Írum blæðir fyrir vanda evrunnar Ásmundur Einar Daðason skrifar 3. júní 2011 09:00 Í síðustu viku var írskur fræðimaður að nafni Anthony Coughlan staddur hér á landi og hélt nokkra fyrirlestra. Anthony var gagnrýninn á sameiginlegt myntsvæði fyrir alla Evrópu. Reynslan sýndi að sameiginleg mynt gengi ekki upp án þess að vera með sameiginlega stefnu í ríkisfjármálum. Sameiginleg stefna í ríkisfjármálum gengi hins vegar ekki upp í ólíkum þjóðríkjum og því myndi sameiginlegt myntsvæði fyrir Evrópu aldrei verða langlíft. ESB krefst ríkisvæðingar á skuldum einkabankaÍrskir bankar fengu líkt og þeir íslensku gríðarlegar fjárhæðir að láni hjá bönkum innan ESB og lánuðu síðan áfram á lágum vöxtum. Vegna mikilla skulda eru írskir bankar í verulegum erfiðleikum, líkt og þeir íslensku. Írar geta hins vegar ekki farið þá leið að setja einkabanka í þrot vegna þess að Seðlabanki Evrópu hefur gefið það út að enginn banki á evrusvæðinu megi fara þá leið. Af þessum sökum er almenningur að taka á sig gríðarlega háar fjárhæðir til bjargar bankakerfinu og hefur það aukið opinberar skuldir verulega. Á sama tíma búa Írar við evruna, sem hentar engan veginn írsku hagkerfi, hagvöxtur er mjög lítill, eftirspurn lítil og atvinnuleysi um 14%. Dregið verði úr áhrifum aðildarríkjaÍrar, Grikkir, Spánverjar, Portúgalar o.fl. verða að taka á sig aukinn niðurskurð vegna bankabjörgunarstefnu Evrópusambandsins. Þjóðverjar, Frakkar, Finnar og fleiri eru ekki tilbúnir að axla auknar byrðar til að jafna kjörin í álfunni líkt og gerast myndi frekar innan hvers þjóðríkis. Líf evrunnar er í húfi og ráðamenn eru að átta sig á því að eina leiðin til björgunar er að stórauka bæði pólitískan og efnahagslegan samruna Evrópusambandsins. Íslenskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að leggja áherslu á atriði sem raunverulega skipta máli við núverandi aðstæður. En er aukinn efnahagslegur samruni og valdaafsal til Seðlabanka Evrópu rétta leiðin? Ekki samkvæmt reynslu Íra, Grikkja og fleiri ESB-ríkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var írskur fræðimaður að nafni Anthony Coughlan staddur hér á landi og hélt nokkra fyrirlestra. Anthony var gagnrýninn á sameiginlegt myntsvæði fyrir alla Evrópu. Reynslan sýndi að sameiginleg mynt gengi ekki upp án þess að vera með sameiginlega stefnu í ríkisfjármálum. Sameiginleg stefna í ríkisfjármálum gengi hins vegar ekki upp í ólíkum þjóðríkjum og því myndi sameiginlegt myntsvæði fyrir Evrópu aldrei verða langlíft. ESB krefst ríkisvæðingar á skuldum einkabankaÍrskir bankar fengu líkt og þeir íslensku gríðarlegar fjárhæðir að láni hjá bönkum innan ESB og lánuðu síðan áfram á lágum vöxtum. Vegna mikilla skulda eru írskir bankar í verulegum erfiðleikum, líkt og þeir íslensku. Írar geta hins vegar ekki farið þá leið að setja einkabanka í þrot vegna þess að Seðlabanki Evrópu hefur gefið það út að enginn banki á evrusvæðinu megi fara þá leið. Af þessum sökum er almenningur að taka á sig gríðarlega háar fjárhæðir til bjargar bankakerfinu og hefur það aukið opinberar skuldir verulega. Á sama tíma búa Írar við evruna, sem hentar engan veginn írsku hagkerfi, hagvöxtur er mjög lítill, eftirspurn lítil og atvinnuleysi um 14%. Dregið verði úr áhrifum aðildarríkjaÍrar, Grikkir, Spánverjar, Portúgalar o.fl. verða að taka á sig aukinn niðurskurð vegna bankabjörgunarstefnu Evrópusambandsins. Þjóðverjar, Frakkar, Finnar og fleiri eru ekki tilbúnir að axla auknar byrðar til að jafna kjörin í álfunni líkt og gerast myndi frekar innan hvers þjóðríkis. Líf evrunnar er í húfi og ráðamenn eru að átta sig á því að eina leiðin til björgunar er að stórauka bæði pólitískan og efnahagslegan samruna Evrópusambandsins. Íslenskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að leggja áherslu á atriði sem raunverulega skipta máli við núverandi aðstæður. En er aukinn efnahagslegur samruni og valdaafsal til Seðlabanka Evrópu rétta leiðin? Ekki samkvæmt reynslu Íra, Grikkja og fleiri ESB-ríkja.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar