„Við stóðum okkur vel í dag og ég er mjög stoltur af því að vera Þórsari,“ sagði Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, eftir ósigurinn í dag gegn KR í bikarúrslitaleik KSÍ.
„Ég er að sjálfsögðu ósáttur þar sem við ætluðum okkur að taka þennan bikar, en það var eitthvað sem kom í veg fyrir það í dag, líklega hönnunin á þessu marki“.
„Ég væri hrokafullur ef ég væri ekki sáttur með frammistöðu Þórsliðsins í dag. Ég held að flestir Þórsarar hafi skemmt sér vel í dag og notið dagsins“.
Páll: Er stoltur af því að vera Þórsari í dag
Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar
Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
