Ristilkrabbamein og forvarnir Teitur Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2011 11:30 Mánuðurinn mars var í fyrra tengdur við „mottuna" og var kallaður Mottumars. Þar var áherslan lögð á krabbamein karla og forvarnir gegn þeim. Það skapaðist frábær stemmning og voru sendar inn myndir af mottum einstaklinga og jafnvel heilu liðunum, enda keppni í gangi og Íslendingar mikið keppnisfólk. Krabbameinsfélagið og styrktaraðilar eiga lof skilið fyrir þá vitundarvakningu og nú verður leikurinn endurtekinn í næsta mánuði. Það er þó óneitanlega sérstakt að leggja þennan mánuð undir krabbamein karla, enda mjög víða erlendis skilgreindur sem mánuður ristilkrabbameins, vitundar, fræðslu og forvarna , gegn því mjög svo algenga meini beggja kynja. Við teljum rétt að umræðan um ristilkrabbamein verði hafin upp í þessum sama mánuði samanber erlendis, til viðbótar við áherslur á eingöngu krabbamein hjá körlum. Hérlendis er ristilkrabbamein í þriðja sæti yfir algengustu krabbamein hjá báðum kynjum og greinast á hverju ári um 140 einstaklingar samkvæmt tölum Krabbameinsskrár Íslands og fer vaxandi. Þá eru ekki síður sláandi tölur úr sama gagnagrunni, en 50 einstaklingar látast árlega sem gefur hugmynd um alvarleika sjúkdómsins. Það er því mikilvægt að vinna ötullega að fræðslu til einstaklinga um ristilkrabbamein og hvetja þá sem eru í skilgreindum áhættuhópum til skimunar samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landlæknisembættisins. Þannig mun á markvissan hátt reynt að fækka dauðsföllum og hafa áhrif á nýgengi ristilkrabbameins hérlendis, bæta lífsgæði einstaklinga og stuðla að sparnaði vegna meðferðar slíkra meina en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna á ári hverju. Mikilvægi þess að geta fækkað dauðsföllum af völdum krabbameina er öllum ljóst. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru í dag orsök mikils heilsutjóns og er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal Íslendinga. Stórar rannsóknir þar sem einstaklingum hefur verið fylgt eftir í nálægt tvo áratugi hafa sýnt að fækka má dauðsföllum af völdum þessarra krabbameina með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum. Skimun hefur nú þegar verið hafin í mörgum löndum í kringum okkur. Slík skimun er mjög mikilvæg af eftirtöldum ástæðum: 1. Um er að ræða sjúkdóm sem er algengur og veldur miklu heilsufarstjóni eða dauðsföllum. 2. Með skimun er hægt að greina sjúkdóminn á forstigum hans, meðan hann er enn læknanlegur. Skimunaraðgerðir eru ásættanlegar fyrir sjúklinginn og auðveldar í framkvæmd. 3. Sýnt er að meðferð sjúkdómsins sem greinist í kjölfar skimunar er árangursríkari en án skimunar. 4. Ávinningur skimunar vegur þyngra en mögulegur skaði og kostnaður vegna hennar. Það er til mikils að vinna og ljóst að allir verða að leggjast á eitt til þess að árangur verði sem bestur í því forvarnarstarfi sem okkur ber að sinna, samanber leiðbeiningar Landlæknisembættisins. Í mörg ár hefur verið barist fyrir því að koma á fót skipulegri skimun fyrir þessum sjúkdómi hérlendis, en því miður án árangurs. Fjárveitingar hafa verið af skornum skammti í þennan málaflokk og ekki hefur ástandið batnað í fjármálum ríkisins á undanförnum misserum. Heilsuvernd hefur því í samvinnu við Meltingarlækningadeild Landspítala í Hafnarfirði ákveðið að hefja leit að ristilkrabbameini hjá einstaklingum með því að skima fyrir blóði í hægðum með reglubundnum hætti. Þeim sem greinast jákvæðir við slíka skoðun verður vísað til skoðunar og mats á þörf fyrir ristilspeglun sem er talin nákvæmasta tæknin í dag til greiningar og meðferðar á forstigum sjúkdóma í ristli og endaþarmi. Einstaklingar munu geta nálgast heimagreiningarpróf í apóteki innan tíðar með ítarlegum leiðbeiningum um skipulag framkvæmdar og eftirfylgd með niðurstöðu. Þá skal þeim sem hafa tekið slíkt próf en reynst neikvæðir fyrir blóði fylgt eftir árlega með sama hætti. Rannsóknir hafa sýnt fram á lækkun dánartíðni af völdum ristilkrabbameins með slíku fyrirkomulagi. Aðgerð sem þessi beinist að öllum einstaklingum, körlum og konum, 50-75 ára sem teljast í meðal áhættu, þ.e. hafa enga sérstaka áhættuþættti og eru einkennalausir. Að öðru leyti er vísað í leiðbeiningar landlæknis varðandi sérstaka áhættuhópa á vefnum www.landlaeknir.is. Þá skal einnig vísað í fræðsluefni á vefnum www.doktor.is og á vef krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Heilsuverndar www.hv.is eða í gegnum netfangið hv@hv.is. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mánuðurinn mars var í fyrra tengdur við „mottuna" og var kallaður Mottumars. Þar var áherslan lögð á krabbamein karla og forvarnir gegn þeim. Það skapaðist frábær stemmning og voru sendar inn myndir af mottum einstaklinga og jafnvel heilu liðunum, enda keppni í gangi og Íslendingar mikið keppnisfólk. Krabbameinsfélagið og styrktaraðilar eiga lof skilið fyrir þá vitundarvakningu og nú verður leikurinn endurtekinn í næsta mánuði. Það er þó óneitanlega sérstakt að leggja þennan mánuð undir krabbamein karla, enda mjög víða erlendis skilgreindur sem mánuður ristilkrabbameins, vitundar, fræðslu og forvarna , gegn því mjög svo algenga meini beggja kynja. Við teljum rétt að umræðan um ristilkrabbamein verði hafin upp í þessum sama mánuði samanber erlendis, til viðbótar við áherslur á eingöngu krabbamein hjá körlum. Hérlendis er ristilkrabbamein í þriðja sæti yfir algengustu krabbamein hjá báðum kynjum og greinast á hverju ári um 140 einstaklingar samkvæmt tölum Krabbameinsskrár Íslands og fer vaxandi. Þá eru ekki síður sláandi tölur úr sama gagnagrunni, en 50 einstaklingar látast árlega sem gefur hugmynd um alvarleika sjúkdómsins. Það er því mikilvægt að vinna ötullega að fræðslu til einstaklinga um ristilkrabbamein og hvetja þá sem eru í skilgreindum áhættuhópum til skimunar samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landlæknisembættisins. Þannig mun á markvissan hátt reynt að fækka dauðsföllum og hafa áhrif á nýgengi ristilkrabbameins hérlendis, bæta lífsgæði einstaklinga og stuðla að sparnaði vegna meðferðar slíkra meina en kostnaður hleypur á hundruðum milljóna á ári hverju. Mikilvægi þess að geta fækkað dauðsföllum af völdum krabbameina er öllum ljóst. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru í dag orsök mikils heilsutjóns og er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal Íslendinga. Stórar rannsóknir þar sem einstaklingum hefur verið fylgt eftir í nálægt tvo áratugi hafa sýnt að fækka má dauðsföllum af völdum þessarra krabbameina með skimun þar sem leitað er að blóði í hægðum. Skimun hefur nú þegar verið hafin í mörgum löndum í kringum okkur. Slík skimun er mjög mikilvæg af eftirtöldum ástæðum: 1. Um er að ræða sjúkdóm sem er algengur og veldur miklu heilsufarstjóni eða dauðsföllum. 2. Með skimun er hægt að greina sjúkdóminn á forstigum hans, meðan hann er enn læknanlegur. Skimunaraðgerðir eru ásættanlegar fyrir sjúklinginn og auðveldar í framkvæmd. 3. Sýnt er að meðferð sjúkdómsins sem greinist í kjölfar skimunar er árangursríkari en án skimunar. 4. Ávinningur skimunar vegur þyngra en mögulegur skaði og kostnaður vegna hennar. Það er til mikils að vinna og ljóst að allir verða að leggjast á eitt til þess að árangur verði sem bestur í því forvarnarstarfi sem okkur ber að sinna, samanber leiðbeiningar Landlæknisembættisins. Í mörg ár hefur verið barist fyrir því að koma á fót skipulegri skimun fyrir þessum sjúkdómi hérlendis, en því miður án árangurs. Fjárveitingar hafa verið af skornum skammti í þennan málaflokk og ekki hefur ástandið batnað í fjármálum ríkisins á undanförnum misserum. Heilsuvernd hefur því í samvinnu við Meltingarlækningadeild Landspítala í Hafnarfirði ákveðið að hefja leit að ristilkrabbameini hjá einstaklingum með því að skima fyrir blóði í hægðum með reglubundnum hætti. Þeim sem greinast jákvæðir við slíka skoðun verður vísað til skoðunar og mats á þörf fyrir ristilspeglun sem er talin nákvæmasta tæknin í dag til greiningar og meðferðar á forstigum sjúkdóma í ristli og endaþarmi. Einstaklingar munu geta nálgast heimagreiningarpróf í apóteki innan tíðar með ítarlegum leiðbeiningum um skipulag framkvæmdar og eftirfylgd með niðurstöðu. Þá skal þeim sem hafa tekið slíkt próf en reynst neikvæðir fyrir blóði fylgt eftir árlega með sama hætti. Rannsóknir hafa sýnt fram á lækkun dánartíðni af völdum ristilkrabbameins með slíku fyrirkomulagi. Aðgerð sem þessi beinist að öllum einstaklingum, körlum og konum, 50-75 ára sem teljast í meðal áhættu, þ.e. hafa enga sérstaka áhættuþættti og eru einkennalausir. Að öðru leyti er vísað í leiðbeiningar landlæknis varðandi sérstaka áhættuhópa á vefnum www.landlaeknir.is. Þá skal einnig vísað í fræðsluefni á vefnum www.doktor.is og á vef krabbameinsfélagsins, www.krabb.is. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Heilsuverndar www.hv.is eða í gegnum netfangið hv@hv.is. Höfundur er læknir.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun