Írum blæðir fyrir vanda evrunnar Ásmundur Einar Daðason skrifar 3. júní 2011 09:00 Í síðustu viku var írskur fræðimaður að nafni Anthony Coughlan staddur hér á landi og hélt nokkra fyrirlestra. Anthony var gagnrýninn á sameiginlegt myntsvæði fyrir alla Evrópu. Reynslan sýndi að sameiginleg mynt gengi ekki upp án þess að vera með sameiginlega stefnu í ríkisfjármálum. Sameiginleg stefna í ríkisfjármálum gengi hins vegar ekki upp í ólíkum þjóðríkjum og því myndi sameiginlegt myntsvæði fyrir Evrópu aldrei verða langlíft. ESB krefst ríkisvæðingar á skuldum einkabankaÍrskir bankar fengu líkt og þeir íslensku gríðarlegar fjárhæðir að láni hjá bönkum innan ESB og lánuðu síðan áfram á lágum vöxtum. Vegna mikilla skulda eru írskir bankar í verulegum erfiðleikum, líkt og þeir íslensku. Írar geta hins vegar ekki farið þá leið að setja einkabanka í þrot vegna þess að Seðlabanki Evrópu hefur gefið það út að enginn banki á evrusvæðinu megi fara þá leið. Af þessum sökum er almenningur að taka á sig gríðarlega háar fjárhæðir til bjargar bankakerfinu og hefur það aukið opinberar skuldir verulega. Á sama tíma búa Írar við evruna, sem hentar engan veginn írsku hagkerfi, hagvöxtur er mjög lítill, eftirspurn lítil og atvinnuleysi um 14%. Dregið verði úr áhrifum aðildarríkjaÍrar, Grikkir, Spánverjar, Portúgalar o.fl. verða að taka á sig aukinn niðurskurð vegna bankabjörgunarstefnu Evrópusambandsins. Þjóðverjar, Frakkar, Finnar og fleiri eru ekki tilbúnir að axla auknar byrðar til að jafna kjörin í álfunni líkt og gerast myndi frekar innan hvers þjóðríkis. Líf evrunnar er í húfi og ráðamenn eru að átta sig á því að eina leiðin til björgunar er að stórauka bæði pólitískan og efnahagslegan samruna Evrópusambandsins. Íslenskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að leggja áherslu á atriði sem raunverulega skipta máli við núverandi aðstæður. En er aukinn efnahagslegur samruni og valdaafsal til Seðlabanka Evrópu rétta leiðin? Ekki samkvæmt reynslu Íra, Grikkja og fleiri ESB-ríkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var írskur fræðimaður að nafni Anthony Coughlan staddur hér á landi og hélt nokkra fyrirlestra. Anthony var gagnrýninn á sameiginlegt myntsvæði fyrir alla Evrópu. Reynslan sýndi að sameiginleg mynt gengi ekki upp án þess að vera með sameiginlega stefnu í ríkisfjármálum. Sameiginleg stefna í ríkisfjármálum gengi hins vegar ekki upp í ólíkum þjóðríkjum og því myndi sameiginlegt myntsvæði fyrir Evrópu aldrei verða langlíft. ESB krefst ríkisvæðingar á skuldum einkabankaÍrskir bankar fengu líkt og þeir íslensku gríðarlegar fjárhæðir að láni hjá bönkum innan ESB og lánuðu síðan áfram á lágum vöxtum. Vegna mikilla skulda eru írskir bankar í verulegum erfiðleikum, líkt og þeir íslensku. Írar geta hins vegar ekki farið þá leið að setja einkabanka í þrot vegna þess að Seðlabanki Evrópu hefur gefið það út að enginn banki á evrusvæðinu megi fara þá leið. Af þessum sökum er almenningur að taka á sig gríðarlega háar fjárhæðir til bjargar bankakerfinu og hefur það aukið opinberar skuldir verulega. Á sama tíma búa Írar við evruna, sem hentar engan veginn írsku hagkerfi, hagvöxtur er mjög lítill, eftirspurn lítil og atvinnuleysi um 14%. Dregið verði úr áhrifum aðildarríkjaÍrar, Grikkir, Spánverjar, Portúgalar o.fl. verða að taka á sig aukinn niðurskurð vegna bankabjörgunarstefnu Evrópusambandsins. Þjóðverjar, Frakkar, Finnar og fleiri eru ekki tilbúnir að axla auknar byrðar til að jafna kjörin í álfunni líkt og gerast myndi frekar innan hvers þjóðríkis. Líf evrunnar er í húfi og ráðamenn eru að átta sig á því að eina leiðin til björgunar er að stórauka bæði pólitískan og efnahagslegan samruna Evrópusambandsins. Íslenskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að leggja áherslu á atriði sem raunverulega skipta máli við núverandi aðstæður. En er aukinn efnahagslegur samruni og valdaafsal til Seðlabanka Evrópu rétta leiðin? Ekki samkvæmt reynslu Íra, Grikkja og fleiri ESB-ríkja.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun