Ásgrímsmyndir voru fyrir American Express 15. september 2010 08:45 Dularfullar myndir Jóhann Páll Valdimarsson og Jón Rósant Þórarinsson með eftirprentanirnar sem fundust á lager Forlagsins. Fréttablaðið/Anton „Það hefur fullt af fólki sett sig í samband við okkur og ég held að sagan á bak við myndirnar sé orðin ljós,“ segir Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningarstýra Forlagsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fundust eftirprentanir af vatnslitaverkum Ásgríms Jónssonar á lager Forlagsins fyrir skömmu. Þær voru settar í sölu í gær og seldust eins og heitar lummur. Sagan á bak við eftirprentunina var nokkuð á reiki en einhverjir hölluðust að því að þetta væri runnið undan rifjum Ragnars í Smára á blómaskeiði Helgafells-útgáfunnar á meðan aðrir giskuðu á að þetta kynni að hafa verið gert fyrir heimssýninguna í Montreal 1967. „Þetta var gert að undirlagi Iceland Review og American Express og myndirnar voru notaðar til að kynna Ísland á áttunda áratugnum,“ segir Kristrún en Fréttablaðið ræddi í gær við Heimi Hannesson hæstaréttarlögmann sem var ritstjóri Iceland Review á þeim tíma ásamt Haraldi J. Hamar. Hann staðfesti þessa sögu. Eftirprentunin var gerð með góðfúslegu leyfi Ásgrímssafnsins, myndirnar voru teknar hér en prentaðar í fínni prentsmiðju í Chicago. Heimir Hannesson segist enn eiga filmurnar en kortafyrirtækið American Express sendi meðal annars umræddar eftirprentanir til allra korthafa í Ameríku og Kanada. Þá fengu ráðherrar í ríkisstjórn Íslands einnig að nota myndirnar til að gefa á ferðum sínum til útlanda, Ásgrímur var því hálfgerð Björk eða Sigur Rós þess tíma. „Og þetta skýrir kannski hvers vegna listfræðingar voru svona grunlausir um þessar myndir, það voru athafnamenn sem létu gera myndirnar og þær notaðar sem kynningarefni.“- fgg Lífið Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
„Það hefur fullt af fólki sett sig í samband við okkur og ég held að sagan á bak við myndirnar sé orðin ljós,“ segir Kristrún Heiða Hauksdóttir, kynningarstýra Forlagsins. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fundust eftirprentanir af vatnslitaverkum Ásgríms Jónssonar á lager Forlagsins fyrir skömmu. Þær voru settar í sölu í gær og seldust eins og heitar lummur. Sagan á bak við eftirprentunina var nokkuð á reiki en einhverjir hölluðust að því að þetta væri runnið undan rifjum Ragnars í Smára á blómaskeiði Helgafells-útgáfunnar á meðan aðrir giskuðu á að þetta kynni að hafa verið gert fyrir heimssýninguna í Montreal 1967. „Þetta var gert að undirlagi Iceland Review og American Express og myndirnar voru notaðar til að kynna Ísland á áttunda áratugnum,“ segir Kristrún en Fréttablaðið ræddi í gær við Heimi Hannesson hæstaréttarlögmann sem var ritstjóri Iceland Review á þeim tíma ásamt Haraldi J. Hamar. Hann staðfesti þessa sögu. Eftirprentunin var gerð með góðfúslegu leyfi Ásgrímssafnsins, myndirnar voru teknar hér en prentaðar í fínni prentsmiðju í Chicago. Heimir Hannesson segist enn eiga filmurnar en kortafyrirtækið American Express sendi meðal annars umræddar eftirprentanir til allra korthafa í Ameríku og Kanada. Þá fengu ráðherrar í ríkisstjórn Íslands einnig að nota myndirnar til að gefa á ferðum sínum til útlanda, Ásgrímur var því hálfgerð Björk eða Sigur Rós þess tíma. „Og þetta skýrir kannski hvers vegna listfræðingar voru svona grunlausir um þessar myndir, það voru athafnamenn sem létu gera myndirnar og þær notaðar sem kynningarefni.“- fgg
Lífið Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira