Býr sig undir spennandi ár í breska tónlistarbransanum 28. desember 2010 10:00 „Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en The Vaccines var stofnuð í ár. Hljómsveitin hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aðeins sent frá sér eina smáskífu, Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)/Blow it Up, sem náði 157. sæti breska smáskífulistans (hægt er að horfa á flutning sveitarinnar á laginu í þætti Jools Holland hér fyrir ofan). Fyrirhuguð er útgáfa á laginu Post Break-Up Sex í janúar og fyrsta breiðskífan er væntanleg í mars. Árni segir gríðarlega vinnu fram undan. „Öll þessi athygli kemur gífurlega snemma og setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Við erum ekki lengur að stjórna því sem er að gerast og þurfum að setja í fimmta gír til að viðhalda athyglinni," segir Árni og bætir við að þrátt fyrir að fjölmiðlaathyglin sé jákvæð fylgi henni falskar væntingar. „Allt í einu þurfum við að standast væntingar annarra í staðinn fyrir að standast aðeins okkar eigin. Þetta er tvíeggjað sverð." Árni var liðtækur í tónlistarbransanum á Íslandi áður en hann flutti til Bretlands og lék meðal annars á bassa með hljómsveitunum Kimono og Future Future. Hann játar að gríðarlegur munur sé á bransanum hér heima og því sem hann er að upplifa erlendis, en The Vaccines er á mála hjá Columbia-útgáfurisanum. „Þetta er merkilegt. Breskur tónlistariðnaður er kallaður iðnaður af ástæðu - það eru hundruð manna sem vinna að einstökum verkefnum. Við gætum aldrei náð þessari athygli sem við höfum fengið ef það væri ekki fyrir hjálp frá ótrúlegasta fólki," segir hann. „Manni finnst að þetta eigi að gerast svo náttúrulega, en svo lítur maður bak við tjöldin og sér að það hefur aldrei gerst." Árið 2011 fer vel af stað hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljómsveitin er bókuð á tónleika þangað til í október, hún verður ein af hljómsveitunum á sérstakri NME-verðlaunatónleikaferð í febrúar og er tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin af sjónvarpsstöðinni MTV. Þrátt fyrir mikla athygli úr ýmsum áttum segir Árni þá félaga einbeita sér að því að halda sér á jörðinni og standast eigin væntingar. „Það er bara svolítið erfitt vegna þess að fólk kemur ekki endilega að sjá okkur vegna þess að það hefur heyrt góða hluti og langar að sjá hvort við séum góð hljómsveit - fólk er að spá í hvort við séum í besta hljómsveit í heimi eða ekki," segir Árni. „Það er erfitt fyrir unga hljómsveit að standast þær væntingar. En ef við ætlum að vera fastir í því þyrftum við sífellt að bregðast sjálfum okkur og það er ekki hægt að vinna þannig. Við verðum bara að gera okkar besta." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
„Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en The Vaccines var stofnuð í ár. Hljómsveitin hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aðeins sent frá sér eina smáskífu, Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)/Blow it Up, sem náði 157. sæti breska smáskífulistans (hægt er að horfa á flutning sveitarinnar á laginu í þætti Jools Holland hér fyrir ofan). Fyrirhuguð er útgáfa á laginu Post Break-Up Sex í janúar og fyrsta breiðskífan er væntanleg í mars. Árni segir gríðarlega vinnu fram undan. „Öll þessi athygli kemur gífurlega snemma og setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Við erum ekki lengur að stjórna því sem er að gerast og þurfum að setja í fimmta gír til að viðhalda athyglinni," segir Árni og bætir við að þrátt fyrir að fjölmiðlaathyglin sé jákvæð fylgi henni falskar væntingar. „Allt í einu þurfum við að standast væntingar annarra í staðinn fyrir að standast aðeins okkar eigin. Þetta er tvíeggjað sverð." Árni var liðtækur í tónlistarbransanum á Íslandi áður en hann flutti til Bretlands og lék meðal annars á bassa með hljómsveitunum Kimono og Future Future. Hann játar að gríðarlegur munur sé á bransanum hér heima og því sem hann er að upplifa erlendis, en The Vaccines er á mála hjá Columbia-útgáfurisanum. „Þetta er merkilegt. Breskur tónlistariðnaður er kallaður iðnaður af ástæðu - það eru hundruð manna sem vinna að einstökum verkefnum. Við gætum aldrei náð þessari athygli sem við höfum fengið ef það væri ekki fyrir hjálp frá ótrúlegasta fólki," segir hann. „Manni finnst að þetta eigi að gerast svo náttúrulega, en svo lítur maður bak við tjöldin og sér að það hefur aldrei gerst." Árið 2011 fer vel af stað hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljómsveitin er bókuð á tónleika þangað til í október, hún verður ein af hljómsveitunum á sérstakri NME-verðlaunatónleikaferð í febrúar og er tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin af sjónvarpsstöðinni MTV. Þrátt fyrir mikla athygli úr ýmsum áttum segir Árni þá félaga einbeita sér að því að halda sér á jörðinni og standast eigin væntingar. „Það er bara svolítið erfitt vegna þess að fólk kemur ekki endilega að sjá okkur vegna þess að það hefur heyrt góða hluti og langar að sjá hvort við séum góð hljómsveit - fólk er að spá í hvort við séum í besta hljómsveit í heimi eða ekki," segir Árni. „Það er erfitt fyrir unga hljómsveit að standast þær væntingar. En ef við ætlum að vera fastir í því þyrftum við sífellt að bregðast sjálfum okkur og það er ekki hægt að vinna þannig. Við verðum bara að gera okkar besta." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira