Ameríka opnast fyrir Vesturport 4. desember 2010 09:00 Hamskiptin í uppfærslu Vesturports fengu lofsamlega dóma í The New York Times. Dómurinn skiptir öllu máli fyrir frekari útrás í Ameríku. Mynd/Vesturport.com „Þetta er náttúrlega fáránlegt og eiginlega hálfsjúkt, að nánast allt leikhúslíf í New York skuli snúast um einn dóm," segir Gísli Örn Garðarsson. Uppfærsla Vesturports á Hamskiptunum eftir Franz Kafka fékk lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu The New York Times. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst skipti sá dómur öllu máli. Ef hann væri góður opnuðust allar dyr í leikhúsheiminum, slæm gagnrýni þýddi að allt væri lokað og læst. „Brendan Fraser var að leika í Elling hérna, þrjú hundruð milljóna króna sýningu. The New York Times slátraði henni og sýningum var hætt eftir viku." Gísli vill hins vegar ekki ganga það langt að segja Vesturport hársbreidd frá stóra sviðinu á Broadway. En vissulega hafi margar dyr opnast eftir þennan góða dóm. Hann viðurkennir að dagarnir eftir frumsýningu hafi verið nokkuð taugatrekkjandi. „Við fengum nefnilega dóm í Time Out á netinu sem var upp á þrjár stjörnur. Sá gagnrýnandi var ekki alveg að fíla leikgerðina og ég hugsaði með sjálfum mér að kannski væri þetta ekkert fyrir Bandaríkjamenn. Sá dómur skipti bara engu máli þegar dómur The New York Times kom. Þá byrjuðu símarnir að hringja." Gísli segir framhaldið hins vegar óráðið. Faust, samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports, verður sett upp í Ludwigshaven í næstu viku þannig að ferðalögunum er hvergi hætt. „Við fljúgum þangað beint frá New York enda gerast hlutirnir ekki á einni nóttu í Ameríku."- fgg Lífið Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
„Þetta er náttúrlega fáránlegt og eiginlega hálfsjúkt, að nánast allt leikhúslíf í New York skuli snúast um einn dóm," segir Gísli Örn Garðarsson. Uppfærsla Vesturports á Hamskiptunum eftir Franz Kafka fékk lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu The New York Times. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst skipti sá dómur öllu máli. Ef hann væri góður opnuðust allar dyr í leikhúsheiminum, slæm gagnrýni þýddi að allt væri lokað og læst. „Brendan Fraser var að leika í Elling hérna, þrjú hundruð milljóna króna sýningu. The New York Times slátraði henni og sýningum var hætt eftir viku." Gísli vill hins vegar ekki ganga það langt að segja Vesturport hársbreidd frá stóra sviðinu á Broadway. En vissulega hafi margar dyr opnast eftir þennan góða dóm. Hann viðurkennir að dagarnir eftir frumsýningu hafi verið nokkuð taugatrekkjandi. „Við fengum nefnilega dóm í Time Out á netinu sem var upp á þrjár stjörnur. Sá gagnrýnandi var ekki alveg að fíla leikgerðina og ég hugsaði með sjálfum mér að kannski væri þetta ekkert fyrir Bandaríkjamenn. Sá dómur skipti bara engu máli þegar dómur The New York Times kom. Þá byrjuðu símarnir að hringja." Gísli segir framhaldið hins vegar óráðið. Faust, samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports, verður sett upp í Ludwigshaven í næstu viku þannig að ferðalögunum er hvergi hætt. „Við fljúgum þangað beint frá New York enda gerast hlutirnir ekki á einni nóttu í Ameríku."- fgg
Lífið Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira