Óupplýst börn í mestri áhættu Kolbrún Baldursdóttir skrifar 31. mars 2011 06:00 Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best uppfrætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað börnin okkar. Þó þarf að gæta þess að skapa ekki óþarfa kvíða og hræðslu í huga barnsins. Sum börn eru viðkvæmari en önnur. Skynji þau hræðslu hjá foreldrum fyllast þau ótta sem auðveldlega getur undið upp á sig og leitt til alvarlegrar vanlíðunar. Kynferðisafbrotamenn leynast víða. Þeir aka ekki einungis um á bílum og reyna að lokka til sín börn með því að lofa þeim sælgæti eða leikföngum heldur sækja einnig á aðra staði þar sem mörg börn koma saman. Þau börn sem ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu eru í mestri áhættu með að verða fórnarlömb kynferðisbrotamanna. Börn þurfa leiðbeiningu um þessa hegðun eins og aðra. Fræðsla um líkamann, einkastaðina getur byrjað um 5 ára aldur og á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu foreldra sem endurtekin er með reglulegu millibili. Yfirveguð umræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti einmitt að fara fram þegar engin sérstök ógn steðjar að. Skerpa á síðan á henni við sérstakar aðstæður eins og þær sem nýlega hefur verið greint frá. Þá er tilvalið að segja: svo manstu elskan mín það sem við höfum áður rætt um, aldrei upp í bíl hjá ókunnugum! Innihald þeirrar umræðunnar (fræðslu) sem á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu er sem dæmi: Kynna ákveðin hugtök fyrir barninu sem hægt er að nota sem grunn í umræðunni, t.d. hvað er átt við með hugtakinu einkastaðir. Allir einkastaðaleikir eru bannaðir. Enginn á að snerta einkastaði barnsins: Hvaða snerting er í lagi, viðeigandi og hvernig snerting er ekki í lagi, óviðeigandi, skaðleg og ólögleg? Ítreka við barnið, ef einhver vill gera eitthvað við þig sem þú vilt ekki og veist að ekki má þá bara flýta sér strax burt og segja frá. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að lesa og meta umhverfið, átta sig á hvaða aðstæður gætu verið ógnandi og hættulegar og hvenær á að forða sér í burtu. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að greina muninn á réttu og viðeigandi atferli og röngu og ósiðlegu atferli. Það skynjar og greinir hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka, þekkir birtingarmyndir óviðeigandi atferlis og veit hvað það á að gera lendi það í ógnandi aðstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Í tengslum við frétt af manni sem var að reyna að lokka börn upp í bíl hefur spunnist mikil umræða um hvernig foreldrar geti best uppfrætt börn sín um hættur af þessum toga. Þessari umræðu ber að fagna eins og allri umræðu um hvernig við getum frætt og verndað börnin okkar. Þó þarf að gæta þess að skapa ekki óþarfa kvíða og hræðslu í huga barnsins. Sum börn eru viðkvæmari en önnur. Skynji þau hræðslu hjá foreldrum fyllast þau ótta sem auðveldlega getur undið upp á sig og leitt til alvarlegrar vanlíðunar. Kynferðisafbrotamenn leynast víða. Þeir aka ekki einungis um á bílum og reyna að lokka til sín börn með því að lofa þeim sælgæti eða leikföngum heldur sækja einnig á aðra staði þar sem mörg börn koma saman. Þau börn sem ekki hafa fengið viðeigandi fræðslu eru í mestri áhættu með að verða fórnarlömb kynferðisbrotamanna. Börn þurfa leiðbeiningu um þessa hegðun eins og aðra. Fræðsla um líkamann, einkastaðina getur byrjað um 5 ára aldur og á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu foreldra sem endurtekin er með reglulegu millibili. Yfirveguð umræða, matreidd samkvæmt aldri og persónuleika barnsins ætti einmitt að fara fram þegar engin sérstök ógn steðjar að. Skerpa á síðan á henni við sérstakar aðstæður eins og þær sem nýlega hefur verið greint frá. Þá er tilvalið að segja: svo manstu elskan mín það sem við höfum áður rætt um, aldrei upp í bíl hjá ókunnugum! Innihald þeirrar umræðunnar (fræðslu) sem á að vera hluti af almennri forvarnarfræðslu er sem dæmi: Kynna ákveðin hugtök fyrir barninu sem hægt er að nota sem grunn í umræðunni, t.d. hvað er átt við með hugtakinu einkastaðir. Allir einkastaðaleikir eru bannaðir. Enginn á að snerta einkastaði barnsins: Hvaða snerting er í lagi, viðeigandi og hvernig snerting er ekki í lagi, óviðeigandi, skaðleg og ólögleg? Ítreka við barnið, ef einhver vill gera eitthvað við þig sem þú vilt ekki og veist að ekki má þá bara flýta sér strax burt og segja frá. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að lesa og meta umhverfið, átta sig á hvaða aðstæður gætu verið ógnandi og hættulegar og hvenær á að forða sér í burtu. Vel upplýst barn hefur aukna möguleika á að greina muninn á réttu og viðeigandi atferli og röngu og ósiðlegu atferli. Það skynjar og greinir hvers lags hegðun telst vera innan eðlilegra marka, þekkir birtingarmyndir óviðeigandi atferlis og veit hvað það á að gera lendi það í ógnandi aðstæðum.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun