
Svar til Sigurðar Arnar Hektorssonar
Þessi afstaða lýsir mikilli vanþekkingu, bæði á umfangi þess skaða sem óhóflegar ávísanir á rítalín hafa valdið meðal sprautufíkla og eins á umfangi rítalíns á fíkniefnamarkaðinum. Ef ekki er um vanþekkingu að ræða er það eitthvað enn verra sem ræður afstöðu læknanna.
Eitt einkenni rítalíns er að sjúklingarnir sprauta sig oftar en ef þeir nota önnur efni. Þegar rítalín flæðir yfir fíkniefnaheiminn eykur það því smithættu og breiðir hratt út lifrarbólgu. Allir þeir tíu sem greinst hafa með HIV á þessu ári höfðu notað rítalín. Áhrif rítalíns á vímuefnasjúklinga eru því hörmuleg fyrir einstaklingana og verða samfélaginu dýrkeypt.
Þegar dró úr neyslu á áfengi og öðrum vímuefnum eftir hrun og þar með neikvæðum afleiðingum neyslunnar dró ekki úr notkun sprautufíkla á örvandi efnum. Rítalín, niðurgreitt af skattborgurum, vó upp samdrátt í innflutningi á amfetamíni.
Af þeim sprautufíklum sem koma á Vog í dag segja 59 prósent að rítalín sé það efni sem þeir noti mest eða næstmest. 90 prósent þeirra segjast hafa notað rítalín. Aðeins 10 prósent segjast ekki hafa notað það. Engin ástæða er til að ætla að neyslumynstrið sé annað hjá þeim sprautufíklum sem enn hafa ekki komið á Vog. Ekki er vitað hversu margir virkir sprautufíklar eru úti í samfélaginu hverju sinni en miðað við upplýsingar frá Vogi má ætla að þeir séu nálægt 750 manns. Þegar þetta tvennt er lagt saman – vægi rítalíns í neyslumynstrinu og fjöldi sjúklinganna – má ganga út frá því að neysla sprautufíkla sé vel yfir 500 dagsskammtar á dag og líkast til mun meiri. Neyslan nálgast að vera um fjórðungur af öllu rítalíni sem ávísað er á fullorðna.
Rítalínfaraldur meðal vímuefnasjúklinga er því stórt mál hvort sem litið er á skaðann eða umfangið – og það er líka stór hluti af heildarnotkuninni í landinu. Og alla þessa notkun má rekja til lækna sem ávísa þessu lyfi.
Það er því óskiljanlegt að þeir læknar sem vilja verja ADHD-greiningu á fullorðnum og meðferð við henni skuli ekki vilja ganga til liðs við SÁÁ og aðra sem vilja stöðva ávísun rítalíns á vímuefnasjúklinga. Ekki byggir þessi afstaða á hagsmunum þeirra sem greindir hafa verið með ADHD. Það hljóta að vera hagsmunir þeirra að fyrirbyggja þessa umfangsmiklu misnotkun svo meðferð við vanda þeirra fái að þróast og mótast með eðlilegum hætti.
Það er alrangt að úr skrifum mínum megi lesa fordóma gagnvart ADHD. Ég benti einfaldlega á að greining á sjúkdómnum og rítalínmeðferð við honum eru umdeildar. Það sama hafa formaður læknafélagsins, fyrrverandi yfirlæknir fíknideildar Landspítalans og margir, margir fleiri gert. Ástæða fyrir því að ég benti á þessa velþekktu staðreynd var að nokkrir geðlæknar kynntu þessar aðferðir sem gegnheil vísindi og vildu með því ýta út úr umræðunni þjáningum vímuefnasjúklinga og þeim stórkostlega skaða sem rítalínnotkun þeirra veldur samfélaginu.
Það er mikið mein í almennri umræðu á Íslandi að í hvert sinn sem einhver bendir á félagslegt mein skuli fólk reyna að gera það tortryggilegt með því að draga fram ímyndaða hagsmuni einstaklinga. Þegar menn benda á þann skaða sem pólitískar klíkuráðningar hafa valdið íslensku samfélagi stígur vanalega einhver fram og túlkar það sem árásir á Jón frænda. Og spyr: Ertu að halda því fram að Nonni frændi sé ekki traustsins verður?
Útúrsnúningur Sigurðar Arnar Hektorssonar á orðum mínum er þessarar ættar og byggir hvorki á læknisfræðinni sem hann lærði né nokkru sem hann kann eða getur – þetta er ósiður sem hann heldur að sé boðlegur vegna þess hversu útbreiddur hann er.
Tengdar fréttir

Það vantar ekki stefnu - það vantar vilja
Af opinberri umræðu í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um unga rítalínfíkla og læknadóp mætti ætla að algjört stefnuleysi ríkti á Íslandi í málum ungra fíkniefnaneytenda. Sú er ekki raunin. Þvert á móti er hér rekin skýr og skilvirk stefna í meðferðarmálum ungra fíkla á vegum SÁÁ og þessi stefna hefur skilað árangri sem er bæði sýnilegur og góður.

Opið bréf til Gunnars Smára Egilssonar, formanns SÁÁ
Sæll, Gunnar Smári. Þú ferð mikinn í grein þinni í helgarblaði Fréttablaðsins og vefsíðu SÁÁ, þar sem þú kýst að sneiða að íslenskum geðlæknum, er þú jafnar þeim við brottrekna starfsmenn Byrgisins og Götusmiðjunnar. Þá er æði grunnt á fordómum þínum gagnvart ADHD-sjúklingum. Þarna hættir þú þér allnokkuð á hálan ís, því skrif þín bera ekki vitni um teljandi þekkingu á málefninu.
Skoðun

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar