Sátt um Rammaáætlun Katrín Júlíusdóttir skrifar 16. júní 2011 09:00 Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda. Frá árinu 2007 hefur verið starfandi verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í Rammaáætlun eru allir hugsanlegir virkjunarkostir metnir og flokkaðir niður eftir langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta. Flokkarnir eru þrír; Verndarflokkur en í hann falla virkjunarhugmyndir sem ekki er talið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Nýtingarflokkur en í hann eru settir virkjanakostir sem talið er að ráðast megi í að uppfylltum öllum skilyrðum. Biðflokkur er þriðji flokkurinn en í hann falla virkjunar- og verndarkostir sem talið er að þurfi frekari skoðunar við. Áætlað er að á grunni tillagna verkefnisstjórnar Rammaáætlunar verði lögð fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi í haust, um verndar- og orkunýtingaráætlun, sem mun skapa Rammaáætlun ákveðna stöðu að lögum. Segjum skilið við götótt lagaumhverfiGuðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar skrifar í gær grein sem birtist á vísir.is þar sem hann spyr hvort ætlun mín og ráðuneytis míns sé að slíta þann frið sem ríkt hefur um Rammaáætlun. Svarið við þeirri spurningu er nei. Þann 2 maí sl. í viðtali við Ríkissjónvarpið kom fram að ég sem iðnaðarráðherra hefði talið það óheppilegt að rannsóknarleyfi fyrir rannsóknum í Grændal hefði verið veitt til Sunnlenskrar orku áður en ljóst væri hvort svæðið yrði sett í verndunarflokk í Rammaáætlun. Eins og Guðmundur á að vita þá er ekki haft samráð við iðnaðarráðuneytið um leyfisveitingu sem þessa þar sem ákvörðunin er kæranleg til ráðherra. Eins benti ég á hinn 4. júní sl. á vísir.is að lagaumhverfið væri götótt hvað varðar rannsóknarleyfi og nauðsynlegt væri að koma þessum rannsóknarleyfum inn í lagaumhverfi rammaáætlunar. Einnig kom fram að ég óskaði eftir frekari rökstuðningi frá Orkustofnun fyrir veitingu rannsóknarleyfisins. Orkustofnun taldi að stofnuninni væri skylt að veita leyfi til rannsókna út frá núgildandi lögum þar sem skilyrðum fyrir leyfi til rannsókna væri fullnægt, sem staðfestir enn mikilvægi þess að við komum okkur sem fyrst inn í skýrt lagaumhverfi Rammaáætlunar. Vafinn náttúrunnar meginRétt er að benda á að RARIK, fyrir hönd Sunnlenskrar orku hefur lýst því yfir að rannsóknarleyfi þeirra verði ekki nýtt fyrr en Rammaáætlun liggur fyrir og ber að þakka framlag þeirra við að ná sátt í málaflokknum. Við Guðmundur Hörður deilum vilja og áhuga á að Rammaáætlun verði leiðarljósið inn í framtíðina og skapi heildarsýn og sátt í viðkvæmum málaflokki. Með Rammaáætlun verður vafinn náttúrunnar megin á öllum stigum málsins. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda. Frá árinu 2007 hefur verið starfandi verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í Rammaáætlun eru allir hugsanlegir virkjunarkostir metnir og flokkaðir niður eftir langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta. Flokkarnir eru þrír; Verndarflokkur en í hann falla virkjunarhugmyndir sem ekki er talið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Nýtingarflokkur en í hann eru settir virkjanakostir sem talið er að ráðast megi í að uppfylltum öllum skilyrðum. Biðflokkur er þriðji flokkurinn en í hann falla virkjunar- og verndarkostir sem talið er að þurfi frekari skoðunar við. Áætlað er að á grunni tillagna verkefnisstjórnar Rammaáætlunar verði lögð fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi í haust, um verndar- og orkunýtingaráætlun, sem mun skapa Rammaáætlun ákveðna stöðu að lögum. Segjum skilið við götótt lagaumhverfiGuðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar skrifar í gær grein sem birtist á vísir.is þar sem hann spyr hvort ætlun mín og ráðuneytis míns sé að slíta þann frið sem ríkt hefur um Rammaáætlun. Svarið við þeirri spurningu er nei. Þann 2 maí sl. í viðtali við Ríkissjónvarpið kom fram að ég sem iðnaðarráðherra hefði talið það óheppilegt að rannsóknarleyfi fyrir rannsóknum í Grændal hefði verið veitt til Sunnlenskrar orku áður en ljóst væri hvort svæðið yrði sett í verndunarflokk í Rammaáætlun. Eins og Guðmundur á að vita þá er ekki haft samráð við iðnaðarráðuneytið um leyfisveitingu sem þessa þar sem ákvörðunin er kæranleg til ráðherra. Eins benti ég á hinn 4. júní sl. á vísir.is að lagaumhverfið væri götótt hvað varðar rannsóknarleyfi og nauðsynlegt væri að koma þessum rannsóknarleyfum inn í lagaumhverfi rammaáætlunar. Einnig kom fram að ég óskaði eftir frekari rökstuðningi frá Orkustofnun fyrir veitingu rannsóknarleyfisins. Orkustofnun taldi að stofnuninni væri skylt að veita leyfi til rannsókna út frá núgildandi lögum þar sem skilyrðum fyrir leyfi til rannsókna væri fullnægt, sem staðfestir enn mikilvægi þess að við komum okkur sem fyrst inn í skýrt lagaumhverfi Rammaáætlunar. Vafinn náttúrunnar meginRétt er að benda á að RARIK, fyrir hönd Sunnlenskrar orku hefur lýst því yfir að rannsóknarleyfi þeirra verði ekki nýtt fyrr en Rammaáætlun liggur fyrir og ber að þakka framlag þeirra við að ná sátt í málaflokknum. Við Guðmundur Hörður deilum vilja og áhuga á að Rammaáætlun verði leiðarljósið inn í framtíðina og skapi heildarsýn og sátt í viðkvæmum málaflokki. Með Rammaáætlun verður vafinn náttúrunnar megin á öllum stigum málsins. Um það hljótum við öll að geta verið sammála.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun