Að sýna ekki öll spilin Andrés Pétursson skrifar 26. ágúst 2010 06:30 Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af einhverju tagi en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi. Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB . Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni . Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum sem miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi. Það er skemmtileg tilviljun að í sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serdar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni. Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra að lesa þessa grein Semu Erlu. Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður. Ef það væri raunin þá myndi Evrópusambandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og segja. ,,Þetta er það sem við bjóðum upp á, ,,take it or leave it"! Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni. Malta fékk til dæmis yfir sjötíu aðlögunarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sérákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lifi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evrópusambandið getur því ekki einhliða gengið gegn rétti einstakra ríkja. Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðarhagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóðarinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusambandið eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af einhverju tagi en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi. Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB . Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni . Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum sem miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi. Það er skemmtileg tilviljun að í sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serdar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni. Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra að lesa þessa grein Semu Erlu. Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður. Ef það væri raunin þá myndi Evrópusambandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og segja. ,,Þetta er það sem við bjóðum upp á, ,,take it or leave it"! Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni. Malta fékk til dæmis yfir sjötíu aðlögunarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sérákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lifi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evrópusambandið getur því ekki einhliða gengið gegn rétti einstakra ríkja. Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðarhagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóðarinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusambandið eður ei.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun