Miami valtaði yfir Lakers - Orlando á siglingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. desember 2010 11:00 Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér. LeBron James mætti aftur á móti mjög beittur til leiks og landaði þrefaldri tvennu. Var með 27 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Chris Bosh var með 24 stig og 13 fráköst og Dwyane Wade skilaði 18 stigum og 6 stoðsendingum. Kobe og Pau Gasol voru báðir með 17 stig hjá Lakers en besti maður liðsins var Lamar Odom með 14 stig og 9 fráköst. Það er einhver smá krísa hjá Lakers því liðið lét Milwaukee einnig niðurlægja sig á heimavelli fyrir nokkrum dögum síðan. "Ég held að þessir leikir skipti andstæðinga okkar meira máli. Ég er ekki hrifinn af því," sagði Kobe svekktur í leikslok. "Við erum alltaf lélegir á jólunum. Við erum ekki nógu grimmir í þessum jólaleikjum." Orlando Magic er að spila mjög vel eftir að hafa fengið til sín nýja leikmenn. Tveim dögum eftir að liðið batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Boston sem var búið að vinna 14 leiki í röð. Lokakaflinn var ótrúlegur en hann vann Orlando, 15-1. Það er búið að vera meiðslavesen á Boston og liðið virkaði afar þreytt þegar mest á reyndi í leiknum. "Ég veit ekki hvort meiðslin séu farin að há okkur en menn virkuðu samt vissulega þreyttir. Við erum samt ekkert að fara að væla," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. Úrslit næturinnar: LA Lakers-Miami 96-80 NY Knicks-Chicago 103-95 Orlando-Boston 86-78 Oklahoma-Denver 114-106 Golden State-Portland 109-102 NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Jólastórleikur NBA-deildarinnar stóð ekki undir væntingum þar sem Miami vann fyrirhafnarlítinn sigur á slöku liði LA Lakers. Kobe Bryant frumsýndi nýja, eiturgræna skó í leiknum sem einhverjir félaga hans notuðu líka en það virkaði ekki því leikmenn Lakers virtust vera með hugann við jólahaldið heima hjá sér. LeBron James mætti aftur á móti mjög beittur til leiks og landaði þrefaldri tvennu. Var með 27 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar. Chris Bosh var með 24 stig og 13 fráköst og Dwyane Wade skilaði 18 stigum og 6 stoðsendingum. Kobe og Pau Gasol voru báðir með 17 stig hjá Lakers en besti maður liðsins var Lamar Odom með 14 stig og 9 fráköst. Það er einhver smá krísa hjá Lakers því liðið lét Milwaukee einnig niðurlægja sig á heimavelli fyrir nokkrum dögum síðan. "Ég held að þessir leikir skipti andstæðinga okkar meira máli. Ég er ekki hrifinn af því," sagði Kobe svekktur í leikslok. "Við erum alltaf lélegir á jólunum. Við erum ekki nógu grimmir í þessum jólaleikjum." Orlando Magic er að spila mjög vel eftir að hafa fengið til sín nýja leikmenn. Tveim dögum eftir að liðið batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Boston sem var búið að vinna 14 leiki í röð. Lokakaflinn var ótrúlegur en hann vann Orlando, 15-1. Það er búið að vera meiðslavesen á Boston og liðið virkaði afar þreytt þegar mest á reyndi í leiknum. "Ég veit ekki hvort meiðslin séu farin að há okkur en menn virkuðu samt vissulega þreyttir. Við erum samt ekkert að fara að væla," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. Úrslit næturinnar: LA Lakers-Miami 96-80 NY Knicks-Chicago 103-95 Orlando-Boston 86-78 Oklahoma-Denver 114-106 Golden State-Portland 109-102
NBA Skroll-Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum