Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik komst í dag í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót þegar þær gerðu jafntefli, 24-24, gegn Úkraínu ytra í síðari umspilsleik liðanna, en íslensku stelpurnar unnu fyrri leikinn hér heima með 19 marka mun sem verður að teljast heldur gott veganesti.
Frábær árangur hjá Ágústi Jóhannssyni, þjálfara liðsins, en hann tók við íslenska landsliðinu alls ekki fyrir löngu.
Heimsmeistaramótið í handbolta fer fram í Brasilíu í desember síðar á árinu og er þetta annað stórmótið í röð sem stelpurnar komast á. Hreint frábær árangur hjá þeim og íslenska kvennalandsliðið er svo sannarlega búið að stimpla sig inn í alþjóðlegan handbolta.
Mörk Íslands: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7, Hrafnhildur Skúladóttir 4, Karen Knútsdóttir 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1, Rakel Dögg Bragadóttir 1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1, Brynja Magnúsdóttir 1.
Upplýsingar um markaskor koma frá mbl.is
Stelpurnar okkar komust á HM í fyrsta sinn
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
Fleiri fréttir
