Þingmannanefndin féll á prófinu Helga Vala Helgadóttir skrifar 13. september 2010 06:00 Þingmannanefnd Alþingis kolféll á prófinu. Nefndin er þríklofin. Klofningurinn fer algjörlega í einu og öllu eftir flokkspólitískum línum. Vinstri græn, Framsókn og Hreyfing vilja draga fjóra fyrrum ráðherra fyrir Landsdóminn. Báðir þingmenn Samfylkingar vilja undanskilja fyrrum bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson og þriðji klofningurinn, sem inniheldur báða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, komst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að engan fyrrum ráðherra skuli sækja til saka. Það er einstaklega ótrúverðugt hvernig nefndarliðar skiptast í lið eftir því hvort þeirra flokkur sat í ríkisstjórn við fall bankanna. Nefndin talar einum rómi þegar kemur að gagnrýni á stjórnsýsluna og eftirlitsstofnanir. Þegar nefndin þarf hins vegar að taka á þeim málum sem snerta flokkana sjálfa splundrast samstaðan og flokkspólitíkin ræður öllu. Hefði skoðun framsóknarþingmanna í nefndinni verið önnur ef hægt væri að ákæra þá ráðherra Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna? Hefði skoðun sjálfstæðisþingkvenna verið önnur ef um væri að ræða ákærur á ráðherra núverandi ríkisstjórnar? Fram hefur komið að ekki náðist samstaða í nefndinni um hvort rannsaka þyrfti einkavæðingu bankanna sérstaklega og þar voru það einmitt þingmenn þessara tveggja einkavæðingarflokka sem voru því andsnúnir. Með þessum flokkspólitíska klofningi þingmannanefndarinnar kemur manni fyrir sjónir Alþingi sem hefur ekkert breyst. Hagsmunir flokkanna og sérhagsmunir ráða þar enn ríkjum rétt eins og var fyrir hrun. Þingmannanefnd Alþingis tók undir þann áfellisdóm yfir stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum sem lesa má í rannsóknarskýrslu Alþingis. Var nefndin sammála um að ýmislegt hefði farið úrskeiðis í aðdraganda bankahrunsins. En Alþingi er ein þessara eftirlitsstofnana sem hafa brugðist stórkostlega og bregst enn. Þingmenn virðast ekki hafa ráðið við þetta verkefni. Með flokksgleraugun á nefinu verður niðurstaðan eins og hún hefur nú birst okkur og traust almennings á störfum Alþingis minnkar í samræmi við getuleysi þingmannanna. Það æpir á mann að sú aðferð, að þingmenn taki ákvarðanir um ákærur á hendur ráðherrum, er kolröng. Margir gagnrýndu þetta fyrirfram en svona eru lögin. Þeim þarf augljóslega að breyta, en gert er gert, niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Nú þarf Alþingi að ákveða framhaldið. Hvort það verða þingmenn flokkanna eða þingmenn þjóðarinnar sem greiða atkvæði um þingsályktunartillögurnar á eftir að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmannanefnd Alþingis kolféll á prófinu. Nefndin er þríklofin. Klofningurinn fer algjörlega í einu og öllu eftir flokkspólitískum línum. Vinstri græn, Framsókn og Hreyfing vilja draga fjóra fyrrum ráðherra fyrir Landsdóminn. Báðir þingmenn Samfylkingar vilja undanskilja fyrrum bankamálaráðherrann, Björgvin G. Sigurðsson og þriðji klofningurinn, sem inniheldur báða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, komst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að engan fyrrum ráðherra skuli sækja til saka. Það er einstaklega ótrúverðugt hvernig nefndarliðar skiptast í lið eftir því hvort þeirra flokkur sat í ríkisstjórn við fall bankanna. Nefndin talar einum rómi þegar kemur að gagnrýni á stjórnsýsluna og eftirlitsstofnanir. Þegar nefndin þarf hins vegar að taka á þeim málum sem snerta flokkana sjálfa splundrast samstaðan og flokkspólitíkin ræður öllu. Hefði skoðun framsóknarþingmanna í nefndinni verið önnur ef hægt væri að ákæra þá ráðherra Framsóknarflokksins sem báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna? Hefði skoðun sjálfstæðisþingkvenna verið önnur ef um væri að ræða ákærur á ráðherra núverandi ríkisstjórnar? Fram hefur komið að ekki náðist samstaða í nefndinni um hvort rannsaka þyrfti einkavæðingu bankanna sérstaklega og þar voru það einmitt þingmenn þessara tveggja einkavæðingarflokka sem voru því andsnúnir. Með þessum flokkspólitíska klofningi þingmannanefndarinnar kemur manni fyrir sjónir Alþingi sem hefur ekkert breyst. Hagsmunir flokkanna og sérhagsmunir ráða þar enn ríkjum rétt eins og var fyrir hrun. Þingmannanefnd Alþingis tók undir þann áfellisdóm yfir stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum sem lesa má í rannsóknarskýrslu Alþingis. Var nefndin sammála um að ýmislegt hefði farið úrskeiðis í aðdraganda bankahrunsins. En Alþingi er ein þessara eftirlitsstofnana sem hafa brugðist stórkostlega og bregst enn. Þingmenn virðast ekki hafa ráðið við þetta verkefni. Með flokksgleraugun á nefinu verður niðurstaðan eins og hún hefur nú birst okkur og traust almennings á störfum Alþingis minnkar í samræmi við getuleysi þingmannanna. Það æpir á mann að sú aðferð, að þingmenn taki ákvarðanir um ákærur á hendur ráðherrum, er kolröng. Margir gagnrýndu þetta fyrirfram en svona eru lögin. Þeim þarf augljóslega að breyta, en gert er gert, niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Nú þarf Alþingi að ákveða framhaldið. Hvort það verða þingmenn flokkanna eða þingmenn þjóðarinnar sem greiða atkvæði um þingsályktunartillögurnar á eftir að koma í ljós.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun