Klasamyndun í áliðnaði Þorsteinn Víglundsson skrifar 23. júní 2011 05:30 Í annarri grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi er fjallað um þann fjölda fyrirtækja sem sprottið hefur upp í kringum þessa atvinnugrein hér á landi. Við mat á þjóðhagslegu vægi áliðnaðar hér á landi vill það gjarnan gleymast hversu mikil viðskipti íslensku álverin eiga við hundruð innlendra fyrirtækja á ári hverju. Heildarfjárhæð þessara viðskipta árið 2010 nam 24 milljörðum króna og eru raforkukaup þar ekki meðtalin. Áliðnaður hefur starfað á Íslandi í liðlega 40 ár, eða frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína árið 1969. Framan af var álframleiðsla lítil, innan við 100 þúsund tonn á ári eða sem samsvaraði um 0,5% af heimsframleiðslu. Mikil aukning hefur orðið á liðnum árum og á síðasta ári voru flutt út frá Íslandi 820 þúsund tonn af áli fyrir 222 milljarða króna. Þetta samsvarar 2% af heimsframleiðslu áls, sem er sambærilegt vægi okkar í fiskveiðum í heiminum. Aukið vægi áliðnaðar á liðnum 10 árum hefur ekki aðeins aukið útflutningstekjur þjóðarinnar heldur hefur einnig myndast fjöldi fyrirtækja í kringum iðnaðinn. Þetta er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í áliðnaði í Kanada. Þar í landi sinna liðlega 4 þúsund fyrirtæki þjónustu við áliðnað. Kanadísk fyrirtæki eru í fararbroddi í bæði hönnun, byggingu og þjónustu við álver um allan heim. Þar er virðisaukinn af stoðfyrirtækjum í kringum áliðnað að minnsta kosti jafn mikill og virðisaukinn af álverunum sjálfum. Þessarar þróunar er farið að gæta hér á landi. Fjöldi íslenskra fyrirtækja er, auk þess að sinna þjónustu við íslensk álver, einnig tekinn að flytja út þjónustu sína eða vörur. Veruleg sóknarfæri eru fyrir íslenskt atvinnulíf á þessu sviði á komandi árum. Hér starfa stærstu alþjóðlegu fyrirtækin í áliðnaði. Fyrirtæki sem hefur sýnt og sannað getu sína til að þjónusta álver hér á landi er um leið orðið gjaldgengt í þessum iðnaði um heim allan, enda kröfurnar sem gerðar eru til þjónustuaðila hér síst minni en annars staðar í heiminum. Íslensk fyrirtæki farin að þjóna álverum erlendisDæmi um þessa þróun er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar sem hefur sérhæft sig í þjónustu við áliðnaðinn. Fyrirtækið sinnir annars vegar ýmiss konar þjónustu við daglegan rekstur álveranna en jafnframt framleiðir það úrval tækjabúnaðar til álframleiðslu undir vörumerkinu Stímir. Þessi búnaður hefur verið seldur til álvera í 19 mismunandi löndum. Annað dæmi er Efla verkfræðistofa, sem hefur um árabil unnið að framkvæmdum við álver og orkufrekan iðnað um allan heim. Fyrirtækið hefur unnið við tugi álvera í löndum eins og Noregi, Svíþjóð, Argentínu, Venesúela, Óman, Barein, Dubai, Katar og Kína svo dæmi séu nefnd. Þetta er svipuð þróun og hófst í sjávarútvegi fyrir um aldarfjórðungi þegar fyrirtæki á borð við Marel fóru að vaxa og dafna í tengslum við sjávarútveginn. Marel byggir afkomu sína núna að óverulegu leyti á íslenskum sjávarútvegi en hefði hins vegar aldrei komist á legg nema fyrir tilstilli hans. Öflugur og kröfuharður heimamarkaður skapaði þar tækifæri sem fyrirtækið nýtti sér síðan til fullnustu. Ekki er ólíklegt að hér geti svipuð þróun orðið í áliðnaði og raunin varð í sjávarútvegi. Í umræðu um áliðnað er gjarnan einblínt á álverin sjálf en oft vill gleymast að sú mikla þekking sem hér hefur byggst upp í kringum iðnaðinn skapar einnig fjölda tækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í annarri grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi er fjallað um þann fjölda fyrirtækja sem sprottið hefur upp í kringum þessa atvinnugrein hér á landi. Við mat á þjóðhagslegu vægi áliðnaðar hér á landi vill það gjarnan gleymast hversu mikil viðskipti íslensku álverin eiga við hundruð innlendra fyrirtækja á ári hverju. Heildarfjárhæð þessara viðskipta árið 2010 nam 24 milljörðum króna og eru raforkukaup þar ekki meðtalin. Áliðnaður hefur starfað á Íslandi í liðlega 40 ár, eða frá því að álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína árið 1969. Framan af var álframleiðsla lítil, innan við 100 þúsund tonn á ári eða sem samsvaraði um 0,5% af heimsframleiðslu. Mikil aukning hefur orðið á liðnum árum og á síðasta ári voru flutt út frá Íslandi 820 þúsund tonn af áli fyrir 222 milljarða króna. Þetta samsvarar 2% af heimsframleiðslu áls, sem er sambærilegt vægi okkar í fiskveiðum í heiminum. Aukið vægi áliðnaðar á liðnum 10 árum hefur ekki aðeins aukið útflutningstekjur þjóðarinnar heldur hefur einnig myndast fjöldi fyrirtækja í kringum iðnaðinn. Þetta er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í áliðnaði í Kanada. Þar í landi sinna liðlega 4 þúsund fyrirtæki þjónustu við áliðnað. Kanadísk fyrirtæki eru í fararbroddi í bæði hönnun, byggingu og þjónustu við álver um allan heim. Þar er virðisaukinn af stoðfyrirtækjum í kringum áliðnað að minnsta kosti jafn mikill og virðisaukinn af álverunum sjálfum. Þessarar þróunar er farið að gæta hér á landi. Fjöldi íslenskra fyrirtækja er, auk þess að sinna þjónustu við íslensk álver, einnig tekinn að flytja út þjónustu sína eða vörur. Veruleg sóknarfæri eru fyrir íslenskt atvinnulíf á þessu sviði á komandi árum. Hér starfa stærstu alþjóðlegu fyrirtækin í áliðnaði. Fyrirtæki sem hefur sýnt og sannað getu sína til að þjónusta álver hér á landi er um leið orðið gjaldgengt í þessum iðnaði um heim allan, enda kröfurnar sem gerðar eru til þjónustuaðila hér síst minni en annars staðar í heiminum. Íslensk fyrirtæki farin að þjóna álverum erlendisDæmi um þessa þróun er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar sem hefur sérhæft sig í þjónustu við áliðnaðinn. Fyrirtækið sinnir annars vegar ýmiss konar þjónustu við daglegan rekstur álveranna en jafnframt framleiðir það úrval tækjabúnaðar til álframleiðslu undir vörumerkinu Stímir. Þessi búnaður hefur verið seldur til álvera í 19 mismunandi löndum. Annað dæmi er Efla verkfræðistofa, sem hefur um árabil unnið að framkvæmdum við álver og orkufrekan iðnað um allan heim. Fyrirtækið hefur unnið við tugi álvera í löndum eins og Noregi, Svíþjóð, Argentínu, Venesúela, Óman, Barein, Dubai, Katar og Kína svo dæmi séu nefnd. Þetta er svipuð þróun og hófst í sjávarútvegi fyrir um aldarfjórðungi þegar fyrirtæki á borð við Marel fóru að vaxa og dafna í tengslum við sjávarútveginn. Marel byggir afkomu sína núna að óverulegu leyti á íslenskum sjávarútvegi en hefði hins vegar aldrei komist á legg nema fyrir tilstilli hans. Öflugur og kröfuharður heimamarkaður skapaði þar tækifæri sem fyrirtækið nýtti sér síðan til fullnustu. Ekki er ólíklegt að hér geti svipuð þróun orðið í áliðnaði og raunin varð í sjávarútvegi. Í umræðu um áliðnað er gjarnan einblínt á álverin sjálf en oft vill gleymast að sú mikla þekking sem hér hefur byggst upp í kringum iðnaðinn skapar einnig fjölda tækifæra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun