ESB-umsóknin verður endurskoðuð Ásmundur Einar Daðason skrifar 14. júlí 2010 06:00 Fyrir þinglok í júní sl. stóð undirritaður að því, ásamt þingmönnum úr 3 öðrum flokkum, að leggja fram þingsályktunartillögu sem felur það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar andvígur þessari umsókn en það er einungis meðal kjósenda Samfylkingarinnar þar sem meirihluti er fyrir umsókninni og aðild að ESB. Mikill meirihluti kjósenda annarra flokka er mótfallinn aðild Íslands að ESB. Hlutföllin eru svipuð þegar kemur að stuðningi við það að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Samfylkingin er að verða einangruð í afstöðu sinni til ESB-umsóknarinnar og jarðvegur er að myndast fyrir það að stöðva aðlögunarferlið sem nú er hafið. Þessu tækifæri ættu þeir að taka fagnandi sem raunverulega eru mótfallnir ESB-aðild Íslands. ESB hefur verið erfitt mál fyrir Vinstri græn en mikil andstaðan hefur verið frá fyrsta degi við að lögð yrði inn aðildarumsókn. Nú hefur þessi andstaða vaxið enn meðal grasrótar VG og er afdráttarlausari en hún var í upphafi aðildarferlisins. Þetta kom skýrt fram á flokksráðsfundi VG, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Fyrir fundinum lá tillaga sem fól það í sér að aðildarumsóknin yrði dregin til baka og undir þessa tillögu skrifuðu 20 flokksmenn víðs vegar af landinu, þar af margir sveitarstjórnarmenn, formenn svæðisfélaga o.fl. Miklar umræður voru um ESB-umsóknina og fundurinn lýsti því yfir að forsendur umsóknarinnar sem lagt var af stað með væru brostnar og því væri mikilvægt að taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Ákveðið var að vísa þeirri endurskoðun til sérstaks málefnaþings sem haldið verður á haustdögum og í framhaldinu yrði flokksráðsfundur þar sem tekin yrði ákvörðun um framhald umsóknarinnar og aðildarferlisins. Þrátt fyrir að það vantaði allmarga fulltrúa af landsbyggðinni, þar sem andstaðan við ESB-aðild er alla jafna sterkari, þá var mjög greinilegt á fundinum að krafan um að umsóknin verði dregin til baka nýtur vaxandi og víðtæks stuðnings í grasrót flokksins. Nú er mikilvægt að stjórnvöld einbeiti sér að þeim stóru verkefnum sem þjóðin glímir við og haldi þannig endurreisninni áfram. Því eigum við að leggja til hliðar kostnaðarsöm gæluverkefni sem þjóðin er mótfallin og einbeita okkur að verkefnum sem tengjast endurreisn Íslands með beinum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Fyrir þinglok í júní sl. stóð undirritaður að því, ásamt þingmönnum úr 3 öðrum flokkum, að leggja fram þingsályktunartillögu sem felur það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar andvígur þessari umsókn en það er einungis meðal kjósenda Samfylkingarinnar þar sem meirihluti er fyrir umsókninni og aðild að ESB. Mikill meirihluti kjósenda annarra flokka er mótfallinn aðild Íslands að ESB. Hlutföllin eru svipuð þegar kemur að stuðningi við það að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Samfylkingin er að verða einangruð í afstöðu sinni til ESB-umsóknarinnar og jarðvegur er að myndast fyrir það að stöðva aðlögunarferlið sem nú er hafið. Þessu tækifæri ættu þeir að taka fagnandi sem raunverulega eru mótfallnir ESB-aðild Íslands. ESB hefur verið erfitt mál fyrir Vinstri græn en mikil andstaðan hefur verið frá fyrsta degi við að lögð yrði inn aðildarumsókn. Nú hefur þessi andstaða vaxið enn meðal grasrótar VG og er afdráttarlausari en hún var í upphafi aðildarferlisins. Þetta kom skýrt fram á flokksráðsfundi VG, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Fyrir fundinum lá tillaga sem fól það í sér að aðildarumsóknin yrði dregin til baka og undir þessa tillögu skrifuðu 20 flokksmenn víðs vegar af landinu, þar af margir sveitarstjórnarmenn, formenn svæðisfélaga o.fl. Miklar umræður voru um ESB-umsóknina og fundurinn lýsti því yfir að forsendur umsóknarinnar sem lagt var af stað með væru brostnar og því væri mikilvægt að taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Ákveðið var að vísa þeirri endurskoðun til sérstaks málefnaþings sem haldið verður á haustdögum og í framhaldinu yrði flokksráðsfundur þar sem tekin yrði ákvörðun um framhald umsóknarinnar og aðildarferlisins. Þrátt fyrir að það vantaði allmarga fulltrúa af landsbyggðinni, þar sem andstaðan við ESB-aðild er alla jafna sterkari, þá var mjög greinilegt á fundinum að krafan um að umsóknin verði dregin til baka nýtur vaxandi og víðtæks stuðnings í grasrót flokksins. Nú er mikilvægt að stjórnvöld einbeiti sér að þeim stóru verkefnum sem þjóðin glímir við og haldi þannig endurreisninni áfram. Því eigum við að leggja til hliðar kostnaðarsöm gæluverkefni sem þjóðin er mótfallin og einbeita okkur að verkefnum sem tengjast endurreisn Íslands með beinum hætti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar