Grindavík vann óvæntan tólf stiga sigur í Keflavík, 71-59, í Iceland Express deild kvenna í kvöld en fyrir leikinn munaði átján stigum og fimm sætum á þessum liðum. Þetta var aðeins annað tap Keflavíkurliðsins á tímabilinu.
Grindavíkurliðið byrjaði betur og var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 19-18. Grindavíkurstelpurnar fóru síðan á kostum í öðrum leikhluta sem þær unnu 25-9 og voru þar með 17 stigum yfir í hálfleik, 44-27.
Keflavík náði að minnka muninn í tíu stig, 47-57, fyrir lokaleikhlutann en Grindavíkurliðið hélt úr í fjórða leikhlutanum og fagnaði mjög óvæntum sigri.
Keflavík saknaði Birnu Valgarðsdóttur í þessum leik en Jacquline Adamshick var í algjört sérflokki með 34 stig og 10 fráköst. Næst stigahæsti leikmaður Keflavíkurliðsins, Bryndís Guðmundsdóttir, skoraði aðeins 8 stig.
Crystal Ann Boyd skoraði 29 stig fyrir Grindavík, Berglind Anna Magnúsdóttir var með 12 stig og 8 fráköst og Helga Hallgrímsdóttir bætti við 10 stigum og 11 fráköstum.
Keflavík-Grindavík 59-71 (27-44)
Stig Keflavíkur: Jacquline Adamshick 34 (10 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 8, Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Hrund Jóhannsdóttir 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Eva Rós Guðmundsdóttir 1
Stig Grindavíkur: Crystal Ann Boyd 29, Berglind Anna Magnúsdóttir 12, Helga Hallgrímsdóttir 10 (11 frák.), Agnija Reke 9, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 8, Alexandra Marý Hauksdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 1.
Birnulausar Keflavíkurstelpur töpuðu á móti Grindavík
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Þjáning í marga daga“
Handbolti



Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti

Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti