Umhverfisspjöll á heimsmælikvarða? Tryggvi Felixson skrifar 24. september 2010 06:00 Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). Vegastæðið liggur yfir eitt ríkasta vatnsból landsins sem hætta er á að spillist af framkvæmdum og umferð. Vegurinn mun óhjákvæmilega kalla á frekari gegnumumferð um Þjóðgarðinn á Þingvöllum og auka loftmengun og spilla friðsæld. Sýnt hefur verið fram á að aukin niturmengun vegna viðbótar gegnumumferðar getur hugsanlega spillt lífríkinu í vatninu vegna ofauðgunar á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Þegar allt er reiknað virðist þessi áformaða vegabót aðeins stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Laugarvatns um fáeinar mínútur. Á þetta var allt bent. Vegagerðin hafði fjölmargar vel rökstuddar ábendingar opinberra stofnana, samtaka, sérfræðinga og einstaklinga um framangreind efni að engu. Vanda þarf til vegagerðar á Íslandi og vegastæði ber að velja þannig að vegur valdi ekki óásættanlegu tjóni á umhverfi okkar og náttúru. Vegagerð af því tagi sem nú liggur fyrir við Þingvallavatn brýtur í bága við almenn og viðurkennd náttúruverndarviðmið. Hún er heldur ekki í samræmi við ýmsa alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Hún er líklega einnig í andstöðu við vilja þjóðarinnar, ef marka má opna skoðanakönnun sem gerð var. Hér tókust á staðbundnir skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir heildarinnar. Skammtímahagsmunir urðu ofan á, eins og svo oft hjá okkur Íslendingum. Þegar mæta á óskum íbúa um greiða og hraðfara leið til höfuðborgarinnar má ekki spilla verðmætri náttúru landsins nema mjög brýnir hagsmunir séu í húfi. Mikil náttúruverðmæti búa í óspilltu landi. Við þennan helgasta stað þjóðarinnar og aðstæður sem eru áþekkar, á náttúran að njóta vafans. Sýnt var fram á í umfjöllun um málið að það mátti bæta núverandi akveg frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmskarði) eða Laugarvatnshelli (gamla Kóngsveginn) sem ferðamannaveg um áhugaverða skoðunarstaði og með tilkomumikið útsýni yfir Þingvallavatn. Jafnframt mátti gera hann að heilsársvegi, að vísu með lægri hámarkshraða en 90 km á klukkustund. En slíkan veg taldi Vegagerðin ekki standast „kröfur samtímans“. Því létu stjónvöld vel rökstuddar kröfur um að vernda einstæða náttúru landsins fyrir komandi kynslóðir víkja. Breiður vegur liggur nú yfir áður óraskað land, vegur sem veldur óafturkræfum spjöllum og sorg hjá þeim sem unna íslenskri náttúru. Ósk mín er nú sú að draga megi lærdóm af þessu máli við vegagerð í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). Vegastæðið liggur yfir eitt ríkasta vatnsból landsins sem hætta er á að spillist af framkvæmdum og umferð. Vegurinn mun óhjákvæmilega kalla á frekari gegnumumferð um Þjóðgarðinn á Þingvöllum og auka loftmengun og spilla friðsæld. Sýnt hefur verið fram á að aukin niturmengun vegna viðbótar gegnumumferðar getur hugsanlega spillt lífríkinu í vatninu vegna ofauðgunar á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Þegar allt er reiknað virðist þessi áformaða vegabót aðeins stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Laugarvatns um fáeinar mínútur. Á þetta var allt bent. Vegagerðin hafði fjölmargar vel rökstuddar ábendingar opinberra stofnana, samtaka, sérfræðinga og einstaklinga um framangreind efni að engu. Vanda þarf til vegagerðar á Íslandi og vegastæði ber að velja þannig að vegur valdi ekki óásættanlegu tjóni á umhverfi okkar og náttúru. Vegagerð af því tagi sem nú liggur fyrir við Þingvallavatn brýtur í bága við almenn og viðurkennd náttúruverndarviðmið. Hún er heldur ekki í samræmi við ýmsa alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Hún er líklega einnig í andstöðu við vilja þjóðarinnar, ef marka má opna skoðanakönnun sem gerð var. Hér tókust á staðbundnir skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir heildarinnar. Skammtímahagsmunir urðu ofan á, eins og svo oft hjá okkur Íslendingum. Þegar mæta á óskum íbúa um greiða og hraðfara leið til höfuðborgarinnar má ekki spilla verðmætri náttúru landsins nema mjög brýnir hagsmunir séu í húfi. Mikil náttúruverðmæti búa í óspilltu landi. Við þennan helgasta stað þjóðarinnar og aðstæður sem eru áþekkar, á náttúran að njóta vafans. Sýnt var fram á í umfjöllun um málið að það mátti bæta núverandi akveg frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmskarði) eða Laugarvatnshelli (gamla Kóngsveginn) sem ferðamannaveg um áhugaverða skoðunarstaði og með tilkomumikið útsýni yfir Þingvallavatn. Jafnframt mátti gera hann að heilsársvegi, að vísu með lægri hámarkshraða en 90 km á klukkustund. En slíkan veg taldi Vegagerðin ekki standast „kröfur samtímans“. Því létu stjónvöld vel rökstuddar kröfur um að vernda einstæða náttúru landsins fyrir komandi kynslóðir víkja. Breiður vegur liggur nú yfir áður óraskað land, vegur sem veldur óafturkræfum spjöllum og sorg hjá þeim sem unna íslenskri náttúru. Ósk mín er nú sú að draga megi lærdóm af þessu máli við vegagerð í framtíðinni.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun