Amy Winehouse er komin með nýjan mann, framleiðandann Reg Traviss, og er Winehouse svo ástfangin að hún ætlar að hætta að drekka. Hún drakk ótæpilega í síðustu viku og fór það illa í Traviss.
„Þegar Amy er edrú semur þeim mjög vel, en öðru máli gegnir þegar hún er drukkin. Reg hefur beðið hana um að hætta að drekka, annars muni hann slíta sambandinu," var haft eftir ónefndum heimildarmanni.