Gengi krónunnar og leigugjald fyrir kvóta Þórólfur Matthíasson skrifar 23. febrúar 2011 09:00 Fyrir nokkru leyfði ég mér að draga athygli lesenda Fréttablaðsins að upplýsingum Hagstofu Íslands um afar góða afkomu veiða og vinnslu á fyrsta heila árinu eftir hrun. Þessar upplýsingar falla ekki vel að fullyrðingum talsmanna stærri útgerðarfyrirtækja. Þeir hafa haldið því fram að kæmi til þess að útgerðin þyrfti að greiða leigu eða afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni myndi horfa til auðnar í greininni. Hagstofutölurnar sýna að gjaldþol greinarinnar er umtalsvert, hvað sem barlómi talsmanna hennar líður. Hagfræðingur LÍÚ minnir á, í grein hér í blaðinu 19. febrúar, að á tímum handaflsstýringar og haftabúskapar hafi gengi íslensku krónunnar verið stillt í samræmi við óskir og þarfir útgerðarinnar. Væri sömu reglu beitt nú, segir hann, myndi aukinn tilkostnaður útgerðaraðila koma fram í lækkuðu gengi krónunnar. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi sýna Hagstofutölurnar að væri farið að gömlu verðlagsráðsverðsformúlunni mætti hækka gengi krónunnar verulega! Sú staðreynd, hversu lágt gengi krónunnar er nú og afkoma útgerðar góð, sýnir glögglega að staða útgerðarinnar er ekki lengur einráð um gengisskráninguna, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Í öðru lagi greiða útgerðarmenn afgjald fyrir afnot af auðlindinni nú þegar, beint þegar um leigu á kvóta er að ræða, óbeint þegar útgerðarmaður ákveður að nota „eigin" kvóta frekar en að leigja hann frá sér. Það að leigugjaldið renni til eiganda auðlindarinnar í stað handhafa kvótans breytir engu um rekstrarskilyrði útgerðarinnar þó það hafi vissulega áhrif á efnahag handhafa kvótans. Það eru tvö óskyld mál. Sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur því fram í grein þann 22. febrúar að undirrituðum sé eitthvað í nöp við aflamarkskerfið. Þetta er rangt. Aflamarkskerfið og önnur skyld kerfi skila því hlutverki mætavel að draga úr útgerðarkostnaði. Þetta hef ég sagt m.a. á ráðstefnum þar sem sérfræðingur Lagastofnunar var viðstaddur. Vandinn við hina íslensku útfærslu kvótakerfisins er að arðurinn af auðlindinni rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef ítrekað talað fyrir því að sá agnúi verði sniðinn af kerfinu. Nú liggja á borðinu hugmyndir um svokallaða tilboðsleið. Tillögur Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar um útfærslu á þeirri leið myndu færa um helminginn af tekjum af auðlindinni til eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Það er lausn sem flestir ættu að geta unað við. Í akademískri umræðu er þess krafist að þátttakendur geri grein fyrir hugsanlegum hagsmunatengslum. Mér er ljúft að upplýsa að sem Íslendingur hef ég hagsmuni af að íslenskur almenningur njóti tekna af auðlindum í þjóðareigu. LÍÚ greiðir hluta af kostnaði við sérfræðingsstöðu Helga Áss Grétarssonar. Það er lágmarkskurteisi við lesendur Fréttablaðsins að þeim sé gert viðvart um slík tengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru leyfði ég mér að draga athygli lesenda Fréttablaðsins að upplýsingum Hagstofu Íslands um afar góða afkomu veiða og vinnslu á fyrsta heila árinu eftir hrun. Þessar upplýsingar falla ekki vel að fullyrðingum talsmanna stærri útgerðarfyrirtækja. Þeir hafa haldið því fram að kæmi til þess að útgerðin þyrfti að greiða leigu eða afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni myndi horfa til auðnar í greininni. Hagstofutölurnar sýna að gjaldþol greinarinnar er umtalsvert, hvað sem barlómi talsmanna hennar líður. Hagfræðingur LÍÚ minnir á, í grein hér í blaðinu 19. febrúar, að á tímum handaflsstýringar og haftabúskapar hafi gengi íslensku krónunnar verið stillt í samræmi við óskir og þarfir útgerðarinnar. Væri sömu reglu beitt nú, segir hann, myndi aukinn tilkostnaður útgerðaraðila koma fram í lækkuðu gengi krónunnar. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi sýna Hagstofutölurnar að væri farið að gömlu verðlagsráðsverðsformúlunni mætti hækka gengi krónunnar verulega! Sú staðreynd, hversu lágt gengi krónunnar er nú og afkoma útgerðar góð, sýnir glögglega að staða útgerðarinnar er ekki lengur einráð um gengisskráninguna, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Í öðru lagi greiða útgerðarmenn afgjald fyrir afnot af auðlindinni nú þegar, beint þegar um leigu á kvóta er að ræða, óbeint þegar útgerðarmaður ákveður að nota „eigin" kvóta frekar en að leigja hann frá sér. Það að leigugjaldið renni til eiganda auðlindarinnar í stað handhafa kvótans breytir engu um rekstrarskilyrði útgerðarinnar þó það hafi vissulega áhrif á efnahag handhafa kvótans. Það eru tvö óskyld mál. Sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur því fram í grein þann 22. febrúar að undirrituðum sé eitthvað í nöp við aflamarkskerfið. Þetta er rangt. Aflamarkskerfið og önnur skyld kerfi skila því hlutverki mætavel að draga úr útgerðarkostnaði. Þetta hef ég sagt m.a. á ráðstefnum þar sem sérfræðingur Lagastofnunar var viðstaddur. Vandinn við hina íslensku útfærslu kvótakerfisins er að arðurinn af auðlindinni rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef ítrekað talað fyrir því að sá agnúi verði sniðinn af kerfinu. Nú liggja á borðinu hugmyndir um svokallaða tilboðsleið. Tillögur Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar um útfærslu á þeirri leið myndu færa um helminginn af tekjum af auðlindinni til eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Það er lausn sem flestir ættu að geta unað við. Í akademískri umræðu er þess krafist að þátttakendur geri grein fyrir hugsanlegum hagsmunatengslum. Mér er ljúft að upplýsa að sem Íslendingur hef ég hagsmuni af að íslenskur almenningur njóti tekna af auðlindum í þjóðareigu. LÍÚ greiðir hluta af kostnaði við sérfræðingsstöðu Helga Áss Grétarssonar. Það er lágmarkskurteisi við lesendur Fréttablaðsins að þeim sé gert viðvart um slík tengsl.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun