Baywatch-stjarnan fyrrverandi, Pamela Anderson, segir að Barack Obama Bandaríkjaforseti sé ótrúlega kynæsandi. Hin 42 ára Pamela tekur þessa dagana þátt í raunveruleikaþættinum Dancing With The Stars. Hún segir Obama kjörinn dansfélaga fyrir sig.
„Ég hreinlega elska hann. Hann er ótrúlega kynæsandi. Allt sem hann gerir er tær snilld," sagði Pamela. „Hann er uppáhaldsstjórnmálamaðurinn minn. Það gengur mikið á í heiminum og mér finnst hann halda mjög vel á spöðunum."