
Tónleikarnir fóru fram í Austurbæ og var troðfullt út úr dyrum. Stemningin var góð og virtust áhorfendur kunna vel að meta það sem fyrir augu þeirra bar. Agent Fresco spilaði plötuna í heild sinni frá upphafi til enda og naut hljómsveitin aðstoðar strengjasveitar, kórs og bakraddasöngvara, þar á meðal Hauks Heiðars Haukssonar úr Diktu.


