Skelfilegt að tapa fyrir EFTA-dómstól Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 18:34 Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld undirbúa svar til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna þess álits stofnunarinnar að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnistæðum upp á um 21 þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans. En ESA hefur margsinnis gefið stjórnvöldum frest til að svara og nú síðast til septembermánaðar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir svarið verða kynnt í utanríkismálanefnd áður en það verði sent ESA. „Samhliða er verið að vinna í Icesave-málinu . Ef þar yrði einhver sú framþróun sem breytti stöðu málsins, myndum við láta ESA vita af því. Þeir gefa skýrt til kynna í sínu bréfi að náist lausn í Icesave-málinu myndu þeir láta það niður falla hjá sér," segir Steingrímur. Best væri að ná samningum um Icesave og vonandi kæmust viðræður á skrið í byrjun september. En ef ekkert samkomulag um Icesave væri í burðarliðnum og ESA sættir sig ekki við svör íslenskra stjórnvalda, fer málið fyrir EFTA dómstólinn. „Það er alla vega skelfilegt ef við koltöpuðum málinu, fengjum á okkur dæmt samningsbrot. Öll skuldin væri þá gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. Það væri ekki góð staða sem þá kæmi upp," segir fjármálaráðherra. Michael Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins sagði norskum fjölmiðli að venjulega bæru ríki sambandsins ekki ábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóða. En Íslendingar hefðu ekki innleitt tiklskipun sambandsins í þeim efnum rétt. Fjármálaráðherra segist bíða skýringa hans á þessum ummælum. „Og viljum að Evrópusambandið útskýri þá fyrir okkur í hverju það er fólgið. Og gjarnan bera það þá saman við hvernig önnur ríki hafa innleitt tilskipunina hjá sér. Því okkur grunar nú að víðar hafi fjármögnun þessara tryggingakerfa ekki verið alveg fullkomin," segir Steingrímur. Stjórnvöld kannist ekki við að athugasemdir frá Evrópusambandinu í þessum efnum. Hvorki við upphaflegu innleiðinguna né framkvæmdina eftir það. Skroll-Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld undirbúa svar til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna þess álits stofnunarinnar að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnistæðum upp á um 21 þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans. En ESA hefur margsinnis gefið stjórnvöldum frest til að svara og nú síðast til septembermánaðar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir svarið verða kynnt í utanríkismálanefnd áður en það verði sent ESA. „Samhliða er verið að vinna í Icesave-málinu . Ef þar yrði einhver sú framþróun sem breytti stöðu málsins, myndum við láta ESA vita af því. Þeir gefa skýrt til kynna í sínu bréfi að náist lausn í Icesave-málinu myndu þeir láta það niður falla hjá sér," segir Steingrímur. Best væri að ná samningum um Icesave og vonandi kæmust viðræður á skrið í byrjun september. En ef ekkert samkomulag um Icesave væri í burðarliðnum og ESA sættir sig ekki við svör íslenskra stjórnvalda, fer málið fyrir EFTA dómstólinn. „Það er alla vega skelfilegt ef við koltöpuðum málinu, fengjum á okkur dæmt samningsbrot. Öll skuldin væri þá gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. Það væri ekki góð staða sem þá kæmi upp," segir fjármálaráðherra. Michael Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins sagði norskum fjölmiðli að venjulega bæru ríki sambandsins ekki ábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóða. En Íslendingar hefðu ekki innleitt tiklskipun sambandsins í þeim efnum rétt. Fjármálaráðherra segist bíða skýringa hans á þessum ummælum. „Og viljum að Evrópusambandið útskýri þá fyrir okkur í hverju það er fólgið. Og gjarnan bera það þá saman við hvernig önnur ríki hafa innleitt tilskipunina hjá sér. Því okkur grunar nú að víðar hafi fjármögnun þessara tryggingakerfa ekki verið alveg fullkomin," segir Steingrímur. Stjórnvöld kannist ekki við að athugasemdir frá Evrópusambandinu í þessum efnum. Hvorki við upphaflegu innleiðinguna né framkvæmdina eftir það.
Skroll-Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira