Ótrúlegar vinsældir Adele 31. mars 2011 08:00 vinsæl Söngkonan Adele hefur slegið í gegn úti um allan heim með hljómfagri rödd sinni og flottum lagasmíðum. nordicphotos/getty Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífulistans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mikilla vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskífulistans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stundað nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á framfæri. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Myspace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recordings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy-verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljónum eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessum ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálpaði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Saturday Night Live og á bresku Brit-hátíðinni átti einnig sinn þátt í vinsældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tónlistarmönnum með mikil dansatriði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tónlistarmönnum er ýtt að almenningi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Þrátt fyrir ungan aldur hefur breska söngkonan Adele slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Önnur plata hennar hefur setið í níu vikur á toppi breska breiðskífulistans. Önnur plata bresku söngkonunnar Adele, 21, hefur setið í níu vikur samfleytt á toppi breska breiðskífulistans. Þar með hefur hún jafnað met Madonnu yfir þær söngkonur sem hafa setið lengst í toppsætinu. Lögin Rolling in the Deep og Someone Like You hafa notið mikilla vinsælda og hið síðarnefnda er núna í efsta sæti breska smáskífulistans. Adele útskrifaðist árið 2006 úr Brit-tónlistarskólanum þar sem Amy Winehouse, Katie Melua og Leona Lewis hafa einnig stundað nám. Fyrst ætlaði hún ekki að verða söngkona heldur starfa við að koma öðrum listamönnum á framfæri. Söngferill hennar hófst óvænt eftir að vinur hennar setti á Myspace-síðuna upptökur af lögum sem hún hafði sungið í skólanum. Lögin vöktu athygli útgáfunnar XL Recordings sem samdi við hana sama ár. Adele vakti fyrst athygli þegar hún var valin líklegust til að slá í gegn á árinu 2008 af sérfræðingum BBC. Þá var hún aðeins nítján ára og um leið yngsti flytjandinn til að hljóta þennan heiður. Fyrsta plata hennar, 19, fór beint í efsta sætið í Bretlandi og hefur núna selst í 1,1 milljón eintaka. Árið 2009 hlaut Adele svo bandarísku Grammy-verðlaunin í tvígang, sem besti nýliðinn og fyrir lagið Chasing Pavement. Platan 19 er núna í öðru sæti á breska breiðskífulistanum á eftir 21 en sú plata hefur selst í 1,5 milljónum eintaka eftir að hafa farið beint á toppinn í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hver ætli ástæðan sé fyrir þessum ótrúlegu vinsældum Adele? Fyrir utan hljómfagra röddina og góð lög, sem hún semur sjálf, hjálpaði það henni að útgáfa hennar af lagi Bobs Dylan, Make You Feel My Love, var notuð margoft í breska X Factor-þættinum. Frammistaða Adele í bandaríska þættinum Saturday Night Live og á bresku Brit-hátíðinni átti einnig sinn þátt í vinsældunum. Á Brit-hátíðinni söng hún Someone Like You sitjandi við píanóið. „Maður er svo vanur tónlistarmönnum með mikil dansatriði en þetta var mjög berstrípað,“ sagði Paul Williams hjá Music Week í viðtali við BBC. Á tímum þegar of mikið af fyrirfram sköpuðum tónlistarmönnum er ýtt að almenningi kemur hún inn eins og ferskur stormsveipur.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira