Gríðarleg pressa að taka við Stundinni okkar 15. mars 2011 12:00 Margrét og Oddur ætla að skrifa Stundina okkar saman, en hún sér um að leika. Fréttablaðið/Pjetur „Við ætlum að gera það sem okkur finnst skemmtilegt og sjá hvort það virkar," segir leikkonan Margrét Sverrisdóttir. Margrét hefur tekið við Stundinni okkar ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Oddi Bjarna Þorkelssyni. Ný þáttaröð af ástsælasta barnaþætti Íslandssögunnar hefst í haust, en Margrét og Oddur eru þegar byrjuð að leggja drög að þáttunum. Um hundrað umsóknir bárust Ríkissjónvarpinu vegna lausrar stöðu umsjónarmanns Stundarinnar á dögunum eftir að leikarinn Björgvin Franz Gíslason ákvað að segja skilið við þáttinn og flytja með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna. „Þetta leggst gríðarlega vel í okkur. Við skrifum þættina saman og ég sé um að leika," segir Margrét og játar að þau séu mikið áhugafólk um barnaefni. „Við höfum undanfarin ár unnið mikið í barnaefni," segir hún. „Við höfum verið sérlegir aðstoðarmenn jólasveinanna í Dimmuborgum. Svo erum við að leikstýra leikhópnum Lottu, sem er ferðaleikhópur sem sýnir fyrir börn á sumrin." Börn geta verið harðir gagnrýnendur og Margrét segir að pressan sé mikil þar sem þau eru að taka við einu af flaggskipum Sjónvarpsins. „En við reynum að hugsa ekki um það og ætlum að gera þetta almennilega. Reynslan hefur sýnt okkur að það er ekki hægt að geðjast öllum. Fólk hefur mismunandi smekk," segir hún. Spurð hvort Stundin okkar sé það stærsta sem reynsluboltar í barnaefni á Íslandi geti tekið að sér hikar hún ekki og segir svo vera. „Þetta er elsti sjónvarpsþátturinn fyrir utan fréttir. Það hafa allir skoðun á Stundinni okkar. Þetta er gríðarleg ábyrgð." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
„Við ætlum að gera það sem okkur finnst skemmtilegt og sjá hvort það virkar," segir leikkonan Margrét Sverrisdóttir. Margrét hefur tekið við Stundinni okkar ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Oddi Bjarna Þorkelssyni. Ný þáttaröð af ástsælasta barnaþætti Íslandssögunnar hefst í haust, en Margrét og Oddur eru þegar byrjuð að leggja drög að þáttunum. Um hundrað umsóknir bárust Ríkissjónvarpinu vegna lausrar stöðu umsjónarmanns Stundarinnar á dögunum eftir að leikarinn Björgvin Franz Gíslason ákvað að segja skilið við þáttinn og flytja með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna. „Þetta leggst gríðarlega vel í okkur. Við skrifum þættina saman og ég sé um að leika," segir Margrét og játar að þau séu mikið áhugafólk um barnaefni. „Við höfum undanfarin ár unnið mikið í barnaefni," segir hún. „Við höfum verið sérlegir aðstoðarmenn jólasveinanna í Dimmuborgum. Svo erum við að leikstýra leikhópnum Lottu, sem er ferðaleikhópur sem sýnir fyrir börn á sumrin." Börn geta verið harðir gagnrýnendur og Margrét segir að pressan sé mikil þar sem þau eru að taka við einu af flaggskipum Sjónvarpsins. „En við reynum að hugsa ekki um það og ætlum að gera þetta almennilega. Reynslan hefur sýnt okkur að það er ekki hægt að geðjast öllum. Fólk hefur mismunandi smekk," segir hún. Spurð hvort Stundin okkar sé það stærsta sem reynsluboltar í barnaefni á Íslandi geti tekið að sér hikar hún ekki og segir svo vera. „Þetta er elsti sjónvarpsþátturinn fyrir utan fréttir. Það hafa allir skoðun á Stundinni okkar. Þetta er gríðarleg ábyrgð." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira