Lítil hætta á hlaupi 22. maí 2011 20:01 Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Aðgerðum viðbragðsaðila hjá almannavörnum er stýrt frá samhæfingarstöðinni í Reykjavík en einnig frá Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði. „Staðan er bara nokkuð góð miðað við aðstæður. Viðbragðsaðilar á svæðinu eru búnir að fara á þá þá bæi sem er hægt að komast og kanna ástand. Það virðist vera gott," segir Rögnvaldur Ólafsson, samhæfingarstöð almannavarna. Helsta áhyggjuefnið núna er öskufallið en staðan hafi í raun batnað frá því í morgun að sögn Rögnvaldar. „Það virðist vera hægt og rólega að draga úr óróanum," segir Rögnvaldur og bætir við að eldgos fylgi ekki fyrirfram ákveðinni kúrfu. Hann segir öskuna svipað hættulega og í Eyjafjallajökulsgosinu og brýnir fyrir fólki á gossvæðinu að halda sig innandyra eða vera með hlífðargleraugu og grímur ef það þarf nauðsynlega að vera utandyra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis í dag, að kallaður yrði saman auka ríkisstjórnarfundur í fyrramálið vegna eldgossins. Þar munu ráðherrar fara yfir stöðuna og samhæfa viðbrögð stjórnvalda. Einnig verða kallaðir til jarðvísindamenn og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra. Að mati Veðurstofunnar eru litlar líkur á hlaupi úr Grímsvötnum að svo stöddu. „Það er ekki mjög þykkur ís þarna svo það þarf ekki að bræða mikinn ís þannig að það eru ekki líkur á stóru hlaupi á næstunni," segir Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Allur ís sem bráðnar safnast saman í Grímsvötnum en lítið vatn er í þeim vegna hlaups sem varð síðasta haust. Vatnið sem safnast saman flýtir hins vegar fyrir næsta hlaupi þó ekki sé von á því á næstu dögum segir Gunnar. „Það sem við sjáum á mælunum okkar þar er vatnsborðið bara niður við þjóðveg í Núpsvötnum og Gígju. Vatnsborðið þar hefur ekkert hækkað en leiðni hefur aftur á móti hækkað í Núpsvötnum. Það er sennilega vegna öskufalls," segir Gunnar. Helstu fréttir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Aðgerðum viðbragðsaðila hjá almannavörnum er stýrt frá samhæfingarstöðinni í Reykjavík en einnig frá Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði. „Staðan er bara nokkuð góð miðað við aðstæður. Viðbragðsaðilar á svæðinu eru búnir að fara á þá þá bæi sem er hægt að komast og kanna ástand. Það virðist vera gott," segir Rögnvaldur Ólafsson, samhæfingarstöð almannavarna. Helsta áhyggjuefnið núna er öskufallið en staðan hafi í raun batnað frá því í morgun að sögn Rögnvaldar. „Það virðist vera hægt og rólega að draga úr óróanum," segir Rögnvaldur og bætir við að eldgos fylgi ekki fyrirfram ákveðinni kúrfu. Hann segir öskuna svipað hættulega og í Eyjafjallajökulsgosinu og brýnir fyrir fólki á gossvæðinu að halda sig innandyra eða vera með hlífðargleraugu og grímur ef það þarf nauðsynlega að vera utandyra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis í dag, að kallaður yrði saman auka ríkisstjórnarfundur í fyrramálið vegna eldgossins. Þar munu ráðherrar fara yfir stöðuna og samhæfa viðbrögð stjórnvalda. Einnig verða kallaðir til jarðvísindamenn og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra. Að mati Veðurstofunnar eru litlar líkur á hlaupi úr Grímsvötnum að svo stöddu. „Það er ekki mjög þykkur ís þarna svo það þarf ekki að bræða mikinn ís þannig að það eru ekki líkur á stóru hlaupi á næstunni," segir Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Allur ís sem bráðnar safnast saman í Grímsvötnum en lítið vatn er í þeim vegna hlaups sem varð síðasta haust. Vatnið sem safnast saman flýtir hins vegar fyrir næsta hlaupi þó ekki sé von á því á næstu dögum segir Gunnar. „Það sem við sjáum á mælunum okkar þar er vatnsborðið bara niður við þjóðveg í Núpsvötnum og Gígju. Vatnsborðið þar hefur ekkert hækkað en leiðni hefur aftur á móti hækkað í Núpsvötnum. Það er sennilega vegna öskufalls," segir Gunnar.
Helstu fréttir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira