Dauðarokkhljómsveit með jöfnum kynjahlutföllum 16. mars 2011 11:00 Haraldur, Gyða, Edda og Hafþór eru dauðarokkhljómsveitin Angist. Fréttablaðið/Stefán „Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en allir eru að gera á Íslandi," segir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari dauðarokkhljómsveitarinnar Angistar. Angist lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á dögunum. Tvær stúlkur eru í hljómsveitinni, en karlmenn hafa hingað til einokað þessa tónlistarstefnu. „Við Edda [söngkona og gítarleikari Angistar] þekktumst og vorum búnar að tala lengi um að það væri gaman að stofna dauðarokkhljómsveit með stelpum," segir Gyða spurð um upphaf hljómsveitarinnar. „Við byrjuðum að spila og athuga hvernig samstarfið gengi og það gekk mjög vel. Fyrsta æfingin var í saumaherberginu hjá mömmu." Hvað fannst mömmu þinni um að heyra dauðarokk óma í saumaherberginu? „Henni fannst það sniðugt. Lögin Our Ruin og Rotten Mind eru samin í saumaherbergi mömmu." Angist er eflaust ein af fáum dauðarokkhljómsveitum heims með jöfnum kynjahlutföllum og meðlimirnir koma einnig víða að; frá Vestmannaeyjum, Selfossi og úr Hafnarfirði. Gyða viðurkennir að hljómsveitin hafi vakið sérstaka athygli vegna kyns hennar og Eddu söngkonu. „Auðvitað vekur það athygli," segir hún. „En við viljum láta taka okkur alvarlega sem tónlistarmenn. Það ætti ekki að skipta máli hvort við erum stelpur eða strákar, en auðvitað vitum við að þetta vekur athygli. Svo trúum við að tónlistin standi fyrir sínu. Fleiri tala um að tónlistin sé góð en að við séum stelpur." Gyða segir viðbrögðin við hljómsveitinni hafa verið frábær. „Við vorum mjög hrædd við að setja þessi lög á netið og bjuggumst við að fólk myndi velta fyrir sér hvað þessar stelpur væru að reyna," segir hún. „Auðvitað er ekki algengt að tvær stelpur séu að spila svona tónlist. Við viljum ekki að tónlistin sé bara góð miðað við að stelpur séu að spila. Við vinnum mikið í tónlistinni þangað til við erum 100 prósent sátt við lögin." Angist vinnur nú að stuttskífu og kemur fram ásamt þýsku hljómsveitinni Heaven Shall Burn á Café Amsterdam á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Hægt er að horfa á upptöku af tónleikum Angistar á Wacken-keppninni hér á Vimeo. Lífið Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en allir eru að gera á Íslandi," segir Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, gítarleikari dauðarokkhljómsveitarinnar Angistar. Angist lenti í öðru sæti í hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle á dögunum. Tvær stúlkur eru í hljómsveitinni, en karlmenn hafa hingað til einokað þessa tónlistarstefnu. „Við Edda [söngkona og gítarleikari Angistar] þekktumst og vorum búnar að tala lengi um að það væri gaman að stofna dauðarokkhljómsveit með stelpum," segir Gyða spurð um upphaf hljómsveitarinnar. „Við byrjuðum að spila og athuga hvernig samstarfið gengi og það gekk mjög vel. Fyrsta æfingin var í saumaherberginu hjá mömmu." Hvað fannst mömmu þinni um að heyra dauðarokk óma í saumaherberginu? „Henni fannst það sniðugt. Lögin Our Ruin og Rotten Mind eru samin í saumaherbergi mömmu." Angist er eflaust ein af fáum dauðarokkhljómsveitum heims með jöfnum kynjahlutföllum og meðlimirnir koma einnig víða að; frá Vestmannaeyjum, Selfossi og úr Hafnarfirði. Gyða viðurkennir að hljómsveitin hafi vakið sérstaka athygli vegna kyns hennar og Eddu söngkonu. „Auðvitað vekur það athygli," segir hún. „En við viljum láta taka okkur alvarlega sem tónlistarmenn. Það ætti ekki að skipta máli hvort við erum stelpur eða strákar, en auðvitað vitum við að þetta vekur athygli. Svo trúum við að tónlistin standi fyrir sínu. Fleiri tala um að tónlistin sé góð en að við séum stelpur." Gyða segir viðbrögðin við hljómsveitinni hafa verið frábær. „Við vorum mjög hrædd við að setja þessi lög á netið og bjuggumst við að fólk myndi velta fyrir sér hvað þessar stelpur væru að reyna," segir hún. „Auðvitað er ekki algengt að tvær stelpur séu að spila svona tónlist. Við viljum ekki að tónlistin sé bara góð miðað við að stelpur séu að spila. Við vinnum mikið í tónlistinni þangað til við erum 100 prósent sátt við lögin." Angist vinnur nú að stuttskífu og kemur fram ásamt þýsku hljómsveitinni Heaven Shall Burn á Café Amsterdam á laugardaginn. atlifannar@frettabladid.is Hægt er að horfa á upptöku af tónleikum Angistar á Wacken-keppninni hér á Vimeo.
Lífið Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp