Lítil hætta á hlaupi 22. maí 2011 20:01 Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Aðgerðum viðbragðsaðila hjá almannavörnum er stýrt frá samhæfingarstöðinni í Reykjavík en einnig frá Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði. „Staðan er bara nokkuð góð miðað við aðstæður. Viðbragðsaðilar á svæðinu eru búnir að fara á þá þá bæi sem er hægt að komast og kanna ástand. Það virðist vera gott," segir Rögnvaldur Ólafsson, samhæfingarstöð almannavarna. Helsta áhyggjuefnið núna er öskufallið en staðan hafi í raun batnað frá því í morgun að sögn Rögnvaldar. „Það virðist vera hægt og rólega að draga úr óróanum," segir Rögnvaldur og bætir við að eldgos fylgi ekki fyrirfram ákveðinni kúrfu. Hann segir öskuna svipað hættulega og í Eyjafjallajökulsgosinu og brýnir fyrir fólki á gossvæðinu að halda sig innandyra eða vera með hlífðargleraugu og grímur ef það þarf nauðsynlega að vera utandyra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis í dag, að kallaður yrði saman auka ríkisstjórnarfundur í fyrramálið vegna eldgossins. Þar munu ráðherrar fara yfir stöðuna og samhæfa viðbrögð stjórnvalda. Einnig verða kallaðir til jarðvísindamenn og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra. Að mati Veðurstofunnar eru litlar líkur á hlaupi úr Grímsvötnum að svo stöddu. „Það er ekki mjög þykkur ís þarna svo það þarf ekki að bræða mikinn ís þannig að það eru ekki líkur á stóru hlaupi á næstunni," segir Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Allur ís sem bráðnar safnast saman í Grímsvötnum en lítið vatn er í þeim vegna hlaups sem varð síðasta haust. Vatnið sem safnast saman flýtir hins vegar fyrir næsta hlaupi þó ekki sé von á því á næstu dögum segir Gunnar. „Það sem við sjáum á mælunum okkar þar er vatnsborðið bara niður við þjóðveg í Núpsvötnum og Gígju. Vatnsborðið þar hefur ekkert hækkað en leiðni hefur aftur á móti hækkað í Núpsvötnum. Það er sennilega vegna öskufalls," segir Gunnar. Helstu fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Aðgerðum viðbragðsaðila hjá almannavörnum er stýrt frá samhæfingarstöðinni í Reykjavík en einnig frá Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði. „Staðan er bara nokkuð góð miðað við aðstæður. Viðbragðsaðilar á svæðinu eru búnir að fara á þá þá bæi sem er hægt að komast og kanna ástand. Það virðist vera gott," segir Rögnvaldur Ólafsson, samhæfingarstöð almannavarna. Helsta áhyggjuefnið núna er öskufallið en staðan hafi í raun batnað frá því í morgun að sögn Rögnvaldar. „Það virðist vera hægt og rólega að draga úr óróanum," segir Rögnvaldur og bætir við að eldgos fylgi ekki fyrirfram ákveðinni kúrfu. Hann segir öskuna svipað hættulega og í Eyjafjallajökulsgosinu og brýnir fyrir fólki á gossvæðinu að halda sig innandyra eða vera með hlífðargleraugu og grímur ef það þarf nauðsynlega að vera utandyra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis í dag, að kallaður yrði saman auka ríkisstjórnarfundur í fyrramálið vegna eldgossins. Þar munu ráðherrar fara yfir stöðuna og samhæfa viðbrögð stjórnvalda. Einnig verða kallaðir til jarðvísindamenn og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra. Að mati Veðurstofunnar eru litlar líkur á hlaupi úr Grímsvötnum að svo stöddu. „Það er ekki mjög þykkur ís þarna svo það þarf ekki að bræða mikinn ís þannig að það eru ekki líkur á stóru hlaupi á næstunni," segir Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Allur ís sem bráðnar safnast saman í Grímsvötnum en lítið vatn er í þeim vegna hlaups sem varð síðasta haust. Vatnið sem safnast saman flýtir hins vegar fyrir næsta hlaupi þó ekki sé von á því á næstu dögum segir Gunnar. „Það sem við sjáum á mælunum okkar þar er vatnsborðið bara niður við þjóðveg í Núpsvötnum og Gígju. Vatnsborðið þar hefur ekkert hækkað en leiðni hefur aftur á móti hækkað í Núpsvötnum. Það er sennilega vegna öskufalls," segir Gunnar.
Helstu fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira