagði Kolbeinn að lokum. Kolbeinn ætlar að slappa af á Íslandi í nokkra daga en mætir til æfinga til Ajax á mánudag. Liðið heldur í æfingaferð til Þýskalands en keppni í hollensku deildinni hefst í upphafi ágústmánaðar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
„Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag," segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Kolbeini var úthlutað treyju númer níu en ófáar knattspyrnustjörurnar hafa klæðst treyjunni hjá Ajax í gegnum tíðina. Nægir að nefna Patrick Kluivert, Zlatan Ibrahimovic að ógleymdum Marco Van Basten. „Það hafa margir sögufrægir leikmenn spilað í níunni og gert gott mót í henni. Það er pressa og mikil ábyrgð sem fylgir því. En það er það sem ég leitast eftir. Að spila um titla, skora mörk og gera góða hluti fyrir Ajax," segir Kolbeinn. Ajax er stærsta félag hollenskrar knattspyrnu og sigursælt í Evrópukeppnum. Félagið hefur 30 sinnum orðið hollenskur meistari og unnið alla Evróputitlana. Með Johan Cruyff innanborðs vann félagið Evrópukeppni Meistaraliða þrjú ár í röð á 8. áratugnum. Gullaldarlið félagsins stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu árið 1995. Í þjálfarateymi Ajax eru margir fyrrum atvinnumenn sem Kolbeinn telur að muni hjálpa honum að bæta sig sem leikmaður. „Þetta er náttúrulega draumur að rætast. Þetta eru fyrrum leikmenn sem eru þekktir um víðan heim. Að fá þjálfara eins og Frank De Boer og Dennis Bergkamp, sem þjálfar framherjana og er aðstoðarþjálfari, er frábært fyrir mig sem einstakling og hjálpar mér að bæta mig," segir Kolbeinn sem skoraði 15 mörk í deildinni á síðasta tímbili. Félagakipti Kolbeins frá AZ Alkmaar til Ajax hafa verið í burðarliðnum í þó nokkurn tíma. Hann frétti fyrst af því að félögin hefðu komist að samkomulagi þar sem hann var við veiðar í Rangá. Að loknum döprum veiðdegi hringdi Andri bróðir hans og umboðsmaður í hann og færði honum gleðitíðindin. „Ég veiddi ekki mikið í Rangánni, hún var skítug eftir gosið og ég kenni því alfarið um að hafa ekki fengið neinn lax. Það sást ekki í botninn. Þetta var það allra jákvæðasta við kvöldið, að fá símtal um að þetta væri klappað og klárt. Bjargaði veiðideginum," sagði Kolbeinn í léttum tón. Kolbeinn gekk til liðs við AZ Alkmaar sumarið 2007. Skömmu eftir komuna lenti hann í erfiðum meiðslum sem tók hann tvö ár að hrista af sér. Hann segir mikilvægt að hafa haft trú á því svo ungur að árum að geta komið til baka eftir meiðslin. Nú sé ljúft að líta um öxl. Íslendingar munu ef að líkum lætur geta fylgst vel með Kolbeini á næsta tímabili í Meistaradeild Evrópu. „Auðvitað er heillandi að fá að spila í Meistaradeildinni. Við förum beint inn í riðlakeppninni. Ajax ætlar aftur á toppinn í Evrópu eins og fyrir fimmtán árum. Það eru spennandi tímar framundan hjá félaginu og ég vil vera með í því," sagði Kolbeinn að lokum. Kolbeinn ætlar að slappa af á Íslandi í nokkra daga en mætir til æfinga til Ajax á mánudag. Liðið heldur í æfingaferð til Þýskalands en keppni í hollensku deildinni hefst í upphafi ágústmánaðar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira