Að sýna ekki öll spilin Andrés Pétursson skrifar 26. ágúst 2010 06:30 Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af einhverju tagi en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi. Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB . Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni . Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum sem miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi. Það er skemmtileg tilviljun að í sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serdar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni. Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra að lesa þessa grein Semu Erlu. Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður. Ef það væri raunin þá myndi Evrópusambandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og segja. ,,Þetta er það sem við bjóðum upp á, ,,take it or leave it"! Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni. Malta fékk til dæmis yfir sjötíu aðlögunarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sérákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lifi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evrópusambandið getur því ekki einhliða gengið gegn rétti einstakra ríkja. Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðarhagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóðarinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusambandið eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af einhverju tagi en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi. Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB . Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni . Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum sem miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi. Það er skemmtileg tilviljun að í sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serdar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni. Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra að lesa þessa grein Semu Erlu. Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður. Ef það væri raunin þá myndi Evrópusambandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og segja. ,,Þetta er það sem við bjóðum upp á, ,,take it or leave it"! Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni. Malta fékk til dæmis yfir sjötíu aðlögunarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sérákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lifi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evrópusambandið getur því ekki einhliða gengið gegn rétti einstakra ríkja. Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðarhagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóðarinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusambandið eður ei.
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar