Sniðugheit í veislunni 23. mars 2011 16:33 Praktískt og drjúgt veisluborð sem kostar ekki of mikið. Pitsusneiðar, einfaldar kökur, karamelluepli, poppkorn, appelsínusafi og fleira til. Fermingarveislur eru í dag með margbreytilegu sniði. Orðtækið að „ekkert skuli til sparað" þarf ekki að þýða að kostnaðurinn þurfi að vera í formi peninga. Hugmyndaflugið getur ekki síður gert veisluna ógleymanlega en beinharðir peningar. Húsnæðið: Hrein heimili eru alltaf falleg heimili og það kostar lítið (sápuvatn dugir vel) að þrífa eins og forsetinn sé að koma í heimsókn. Ef fólk býr í litlu rými og einblínir á sal er verðugt að athuga hvort ömmur, afar eða aðrir náskyldir ættingjar sem búa á fleiri fermetrum séu til í að leggja til húsnæði. Það sakar í það minnsta ekki að spyrja, sérstaklega veisluglaða fólkið, sem finnst fátt skemmtilegra en bjóða heim.Gerbakstur er ódýr en ljúffengur, hvort sem það eru brauðbollur, kanilsnúðar eða pitsusnúðar.Maturinn: Víða um heim er það þekktur siður að hver og einn meðlimur í stórfjölskyldu fermingarbarnsins leggi til eina köku eða einn rétt. Ef ekki er stemning fyrir því er hægt að drýgja veisluborðið með fjölbreyttum snakk- og smáréttum sem kosta ekki mikið. Aðrir góðir smáréttir geta verið rifnar kartöfluflögur, heimagerðkaramella sem hægt er að skera í bita, sleikipinnar fyrir yngstu kynslóðina (smart að stinga þeim jafnvel í melónu) og alls kyns gerbakstur er ódýr en ljúffengur. Má þar nefna pitsusnúða, kanilsnúða og brauðbollur.Hægt er að taka upp á ýmsu í fermingarveitingunum. Til dæmis að setja vel saltað poppkorn í plastmál sem hver og einn gestur getur haldið á.Poppkorn er sívinsælt. Bæði er hægt að búa til skemmtilega bíóstemningu og setja popp í plastmál og salta vel eða skella því í skálar á veisluborðið sjálft.Fánaskreytingar geta verið einkar hátíðlegar.Skreytingar:Aukaskreytingar geta svo einfaldlega verið æðislegar blöðrur í litaþema. Í Partíbúðinni er hægt að kaupa blöðrur í stykkjatali eftir litum og velja þannig kannski vorþema – bara grænar blöðrur. Þjóðfáninn setur svo alltaf hátíðlegan blæ í skreytingar veisluborðsins.Ef fermingin er haldin í apríl og maí er líklegt að páskaliljurnar séu komnar upp ásamt fleiru. Ódýr og falleg skreyting á fermingarborðið.Margar fermingarveislur eru í apríl og maí þegar fyrstu krókusarnir eru að koma upp. Það er því engin bjartsýni að taka það sem komið er upp úti í garði í fermingarskreytingarnar. Páskaliljur og annar vorgróður gerir veisluna vorlega og bjarta. Fermingar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Fermingarveislur eru í dag með margbreytilegu sniði. Orðtækið að „ekkert skuli til sparað" þarf ekki að þýða að kostnaðurinn þurfi að vera í formi peninga. Hugmyndaflugið getur ekki síður gert veisluna ógleymanlega en beinharðir peningar. Húsnæðið: Hrein heimili eru alltaf falleg heimili og það kostar lítið (sápuvatn dugir vel) að þrífa eins og forsetinn sé að koma í heimsókn. Ef fólk býr í litlu rými og einblínir á sal er verðugt að athuga hvort ömmur, afar eða aðrir náskyldir ættingjar sem búa á fleiri fermetrum séu til í að leggja til húsnæði. Það sakar í það minnsta ekki að spyrja, sérstaklega veisluglaða fólkið, sem finnst fátt skemmtilegra en bjóða heim.Gerbakstur er ódýr en ljúffengur, hvort sem það eru brauðbollur, kanilsnúðar eða pitsusnúðar.Maturinn: Víða um heim er það þekktur siður að hver og einn meðlimur í stórfjölskyldu fermingarbarnsins leggi til eina köku eða einn rétt. Ef ekki er stemning fyrir því er hægt að drýgja veisluborðið með fjölbreyttum snakk- og smáréttum sem kosta ekki mikið. Aðrir góðir smáréttir geta verið rifnar kartöfluflögur, heimagerðkaramella sem hægt er að skera í bita, sleikipinnar fyrir yngstu kynslóðina (smart að stinga þeim jafnvel í melónu) og alls kyns gerbakstur er ódýr en ljúffengur. Má þar nefna pitsusnúða, kanilsnúða og brauðbollur.Hægt er að taka upp á ýmsu í fermingarveitingunum. Til dæmis að setja vel saltað poppkorn í plastmál sem hver og einn gestur getur haldið á.Poppkorn er sívinsælt. Bæði er hægt að búa til skemmtilega bíóstemningu og setja popp í plastmál og salta vel eða skella því í skálar á veisluborðið sjálft.Fánaskreytingar geta verið einkar hátíðlegar.Skreytingar:Aukaskreytingar geta svo einfaldlega verið æðislegar blöðrur í litaþema. Í Partíbúðinni er hægt að kaupa blöðrur í stykkjatali eftir litum og velja þannig kannski vorþema – bara grænar blöðrur. Þjóðfáninn setur svo alltaf hátíðlegan blæ í skreytingar veisluborðsins.Ef fermingin er haldin í apríl og maí er líklegt að páskaliljurnar séu komnar upp ásamt fleiru. Ódýr og falleg skreyting á fermingarborðið.Margar fermingarveislur eru í apríl og maí þegar fyrstu krókusarnir eru að koma upp. Það er því engin bjartsýni að taka það sem komið er upp úti í garði í fermingarskreytingarnar. Páskaliljur og annar vorgróður gerir veisluna vorlega og bjarta.
Fermingar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira