Tveir leikir fara fram í undanúrslitum Iceland Express-deildar kvenna í kvöld. KR tekur á móti Haukum og getur með sigri komist í úrslitaeinvígi deildarinnar.
KR vann fyrstu tvo leiki liðanna. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00.
Klukkan 19 hefst leikur Hamars og Keflavíkur í Hveragerði en staðan í einvíginu er 1-1. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitin.