ESB-umsóknin verður endurskoðuð Ásmundur Einar Daðason skrifar 14. júlí 2010 06:00 Fyrir þinglok í júní sl. stóð undirritaður að því, ásamt þingmönnum úr 3 öðrum flokkum, að leggja fram þingsályktunartillögu sem felur það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar andvígur þessari umsókn en það er einungis meðal kjósenda Samfylkingarinnar þar sem meirihluti er fyrir umsókninni og aðild að ESB. Mikill meirihluti kjósenda annarra flokka er mótfallinn aðild Íslands að ESB. Hlutföllin eru svipuð þegar kemur að stuðningi við það að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Samfylkingin er að verða einangruð í afstöðu sinni til ESB-umsóknarinnar og jarðvegur er að myndast fyrir það að stöðva aðlögunarferlið sem nú er hafið. Þessu tækifæri ættu þeir að taka fagnandi sem raunverulega eru mótfallnir ESB-aðild Íslands. ESB hefur verið erfitt mál fyrir Vinstri græn en mikil andstaðan hefur verið frá fyrsta degi við að lögð yrði inn aðildarumsókn. Nú hefur þessi andstaða vaxið enn meðal grasrótar VG og er afdráttarlausari en hún var í upphafi aðildarferlisins. Þetta kom skýrt fram á flokksráðsfundi VG, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Fyrir fundinum lá tillaga sem fól það í sér að aðildarumsóknin yrði dregin til baka og undir þessa tillögu skrifuðu 20 flokksmenn víðs vegar af landinu, þar af margir sveitarstjórnarmenn, formenn svæðisfélaga o.fl. Miklar umræður voru um ESB-umsóknina og fundurinn lýsti því yfir að forsendur umsóknarinnar sem lagt var af stað með væru brostnar og því væri mikilvægt að taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Ákveðið var að vísa þeirri endurskoðun til sérstaks málefnaþings sem haldið verður á haustdögum og í framhaldinu yrði flokksráðsfundur þar sem tekin yrði ákvörðun um framhald umsóknarinnar og aðildarferlisins. Þrátt fyrir að það vantaði allmarga fulltrúa af landsbyggðinni, þar sem andstaðan við ESB-aðild er alla jafna sterkari, þá var mjög greinilegt á fundinum að krafan um að umsóknin verði dregin til baka nýtur vaxandi og víðtæks stuðnings í grasrót flokksins. Nú er mikilvægt að stjórnvöld einbeiti sér að þeim stóru verkefnum sem þjóðin glímir við og haldi þannig endurreisninni áfram. Því eigum við að leggja til hliðar kostnaðarsöm gæluverkefni sem þjóðin er mótfallin og einbeita okkur að verkefnum sem tengjast endurreisn Íslands með beinum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þinglok í júní sl. stóð undirritaður að því, ásamt þingmönnum úr 3 öðrum flokkum, að leggja fram þingsályktunartillögu sem felur það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar andvígur þessari umsókn en það er einungis meðal kjósenda Samfylkingarinnar þar sem meirihluti er fyrir umsókninni og aðild að ESB. Mikill meirihluti kjósenda annarra flokka er mótfallinn aðild Íslands að ESB. Hlutföllin eru svipuð þegar kemur að stuðningi við það að draga aðildarumsókn Íslands til baka. Samfylkingin er að verða einangruð í afstöðu sinni til ESB-umsóknarinnar og jarðvegur er að myndast fyrir það að stöðva aðlögunarferlið sem nú er hafið. Þessu tækifæri ættu þeir að taka fagnandi sem raunverulega eru mótfallnir ESB-aðild Íslands. ESB hefur verið erfitt mál fyrir Vinstri græn en mikil andstaðan hefur verið frá fyrsta degi við að lögð yrði inn aðildarumsókn. Nú hefur þessi andstaða vaxið enn meðal grasrótar VG og er afdráttarlausari en hún var í upphafi aðildarferlisins. Þetta kom skýrt fram á flokksráðsfundi VG, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar. Fyrir fundinum lá tillaga sem fól það í sér að aðildarumsóknin yrði dregin til baka og undir þessa tillögu skrifuðu 20 flokksmenn víðs vegar af landinu, þar af margir sveitarstjórnarmenn, formenn svæðisfélaga o.fl. Miklar umræður voru um ESB-umsóknina og fundurinn lýsti því yfir að forsendur umsóknarinnar sem lagt var af stað með væru brostnar og því væri mikilvægt að taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Ákveðið var að vísa þeirri endurskoðun til sérstaks málefnaþings sem haldið verður á haustdögum og í framhaldinu yrði flokksráðsfundur þar sem tekin yrði ákvörðun um framhald umsóknarinnar og aðildarferlisins. Þrátt fyrir að það vantaði allmarga fulltrúa af landsbyggðinni, þar sem andstaðan við ESB-aðild er alla jafna sterkari, þá var mjög greinilegt á fundinum að krafan um að umsóknin verði dregin til baka nýtur vaxandi og víðtæks stuðnings í grasrót flokksins. Nú er mikilvægt að stjórnvöld einbeiti sér að þeim stóru verkefnum sem þjóðin glímir við og haldi þannig endurreisninni áfram. Því eigum við að leggja til hliðar kostnaðarsöm gæluverkefni sem þjóðin er mótfallin og einbeita okkur að verkefnum sem tengjast endurreisn Íslands með beinum hætti.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun