Gerir draumasamning við stórfyrirtækið Universal 19. október 2010 09:00 Allt annar leikur Baltasar Kormákur þarf nú að fást við jakkafataklædda karla þegar tökur hefjast á Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam. Hann flytur út á sunnudag og verður búsettur í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Fréttablaðið/Anton „Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina, ég flyt út á sunnudag og verð í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Vonandi geta konan og börnin komið og verið eitthvað með mér úti. Ég fæ smá jólafrí og klára þá síðustu tökurnar af Djúpinu," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Samningar eru í höfn við stórfyrirtækið Universal um að framleiða og dreifa Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam, í samvinnu við Working Title. Það er því nánast gulltryggt að myndinni verði dreift í tvö til þrjú þúsund kvikmyndahús þar vestra. Framleiðslukostnaður er áætlaður í kringum fjörutíu til fimmtíu milljónir dala, sem jafngildir rúmum fjórum milljörðum íslenskra króna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fara Mark Wahlberg og Kate Beckinsale með aðalhlutverkin í myndinni. Universal er eitt af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood og samningur þessi er sá stærsti sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur náð. Baltasar forsýndi á sunnudag Inhale í Háskólabíói, kvikmynd sem lengi hefur verið beðið eftir. Ólíkt mörgum öðrum myndum eftir leikstjórann hefur frumsýning myndarinnar farið óvenju hljótt en hún fer í almennar sýningar seinna í vikunni. „Ég ákvað bara að leyfa myndinni að tala fyrir sig sjálfa, ef fólk „fílar" hana þá kynnir hún sig sjálf, ef ekki þá hverfur hún bara smátt og smátt." Miðað við viðbrögð áhorfenda í stóra sal Háskólabíós voru flestir hrifnir. „Ég var afskaplega ánægður, myndin er búin að vera lengi á leiðinni og það var kannski búið að tala niður væntingarnar fyrir henni. Ég var sjálfur mjög stressaður því maður veit aldrei hvernig fólk tekur verkunum manns, maður ætti að vera kominn með þykkari skráp eftir allan þennan tíma." Baltasar kveðst hins vegar feginn að hafa gert Inhale, sem er í minni kantinum á amerískan mælikvarða, áður en hann tekur stökkið út í stóru hákarlalaugana. „Þarna fékk maður tækifæri til að fást við verkalýðsfélögin og öll þessi hliðarverkefni sem fylgja kvikmyndagerð þarna úti. Það hefði ekki verið sniðugt að gera strax stóra stúdíómynd blautur á bakvið eyrun." Nú þarf leikstjórinn til að mynda að fara á fund hjá tuttugu jakkafataklæddum körlum á stórri skrifstofu í höfuðstöðvum Universal og útskýra fyrir þeim hvernig hann ætli að gera myndina. Leikstjórinn virðist hafa veðjað á réttan hest hvað Wahlberg varðar, því stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafn skært, og fólk bíður spennt eftir endurkomu Kate Beckinsale. „Þetta virðist ætla að smella ansi vel og það eru fleiri nöfn að detta inn núna." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
„Það er komið endanlegt grænt ljós á myndina, ég flyt út á sunnudag og verð í New Orleans og Panama næsta hálfa árið. Vonandi geta konan og börnin komið og verið eitthvað með mér úti. Ég fæ smá jólafrí og klára þá síðustu tökurnar af Djúpinu," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Samningar eru í höfn við stórfyrirtækið Universal um að framleiða og dreifa Contraband, endurgerð Reykjavík-Rotterdam, í samvinnu við Working Title. Það er því nánast gulltryggt að myndinni verði dreift í tvö til þrjú þúsund kvikmyndahús þar vestra. Framleiðslukostnaður er áætlaður í kringum fjörutíu til fimmtíu milljónir dala, sem jafngildir rúmum fjórum milljörðum íslenskra króna. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fara Mark Wahlberg og Kate Beckinsale með aðalhlutverkin í myndinni. Universal er eitt af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood og samningur þessi er sá stærsti sem íslenskur kvikmyndaleikstjóri hefur náð. Baltasar forsýndi á sunnudag Inhale í Háskólabíói, kvikmynd sem lengi hefur verið beðið eftir. Ólíkt mörgum öðrum myndum eftir leikstjórann hefur frumsýning myndarinnar farið óvenju hljótt en hún fer í almennar sýningar seinna í vikunni. „Ég ákvað bara að leyfa myndinni að tala fyrir sig sjálfa, ef fólk „fílar" hana þá kynnir hún sig sjálf, ef ekki þá hverfur hún bara smátt og smátt." Miðað við viðbrögð áhorfenda í stóra sal Háskólabíós voru flestir hrifnir. „Ég var afskaplega ánægður, myndin er búin að vera lengi á leiðinni og það var kannski búið að tala niður væntingarnar fyrir henni. Ég var sjálfur mjög stressaður því maður veit aldrei hvernig fólk tekur verkunum manns, maður ætti að vera kominn með þykkari skráp eftir allan þennan tíma." Baltasar kveðst hins vegar feginn að hafa gert Inhale, sem er í minni kantinum á amerískan mælikvarða, áður en hann tekur stökkið út í stóru hákarlalaugana. „Þarna fékk maður tækifæri til að fást við verkalýðsfélögin og öll þessi hliðarverkefni sem fylgja kvikmyndagerð þarna úti. Það hefði ekki verið sniðugt að gera strax stóra stúdíómynd blautur á bakvið eyrun." Nú þarf leikstjórinn til að mynda að fara á fund hjá tuttugu jakkafataklæddum körlum á stórri skrifstofu í höfuðstöðvum Universal og útskýra fyrir þeim hvernig hann ætli að gera myndina. Leikstjórinn virðist hafa veðjað á réttan hest hvað Wahlberg varðar, því stjarna hans hefur sennilega aldrei skinið jafn skært, og fólk bíður spennt eftir endurkomu Kate Beckinsale. „Þetta virðist ætla að smella ansi vel og það eru fleiri nöfn að detta inn núna." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist