Fram varði bikarmeistaratitilinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2011 14:54 Mynd/Daníel Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot. Þær Stella Sigurðardóttir (8 mörk), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (5 mörk) og Karen Knútsdóttir (4 mörk) fóru fyrir sóknarleik Framara í leiknum og áttu stóran þátt í sigrinum með öflugri frammistöðu, eins og reyndar hjá fleirum í liði Fram. Það var þó fyrst og fremst vörn og markvarsla hjá Fram sem skóp þennan sigur í dag en annars öflugur sóknarleikur Vals var tekinn afar föstum tökum. Anett Köbli gerði sitt og nýtti þau sjö vítaköst sem hún tók en þó var áberandi hversu vel Frömurum gekk vel að halda skyttum Vals niðri í leiknum. Stella byrjaði af krafti fyrir Fram og skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins en liðin héldust þó í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins. Framarar fóru svo að síga fram úr með öflugum varnarleik sem sókn Vals réði ekkert við. Valur skoraði ekkert mark á næstu tíu mínútum og Fram komst fjórum mörkum yfir, 8-4. Þetta bil áttu Valsmenn aldrei eftir að brúa en staðan í hálfleik var 13-9, Fram í vil. Sóknarleikur Vals skánaði þó í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Ágætlega gekk að leysa inn á línu og leikmenn voru einnig duglegir að fiska víti með gegnumbrotum. Um miðbik hálfleiksins átti Valur þess kost að minnka muninn í eitt mark en Íris Björk lokaði markinu og Fram komst aftur í fjögurra marka forystu, 23-19. Síðustu mínúturnar voru þó spennuþrungnar en Framarar náðu að halda einbeitingunni í vörninni og komu í veg fyrir að áhlaup Vals næði að bera árangur. Stærsti munurinn á liðunum í dag var markvarslan og varnarleikurinn. Íris Björk fór mikinn en Valsmenn voru í miklum vandræðum með sína markvörslu. Greinilegt er að þeir sakna Berglindar Hansdóttur landsliðsmarkvarðar sárt en þær sem komu í hennar stað skortir einfaldlega reynslu af stórum leikjum eins og þessum. Pavla Nevarilova átti stórleik í vörn Framara og tók sóknarmenn Vals föstum tökum. Hún fiskaði einnig vítið á lokamínútu leisksins sem tryggði svo Fram endanlega sigurinn. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Fram - Valur. Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot. Þær Stella Sigurðardóttir (8 mörk), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (5 mörk) og Karen Knútsdóttir (4 mörk) fóru fyrir sóknarleik Framara í leiknum og áttu stóran þátt í sigrinum með öflugri frammistöðu, eins og reyndar hjá fleirum í liði Fram. Það var þó fyrst og fremst vörn og markvarsla hjá Fram sem skóp þennan sigur í dag en annars öflugur sóknarleikur Vals var tekinn afar föstum tökum. Anett Köbli gerði sitt og nýtti þau sjö vítaköst sem hún tók en þó var áberandi hversu vel Frömurum gekk vel að halda skyttum Vals niðri í leiknum. Stella byrjaði af krafti fyrir Fram og skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins en liðin héldust þó í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins. Framarar fóru svo að síga fram úr með öflugum varnarleik sem sókn Vals réði ekkert við. Valur skoraði ekkert mark á næstu tíu mínútum og Fram komst fjórum mörkum yfir, 8-4. Þetta bil áttu Valsmenn aldrei eftir að brúa en staðan í hálfleik var 13-9, Fram í vil. Sóknarleikur Vals skánaði þó í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Ágætlega gekk að leysa inn á línu og leikmenn voru einnig duglegir að fiska víti með gegnumbrotum. Um miðbik hálfleiksins átti Valur þess kost að minnka muninn í eitt mark en Íris Björk lokaði markinu og Fram komst aftur í fjögurra marka forystu, 23-19. Síðustu mínúturnar voru þó spennuþrungnar en Framarar náðu að halda einbeitingunni í vörninni og komu í veg fyrir að áhlaup Vals næði að bera árangur. Stærsti munurinn á liðunum í dag var markvarslan og varnarleikurinn. Íris Björk fór mikinn en Valsmenn voru í miklum vandræðum með sína markvörslu. Greinilegt er að þeir sakna Berglindar Hansdóttur landsliðsmarkvarðar sárt en þær sem komu í hennar stað skortir einfaldlega reynslu af stórum leikjum eins og þessum. Pavla Nevarilova átti stórleik í vörn Framara og tók sóknarmenn Vals föstum tökum. Hún fiskaði einnig vítið á lokamínútu leisksins sem tryggði svo Fram endanlega sigurinn. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Fram - Valur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira