Söngkonan Lily Allen ætlar að halda gæsapartí sitt á glæsihótelinu The Ritz í London. Allen ætlar að giftast unnusta sínum Sam Cooper í bænum Stroud í Glouchesterskíri 11. júní.
„Lily vill að það verði smá glamúr í gæsapartíinu. Hún hefur spaugað með að hún sé orðin svo gömul að hún vilji bara drekka te og prjóna en ef maður þekkir Lily rétt mun það fljótt breytast í andhverfu sína,“ sagði vinkona hennar.
Kjóllinn sem Allen ætlar að klæðast í brúðkaupinu verður hannaður af vini hennar, Chanel-tískumógúlnum Karl Lagerfeld.
