Fram varði bikarmeistaratitilinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2011 14:54 Mynd/Daníel Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot. Þær Stella Sigurðardóttir (8 mörk), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (5 mörk) og Karen Knútsdóttir (4 mörk) fóru fyrir sóknarleik Framara í leiknum og áttu stóran þátt í sigrinum með öflugri frammistöðu, eins og reyndar hjá fleirum í liði Fram. Það var þó fyrst og fremst vörn og markvarsla hjá Fram sem skóp þennan sigur í dag en annars öflugur sóknarleikur Vals var tekinn afar föstum tökum. Anett Köbli gerði sitt og nýtti þau sjö vítaköst sem hún tók en þó var áberandi hversu vel Frömurum gekk vel að halda skyttum Vals niðri í leiknum. Stella byrjaði af krafti fyrir Fram og skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins en liðin héldust þó í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins. Framarar fóru svo að síga fram úr með öflugum varnarleik sem sókn Vals réði ekkert við. Valur skoraði ekkert mark á næstu tíu mínútum og Fram komst fjórum mörkum yfir, 8-4. Þetta bil áttu Valsmenn aldrei eftir að brúa en staðan í hálfleik var 13-9, Fram í vil. Sóknarleikur Vals skánaði þó í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Ágætlega gekk að leysa inn á línu og leikmenn voru einnig duglegir að fiska víti með gegnumbrotum. Um miðbik hálfleiksins átti Valur þess kost að minnka muninn í eitt mark en Íris Björk lokaði markinu og Fram komst aftur í fjögurra marka forystu, 23-19. Síðustu mínúturnar voru þó spennuþrungnar en Framarar náðu að halda einbeitingunni í vörninni og komu í veg fyrir að áhlaup Vals næði að bera árangur. Stærsti munurinn á liðunum í dag var markvarslan og varnarleikurinn. Íris Björk fór mikinn en Valsmenn voru í miklum vandræðum með sína markvörslu. Greinilegt er að þeir sakna Berglindar Hansdóttur landsliðsmarkvarðar sárt en þær sem komu í hennar stað skortir einfaldlega reynslu af stórum leikjum eins og þessum. Pavla Nevarilova átti stórleik í vörn Framara og tók sóknarmenn Vals föstum tökum. Hún fiskaði einnig vítið á lokamínútu leisksins sem tryggði svo Fram endanlega sigurinn. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Fram - Valur. Íslenski handboltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira
Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot. Þær Stella Sigurðardóttir (8 mörk), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (5 mörk) og Karen Knútsdóttir (4 mörk) fóru fyrir sóknarleik Framara í leiknum og áttu stóran þátt í sigrinum með öflugri frammistöðu, eins og reyndar hjá fleirum í liði Fram. Það var þó fyrst og fremst vörn og markvarsla hjá Fram sem skóp þennan sigur í dag en annars öflugur sóknarleikur Vals var tekinn afar föstum tökum. Anett Köbli gerði sitt og nýtti þau sjö vítaköst sem hún tók en þó var áberandi hversu vel Frömurum gekk vel að halda skyttum Vals niðri í leiknum. Stella byrjaði af krafti fyrir Fram og skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins en liðin héldust þó í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins. Framarar fóru svo að síga fram úr með öflugum varnarleik sem sókn Vals réði ekkert við. Valur skoraði ekkert mark á næstu tíu mínútum og Fram komst fjórum mörkum yfir, 8-4. Þetta bil áttu Valsmenn aldrei eftir að brúa en staðan í hálfleik var 13-9, Fram í vil. Sóknarleikur Vals skánaði þó í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Ágætlega gekk að leysa inn á línu og leikmenn voru einnig duglegir að fiska víti með gegnumbrotum. Um miðbik hálfleiksins átti Valur þess kost að minnka muninn í eitt mark en Íris Björk lokaði markinu og Fram komst aftur í fjögurra marka forystu, 23-19. Síðustu mínúturnar voru þó spennuþrungnar en Framarar náðu að halda einbeitingunni í vörninni og komu í veg fyrir að áhlaup Vals næði að bera árangur. Stærsti munurinn á liðunum í dag var markvarslan og varnarleikurinn. Íris Björk fór mikinn en Valsmenn voru í miklum vandræðum með sína markvörslu. Greinilegt er að þeir sakna Berglindar Hansdóttur landsliðsmarkvarðar sárt en þær sem komu í hennar stað skortir einfaldlega reynslu af stórum leikjum eins og þessum. Pavla Nevarilova átti stórleik í vörn Framara og tók sóknarmenn Vals föstum tökum. Hún fiskaði einnig vítið á lokamínútu leisksins sem tryggði svo Fram endanlega sigurinn. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Fram - Valur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira