IE-deildin: Ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð 17. mars 2011 12:15 „Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið," sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn. KR, sem endaði í 2. sæti deildarinnar tekur á móti Njarðvík sem náði að landa 7. sætinu eftir skelfilega byrjun á Íslandsmótinu. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. „Þetta einvígi gæti í raun verið úrslitaeinvígið – ég geri ráð fyrir alveg rosalegri keppni," sagði Svali m.a. í þættinum. „Pavel Ermolinskij er stórkostlegur leikmaður og Marcus Walker er eins manns hraðaupphlaup. KR þarf að vera með betri skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni," bætti hann við. Benedikt telur að fjarvera Fannars Ólafssonar gæti haft mikil áhrif á KR-liðið en Fannar braut þumalfingur hægri handar á dögunum en hann er byrjaður að æfa á ný með liðinu. „Fannar bindur þetta KR lið saman í varnarleiknum en hann verður ekkert lengi frá. Ég get eiginlega lofað því að hann verður mættur í þessa Njarðvíkurseríu," sagði Benedikt m.a. í þættinum. „Það er búið að vera mikið rót á Njarðvíkurliðinu, Nýir þjálfarar og margir nýir erlendir leikmenn. Þetta hefur verið að skila sér og þeir hafa unnið 6 af síðustu 8 leikjum. Ég hefði reyndar viljað sjá þá vinna KFÍ á útivelli um daginn til þess að sjá það að þeir væru komnir á gott flug. Það er ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð," sagði Benedikt. Sérfræðingarnir ræddu einnig um útlendingamálin við Guðjón Guðmundsson í þættinum og þar voru skiptar skoðanir um þróun mála í íslenskum körfubolta. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira
„Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið," sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn. KR, sem endaði í 2. sæti deildarinnar tekur á móti Njarðvík sem náði að landa 7. sætinu eftir skelfilega byrjun á Íslandsmótinu. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. „Þetta einvígi gæti í raun verið úrslitaeinvígið – ég geri ráð fyrir alveg rosalegri keppni," sagði Svali m.a. í þættinum. „Pavel Ermolinskij er stórkostlegur leikmaður og Marcus Walker er eins manns hraðaupphlaup. KR þarf að vera með betri skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni," bætti hann við. Benedikt telur að fjarvera Fannars Ólafssonar gæti haft mikil áhrif á KR-liðið en Fannar braut þumalfingur hægri handar á dögunum en hann er byrjaður að æfa á ný með liðinu. „Fannar bindur þetta KR lið saman í varnarleiknum en hann verður ekkert lengi frá. Ég get eiginlega lofað því að hann verður mættur í þessa Njarðvíkurseríu," sagði Benedikt m.a. í þættinum. „Það er búið að vera mikið rót á Njarðvíkurliðinu, Nýir þjálfarar og margir nýir erlendir leikmenn. Þetta hefur verið að skila sér og þeir hafa unnið 6 af síðustu 8 leikjum. Ég hefði reyndar viljað sjá þá vinna KFÍ á útivelli um daginn til þess að sjá það að þeir væru komnir á gott flug. Það er ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð," sagði Benedikt. Sérfræðingarnir ræddu einnig um útlendingamálin við Guðjón Guðmundsson í þættinum og þar voru skiptar skoðanir um þróun mála í íslenskum körfubolta.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Sjá meira
Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53