Tímaritið OK! hefur boðið leikkonunni Lindsay Lohan eina milljón bandaríkjadala sé hún tilbúin til að veita þeim réttinn á fyrsta viðtalinu eftir fangelsisvist hennar.
Fyrsta viðtalið gæti einnig birst fyrr en áætlað var því búist er við því að Lohan ljúki áfengismeðferð sinni á skemmri tíma en upphaflega stóð til. Einu verkefni Lohan um þessar mundir eru tvær óháðar kvikmyndir sem munu ekki skila miklu inn á bankareikning leikkonunnar, því er talið að hún muni reyna að fá eins mikla peninga og auðið er fyrir viðtöl og annað slíkt.