Í tryllingsgírnum í sjö tíma 29. mars 2011 12:30 Baldur hefur eflaust hrætt marga með frammistöðu sinni sem lífvörður í sjónvarpsþáttunum Pressu. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég verð bara hugsi og reyni að vera alvarlegur og þá lít ég svolítið hrikalega út," segir Baldur Borgþórsson, einkaþjálfari hjá World Class. Frammistaða Baldurs í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu hefur vakið töluverða athygli en hann leikur einkalífvörð Gísla Arnar Garðarssonar í þáttunum (þeim sem vilja horfa á einhverja af endursýningum Pressu er bent á að lesa ekki lengra). Á sunnudagskvöld framdi persóna Baldurs sjálfsmorð í fremur óhugnanlegu atriði inni í sturtuklefa líkamsræktarstöðvar eftir heljarinnar eltingarleik við lögregluna og Láru blaðakonu. Baldur viðurkennir að það hafi verið svolítið maus að taka upp þetta atriði. „Ég var svolítið búinn á því, maður varð að setja sig í tryllingsgírinn og vera í honum í kannski sjö klukkustundir. Sem er mjög orkufrekt og þetta var því erfiðara en nokkur æfing sem ég hef tekið þátt í." Baldur hefur ekki áður reynt fyrir sér á leiklistarsviðinu og er eiginlega handviss um að Óskar Jónasson, leikstjóri þáttanna, eigi sökina á því að hann hafi endað fyrir framan tökuvélarnar. „Hann er að æfa hérna í World Class og hefur eflaust heyrt í mér þegar ég er að æfa, það er svolítil fyrirferð í mér þegar ég tek á því," segir Baldur, sem fór þó í prufur og hreppti því hlutverkið eftir hinum hefðbundnu leiðum sjónvarps- og kvikmyndabransans. Og þegar kom í ljós að hlutverkið væri hans hvatti eiginkonan hann til stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt. Baldur segir það hafa verið frábæra upplifun að taka þátt í þessu verkefni „Þetta gekk allt alveg rosalega vel og mér leið eins og ég hefði aldrei gert neitt annað. Leikarar, tökufólk og bara allir létu manni líða þannig." Baldur viðurkennir hins vegar að hann hafi ekki séð tvo fyrstu þættina þar sem hann kemur töluvert við sögu. „Við frúin ákváðum bara að hafa þetta þannig, að við myndum ekki horfa á þá. Ég ætla því bara að byrja að horfa á sunnudaginn næsta." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
„Ég verð bara hugsi og reyni að vera alvarlegur og þá lít ég svolítið hrikalega út," segir Baldur Borgþórsson, einkaþjálfari hjá World Class. Frammistaða Baldurs í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu hefur vakið töluverða athygli en hann leikur einkalífvörð Gísla Arnar Garðarssonar í þáttunum (þeim sem vilja horfa á einhverja af endursýningum Pressu er bent á að lesa ekki lengra). Á sunnudagskvöld framdi persóna Baldurs sjálfsmorð í fremur óhugnanlegu atriði inni í sturtuklefa líkamsræktarstöðvar eftir heljarinnar eltingarleik við lögregluna og Láru blaðakonu. Baldur viðurkennir að það hafi verið svolítið maus að taka upp þetta atriði. „Ég var svolítið búinn á því, maður varð að setja sig í tryllingsgírinn og vera í honum í kannski sjö klukkustundir. Sem er mjög orkufrekt og þetta var því erfiðara en nokkur æfing sem ég hef tekið þátt í." Baldur hefur ekki áður reynt fyrir sér á leiklistarsviðinu og er eiginlega handviss um að Óskar Jónasson, leikstjóri þáttanna, eigi sökina á því að hann hafi endað fyrir framan tökuvélarnar. „Hann er að æfa hérna í World Class og hefur eflaust heyrt í mér þegar ég er að æfa, það er svolítil fyrirferð í mér þegar ég tek á því," segir Baldur, sem fór þó í prufur og hreppti því hlutverkið eftir hinum hefðbundnu leiðum sjónvarps- og kvikmyndabransans. Og þegar kom í ljós að hlutverkið væri hans hvatti eiginkonan hann til stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt. Baldur segir það hafa verið frábæra upplifun að taka þátt í þessu verkefni „Þetta gekk allt alveg rosalega vel og mér leið eins og ég hefði aldrei gert neitt annað. Leikarar, tökufólk og bara allir létu manni líða þannig." Baldur viðurkennir hins vegar að hann hafi ekki séð tvo fyrstu þættina þar sem hann kemur töluvert við sögu. „Við frúin ákváðum bara að hafa þetta þannig, að við myndum ekki horfa á þá. Ég ætla því bara að byrja að horfa á sunnudaginn næsta." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira