Sátt um Rammaáætlun Katrín Júlíusdóttir skrifar 16. júní 2011 09:00 Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda. Frá árinu 2007 hefur verið starfandi verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í Rammaáætlun eru allir hugsanlegir virkjunarkostir metnir og flokkaðir niður eftir langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta. Flokkarnir eru þrír; Verndarflokkur en í hann falla virkjunarhugmyndir sem ekki er talið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Nýtingarflokkur en í hann eru settir virkjanakostir sem talið er að ráðast megi í að uppfylltum öllum skilyrðum. Biðflokkur er þriðji flokkurinn en í hann falla virkjunar- og verndarkostir sem talið er að þurfi frekari skoðunar við. Áætlað er að á grunni tillagna verkefnisstjórnar Rammaáætlunar verði lögð fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi í haust, um verndar- og orkunýtingaráætlun, sem mun skapa Rammaáætlun ákveðna stöðu að lögum. Segjum skilið við götótt lagaumhverfiGuðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar skrifar í gær grein sem birtist á vísir.is þar sem hann spyr hvort ætlun mín og ráðuneytis míns sé að slíta þann frið sem ríkt hefur um Rammaáætlun. Svarið við þeirri spurningu er nei. Þann 2 maí sl. í viðtali við Ríkissjónvarpið kom fram að ég sem iðnaðarráðherra hefði talið það óheppilegt að rannsóknarleyfi fyrir rannsóknum í Grændal hefði verið veitt til Sunnlenskrar orku áður en ljóst væri hvort svæðið yrði sett í verndunarflokk í Rammaáætlun. Eins og Guðmundur á að vita þá er ekki haft samráð við iðnaðarráðuneytið um leyfisveitingu sem þessa þar sem ákvörðunin er kæranleg til ráðherra. Eins benti ég á hinn 4. júní sl. á vísir.is að lagaumhverfið væri götótt hvað varðar rannsóknarleyfi og nauðsynlegt væri að koma þessum rannsóknarleyfum inn í lagaumhverfi rammaáætlunar. Einnig kom fram að ég óskaði eftir frekari rökstuðningi frá Orkustofnun fyrir veitingu rannsóknarleyfisins. Orkustofnun taldi að stofnuninni væri skylt að veita leyfi til rannsókna út frá núgildandi lögum þar sem skilyrðum fyrir leyfi til rannsókna væri fullnægt, sem staðfestir enn mikilvægi þess að við komum okkur sem fyrst inn í skýrt lagaumhverfi Rammaáætlunar. Vafinn náttúrunnar meginRétt er að benda á að RARIK, fyrir hönd Sunnlenskrar orku hefur lýst því yfir að rannsóknarleyfi þeirra verði ekki nýtt fyrr en Rammaáætlun liggur fyrir og ber að þakka framlag þeirra við að ná sátt í málaflokknum. Við Guðmundur Hörður deilum vilja og áhuga á að Rammaáætlun verði leiðarljósið inn í framtíðina og skapi heildarsýn og sátt í viðkvæmum málaflokki. Með Rammaáætlun verður vafinn náttúrunnar megin á öllum stigum málsins. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda. Frá árinu 2007 hefur verið starfandi verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í Rammaáætlun eru allir hugsanlegir virkjunarkostir metnir og flokkaðir niður eftir langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta. Flokkarnir eru þrír; Verndarflokkur en í hann falla virkjunarhugmyndir sem ekki er talið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Nýtingarflokkur en í hann eru settir virkjanakostir sem talið er að ráðast megi í að uppfylltum öllum skilyrðum. Biðflokkur er þriðji flokkurinn en í hann falla virkjunar- og verndarkostir sem talið er að þurfi frekari skoðunar við. Áætlað er að á grunni tillagna verkefnisstjórnar Rammaáætlunar verði lögð fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi í haust, um verndar- og orkunýtingaráætlun, sem mun skapa Rammaáætlun ákveðna stöðu að lögum. Segjum skilið við götótt lagaumhverfiGuðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar skrifar í gær grein sem birtist á vísir.is þar sem hann spyr hvort ætlun mín og ráðuneytis míns sé að slíta þann frið sem ríkt hefur um Rammaáætlun. Svarið við þeirri spurningu er nei. Þann 2 maí sl. í viðtali við Ríkissjónvarpið kom fram að ég sem iðnaðarráðherra hefði talið það óheppilegt að rannsóknarleyfi fyrir rannsóknum í Grændal hefði verið veitt til Sunnlenskrar orku áður en ljóst væri hvort svæðið yrði sett í verndunarflokk í Rammaáætlun. Eins og Guðmundur á að vita þá er ekki haft samráð við iðnaðarráðuneytið um leyfisveitingu sem þessa þar sem ákvörðunin er kæranleg til ráðherra. Eins benti ég á hinn 4. júní sl. á vísir.is að lagaumhverfið væri götótt hvað varðar rannsóknarleyfi og nauðsynlegt væri að koma þessum rannsóknarleyfum inn í lagaumhverfi rammaáætlunar. Einnig kom fram að ég óskaði eftir frekari rökstuðningi frá Orkustofnun fyrir veitingu rannsóknarleyfisins. Orkustofnun taldi að stofnuninni væri skylt að veita leyfi til rannsókna út frá núgildandi lögum þar sem skilyrðum fyrir leyfi til rannsókna væri fullnægt, sem staðfestir enn mikilvægi þess að við komum okkur sem fyrst inn í skýrt lagaumhverfi Rammaáætlunar. Vafinn náttúrunnar meginRétt er að benda á að RARIK, fyrir hönd Sunnlenskrar orku hefur lýst því yfir að rannsóknarleyfi þeirra verði ekki nýtt fyrr en Rammaáætlun liggur fyrir og ber að þakka framlag þeirra við að ná sátt í málaflokknum. Við Guðmundur Hörður deilum vilja og áhuga á að Rammaáætlun verði leiðarljósið inn í framtíðina og skapi heildarsýn og sátt í viðkvæmum málaflokki. Með Rammaáætlun verður vafinn náttúrunnar megin á öllum stigum málsins. Um það hljótum við öll að geta verið sammála.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun