Skoski leikarinn Ewan McGregor hefur ákveðið að fara með aðalhlutverkið í nýrri mynd um Don Kíkóta. Leikstjóri verður Terry Gilliam. Johnny Depp ætlaði upphaflega að leika í myndinni en hætti við fyrr á þessu ári og ætlar þess í stað að leika í fjórðu Pirates of the Caribbean-myndinni.
„Ewan hefur bætt sig mikið á undanförnum árum. Hann hefur gott skopskyn og er yndislegur leikari. Hann er skemmtilega strákslegur og getur verið mjög heillandi," sagði Gilliam um McGregor.