Þótt auðæfi Justins Bieber séu metin á hundrað milljónir dala getur hann ekki gengið um þær feitu hirslur eins og honum sýnist, því fjárhaldsmaður hans úthlutar honum mánaðarlega vasapeninga.
Svo skemmtilega vill reyndar til að fjárhaldsmaður Biebers er mamma hans.
„Peningarnir fara í fjárfestingar á ýmsum sviðum. Ég er bara með kreditkort og þegar heimildin klárast eru mínir vasapeningar bara búnir. Mamma stjórnar þessu bara.“
Bieber fær vasapeninga
