IE-deildin: Ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð 17. mars 2011 12:15 „Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið," sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn. KR, sem endaði í 2. sæti deildarinnar tekur á móti Njarðvík sem náði að landa 7. sætinu eftir skelfilega byrjun á Íslandsmótinu. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. „Þetta einvígi gæti í raun verið úrslitaeinvígið – ég geri ráð fyrir alveg rosalegri keppni," sagði Svali m.a. í þættinum. „Pavel Ermolinskij er stórkostlegur leikmaður og Marcus Walker er eins manns hraðaupphlaup. KR þarf að vera með betri skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni," bætti hann við. Benedikt telur að fjarvera Fannars Ólafssonar gæti haft mikil áhrif á KR-liðið en Fannar braut þumalfingur hægri handar á dögunum en hann er byrjaður að æfa á ný með liðinu. „Fannar bindur þetta KR lið saman í varnarleiknum en hann verður ekkert lengi frá. Ég get eiginlega lofað því að hann verður mættur í þessa Njarðvíkurseríu," sagði Benedikt m.a. í þættinum. „Það er búið að vera mikið rót á Njarðvíkurliðinu, Nýir þjálfarar og margir nýir erlendir leikmenn. Þetta hefur verið að skila sér og þeir hafa unnið 6 af síðustu 8 leikjum. Ég hefði reyndar viljað sjá þá vinna KFÍ á útivelli um daginn til þess að sjá það að þeir væru komnir á gott flug. Það er ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð," sagði Benedikt. Sérfræðingarnir ræddu einnig um útlendingamálin við Guðjón Guðmundsson í þættinum og þar voru skiptar skoðanir um þróun mála í íslenskum körfubolta. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Sjá meira
„Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið," sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn. KR, sem endaði í 2. sæti deildarinnar tekur á móti Njarðvík sem náði að landa 7. sætinu eftir skelfilega byrjun á Íslandsmótinu. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. „Þetta einvígi gæti í raun verið úrslitaeinvígið – ég geri ráð fyrir alveg rosalegri keppni," sagði Svali m.a. í þættinum. „Pavel Ermolinskij er stórkostlegur leikmaður og Marcus Walker er eins manns hraðaupphlaup. KR þarf að vera með betri skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni," bætti hann við. Benedikt telur að fjarvera Fannars Ólafssonar gæti haft mikil áhrif á KR-liðið en Fannar braut þumalfingur hægri handar á dögunum en hann er byrjaður að æfa á ný með liðinu. „Fannar bindur þetta KR lið saman í varnarleiknum en hann verður ekkert lengi frá. Ég get eiginlega lofað því að hann verður mættur í þessa Njarðvíkurseríu," sagði Benedikt m.a. í þættinum. „Það er búið að vera mikið rót á Njarðvíkurliðinu, Nýir þjálfarar og margir nýir erlendir leikmenn. Þetta hefur verið að skila sér og þeir hafa unnið 6 af síðustu 8 leikjum. Ég hefði reyndar viljað sjá þá vinna KFÍ á útivelli um daginn til þess að sjá það að þeir væru komnir á gott flug. Það er ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð," sagði Benedikt. Sérfræðingarnir ræddu einnig um útlendingamálin við Guðjón Guðmundsson í þættinum og þar voru skiptar skoðanir um þróun mála í íslenskum körfubolta.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Sjá meira
Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53