Ágúst: Kemur ekki á óvart Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2010 21:58 Mynd/Daníel Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. „Hamar þurfti að bíða lengi efti fyrsta sigrinum í Keflavík en við erum nú búnar að vinna þrjá leiki af síðustu fjórum hér," sagði Ágúst eftir sigurinn í kvöld. „Leikurinn í kvöld byrjaði nokkuð jafnt," sagði hann um leikinn. „Þær náðu svo að stinga okkur af og við vorum engan veginn að spila nógu vel. Það var nokkur deyfð yfir mínu liði. Við vorum að hitta illa og frákasta illa. Í rauninni gekk lítið upp en það sem hjálpaði okkur var að stigaskorið var ekki mikið í fyrri hálfleik." „Fjórði leikhlutinn var svo algerlega okkar eign og við spiluðum virkilega vel í honum." „Við ræddum um það fyrir fjórða leikhluta að við höfðum engu að tapa. Við vorum ekki búnar að spila vel og fórum því í hann af fullum krafti og sjá hvað það myndi gefa okkur," sagði Ágúst. Bandaríkjamaðurinn Jaleesa Butler fór fyrir Hamarsliðinu á þessum góða leikkafla. „Hún var engan veginn í takti við leikinn í fyrri hálfleik og var með afleita skotnýtingu. Það gekk í raun ekkert upp hjá henni." „En það var svo allt annað að sjá til hennar í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta þegar hún fór hreinlega hamförum." Hamar er nú ósigrað eftir fyrstu sjö leikina á tímabilinu en það kemur Ágústi ekki á óvart. „Við vorum fjórum stigum frá titlinum á síðasta tímabili og það hafa vissulega verið breytingar í hópnum en sú reynsla mun reynast okkur dýrmæt nú. Liðið er alls ekki síðra en í fyrra og því tel ég að gott gengi okkar ætti ekki að koma á óvart." „Keflavík er með gott lið og er vant því að vinna. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er bara einn leikur og baráttan um Íslandsmeistaratitilinn réðst ekki í dag. En við erum á toppnum eins og er og ég er ánægður með það." Dominos-deild kvenna Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. „Hamar þurfti að bíða lengi efti fyrsta sigrinum í Keflavík en við erum nú búnar að vinna þrjá leiki af síðustu fjórum hér," sagði Ágúst eftir sigurinn í kvöld. „Leikurinn í kvöld byrjaði nokkuð jafnt," sagði hann um leikinn. „Þær náðu svo að stinga okkur af og við vorum engan veginn að spila nógu vel. Það var nokkur deyfð yfir mínu liði. Við vorum að hitta illa og frákasta illa. Í rauninni gekk lítið upp en það sem hjálpaði okkur var að stigaskorið var ekki mikið í fyrri hálfleik." „Fjórði leikhlutinn var svo algerlega okkar eign og við spiluðum virkilega vel í honum." „Við ræddum um það fyrir fjórða leikhluta að við höfðum engu að tapa. Við vorum ekki búnar að spila vel og fórum því í hann af fullum krafti og sjá hvað það myndi gefa okkur," sagði Ágúst. Bandaríkjamaðurinn Jaleesa Butler fór fyrir Hamarsliðinu á þessum góða leikkafla. „Hún var engan veginn í takti við leikinn í fyrri hálfleik og var með afleita skotnýtingu. Það gekk í raun ekkert upp hjá henni." „En það var svo allt annað að sjá til hennar í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta þegar hún fór hreinlega hamförum." Hamar er nú ósigrað eftir fyrstu sjö leikina á tímabilinu en það kemur Ágústi ekki á óvart. „Við vorum fjórum stigum frá titlinum á síðasta tímabili og það hafa vissulega verið breytingar í hópnum en sú reynsla mun reynast okkur dýrmæt nú. Liðið er alls ekki síðra en í fyrra og því tel ég að gott gengi okkar ætti ekki að koma á óvart." „Keflavík er með gott lið og er vant því að vinna. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er bara einn leikur og baráttan um Íslandsmeistaratitilinn réðst ekki í dag. En við erum á toppnum eins og er og ég er ánægður með það."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira