Skelfilegt að tapa fyrir EFTA-dómstól Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 18:34 Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld undirbúa svar til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna þess álits stofnunarinnar að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnistæðum upp á um 21 þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans. En ESA hefur margsinnis gefið stjórnvöldum frest til að svara og nú síðast til septembermánaðar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir svarið verða kynnt í utanríkismálanefnd áður en það verði sent ESA. „Samhliða er verið að vinna í Icesave-málinu . Ef þar yrði einhver sú framþróun sem breytti stöðu málsins, myndum við láta ESA vita af því. Þeir gefa skýrt til kynna í sínu bréfi að náist lausn í Icesave-málinu myndu þeir láta það niður falla hjá sér," segir Steingrímur. Best væri að ná samningum um Icesave og vonandi kæmust viðræður á skrið í byrjun september. En ef ekkert samkomulag um Icesave væri í burðarliðnum og ESA sættir sig ekki við svör íslenskra stjórnvalda, fer málið fyrir EFTA dómstólinn. „Það er alla vega skelfilegt ef við koltöpuðum málinu, fengjum á okkur dæmt samningsbrot. Öll skuldin væri þá gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. Það væri ekki góð staða sem þá kæmi upp," segir fjármálaráðherra. Michael Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins sagði norskum fjölmiðli að venjulega bæru ríki sambandsins ekki ábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóða. En Íslendingar hefðu ekki innleitt tiklskipun sambandsins í þeim efnum rétt. Fjármálaráðherra segist bíða skýringa hans á þessum ummælum. „Og viljum að Evrópusambandið útskýri þá fyrir okkur í hverju það er fólgið. Og gjarnan bera það þá saman við hvernig önnur ríki hafa innleitt tilskipunina hjá sér. Því okkur grunar nú að víðar hafi fjármögnun þessara tryggingakerfa ekki verið alveg fullkomin," segir Steingrímur. Stjórnvöld kannist ekki við að athugasemdir frá Evrópusambandinu í þessum efnum. Hvorki við upphaflegu innleiðinguna né framkvæmdina eftir það. Skroll-Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld undirbúa svar til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna þess álits stofnunarinnar að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnistæðum upp á um 21 þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans. En ESA hefur margsinnis gefið stjórnvöldum frest til að svara og nú síðast til septembermánaðar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir svarið verða kynnt í utanríkismálanefnd áður en það verði sent ESA. „Samhliða er verið að vinna í Icesave-málinu . Ef þar yrði einhver sú framþróun sem breytti stöðu málsins, myndum við láta ESA vita af því. Þeir gefa skýrt til kynna í sínu bréfi að náist lausn í Icesave-málinu myndu þeir láta það niður falla hjá sér," segir Steingrímur. Best væri að ná samningum um Icesave og vonandi kæmust viðræður á skrið í byrjun september. En ef ekkert samkomulag um Icesave væri í burðarliðnum og ESA sættir sig ekki við svör íslenskra stjórnvalda, fer málið fyrir EFTA dómstólinn. „Það er alla vega skelfilegt ef við koltöpuðum málinu, fengjum á okkur dæmt samningsbrot. Öll skuldin væri þá gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. Það væri ekki góð staða sem þá kæmi upp," segir fjármálaráðherra. Michael Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins sagði norskum fjölmiðli að venjulega bæru ríki sambandsins ekki ábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóða. En Íslendingar hefðu ekki innleitt tiklskipun sambandsins í þeim efnum rétt. Fjármálaráðherra segist bíða skýringa hans á þessum ummælum. „Og viljum að Evrópusambandið útskýri þá fyrir okkur í hverju það er fólgið. Og gjarnan bera það þá saman við hvernig önnur ríki hafa innleitt tilskipunina hjá sér. Því okkur grunar nú að víðar hafi fjármögnun þessara tryggingakerfa ekki verið alveg fullkomin," segir Steingrímur. Stjórnvöld kannist ekki við að athugasemdir frá Evrópusambandinu í þessum efnum. Hvorki við upphaflegu innleiðinguna né framkvæmdina eftir það.
Skroll-Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira