Val á liði umferða 10-18 í Pepsi deild kvenna fór fram í hádeginu í dag, en verðlaunin voru afhent í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.
Íslandsmeistararnir í Stjörnunni voru með fjóra fulltrúa í liðinu. Bikarmeistarar Vals höfðu þrjá leikmenn í liðinu eins og Eyjastúlkur og Blikar höfðu einn fulltrúa.
Það kom engum á óvart að besti þjálfari umferða 10-18 var Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, en liðið var óstöðvandi á lokasprettinum.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn besti leikmaðurinn umferða 10-18, en hún leiddi lið sitt að fyrsta Íslandsmeistaratitil Stjörnunnar.
Birna Berg Haraldsdóttir var valinn besti markvörður umferð 10-18.
Stuðningsmannaverðlaunin fengu stuðningsmenn Stjörnunnar eða Silfurskeiðin eins og þeir eru svo oft kallaðir.
Lið umferða 10-18:
Markvörður: Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV.
Varnarmenn: Elísa Viðarsdóttir, ÍBV, Mist Edvardsdóttir, Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val, Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni.
Tengiliðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni, Laufey Ólafsdóttir, Val, Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, Stjörnunni.
Framherjar: Ashley Bares, Stjörnunni, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, ÍBV.
