Lítil hætta á hlaupi 22. maí 2011 20:01 Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Aðgerðum viðbragðsaðila hjá almannavörnum er stýrt frá samhæfingarstöðinni í Reykjavík en einnig frá Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði. „Staðan er bara nokkuð góð miðað við aðstæður. Viðbragðsaðilar á svæðinu eru búnir að fara á þá þá bæi sem er hægt að komast og kanna ástand. Það virðist vera gott," segir Rögnvaldur Ólafsson, samhæfingarstöð almannavarna. Helsta áhyggjuefnið núna er öskufallið en staðan hafi í raun batnað frá því í morgun að sögn Rögnvaldar. „Það virðist vera hægt og rólega að draga úr óróanum," segir Rögnvaldur og bætir við að eldgos fylgi ekki fyrirfram ákveðinni kúrfu. Hann segir öskuna svipað hættulega og í Eyjafjallajökulsgosinu og brýnir fyrir fólki á gossvæðinu að halda sig innandyra eða vera með hlífðargleraugu og grímur ef það þarf nauðsynlega að vera utandyra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis í dag, að kallaður yrði saman auka ríkisstjórnarfundur í fyrramálið vegna eldgossins. Þar munu ráðherrar fara yfir stöðuna og samhæfa viðbrögð stjórnvalda. Einnig verða kallaðir til jarðvísindamenn og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra. Að mati Veðurstofunnar eru litlar líkur á hlaupi úr Grímsvötnum að svo stöddu. „Það er ekki mjög þykkur ís þarna svo það þarf ekki að bræða mikinn ís þannig að það eru ekki líkur á stóru hlaupi á næstunni," segir Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Allur ís sem bráðnar safnast saman í Grímsvötnum en lítið vatn er í þeim vegna hlaups sem varð síðasta haust. Vatnið sem safnast saman flýtir hins vegar fyrir næsta hlaupi þó ekki sé von á því á næstu dögum segir Gunnar. „Það sem við sjáum á mælunum okkar þar er vatnsborðið bara niður við þjóðveg í Núpsvötnum og Gígju. Vatnsborðið þar hefur ekkert hækkað en leiðni hefur aftur á móti hækkað í Núpsvötnum. Það er sennilega vegna öskufalls," segir Gunnar. Helstu fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Aðgerðum viðbragðsaðila hjá almannavörnum er stýrt frá samhæfingarstöðinni í Reykjavík en einnig frá Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði. „Staðan er bara nokkuð góð miðað við aðstæður. Viðbragðsaðilar á svæðinu eru búnir að fara á þá þá bæi sem er hægt að komast og kanna ástand. Það virðist vera gott," segir Rögnvaldur Ólafsson, samhæfingarstöð almannavarna. Helsta áhyggjuefnið núna er öskufallið en staðan hafi í raun batnað frá því í morgun að sögn Rögnvaldar. „Það virðist vera hægt og rólega að draga úr óróanum," segir Rögnvaldur og bætir við að eldgos fylgi ekki fyrirfram ákveðinni kúrfu. Hann segir öskuna svipað hættulega og í Eyjafjallajökulsgosinu og brýnir fyrir fólki á gossvæðinu að halda sig innandyra eða vera með hlífðargleraugu og grímur ef það þarf nauðsynlega að vera utandyra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis í dag, að kallaður yrði saman auka ríkisstjórnarfundur í fyrramálið vegna eldgossins. Þar munu ráðherrar fara yfir stöðuna og samhæfa viðbrögð stjórnvalda. Einnig verða kallaðir til jarðvísindamenn og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra. Að mati Veðurstofunnar eru litlar líkur á hlaupi úr Grímsvötnum að svo stöddu. „Það er ekki mjög þykkur ís þarna svo það þarf ekki að bræða mikinn ís þannig að það eru ekki líkur á stóru hlaupi á næstunni," segir Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Allur ís sem bráðnar safnast saman í Grímsvötnum en lítið vatn er í þeim vegna hlaups sem varð síðasta haust. Vatnið sem safnast saman flýtir hins vegar fyrir næsta hlaupi þó ekki sé von á því á næstu dögum segir Gunnar. „Það sem við sjáum á mælunum okkar þar er vatnsborðið bara niður við þjóðveg í Núpsvötnum og Gígju. Vatnsborðið þar hefur ekkert hækkað en leiðni hefur aftur á móti hækkað í Núpsvötnum. Það er sennilega vegna öskufalls," segir Gunnar.
Helstu fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira