Metið hennar Olgu Færseth lifði af áhlaup Unnar Töru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2010 15:30 Unnur Tara Jónsdóttir skorar hér tvö af 27 stigum sínum í oddaleiknum. Mynd/Vilhelm KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna. Olga Færseth er þekktari fyrir atrek sín á knattspyrnuvellinum en hún náði því þó að verða fjórum sinnum Íslandsmeistari í körfubolta með Keflavík (1992, 1993 og 1994) og Breiðabliki (1995). Olga var í algjöru aðalhlutverki með Keflavík í lokaúrslitunum 1994 þar sem hún skoraði 111 stig í 5 leikjum eða 22,2 stig að meðaltali í leik. Afrek Olgu er og var stigamet og því hefur aldrei verið ógnað - fyrr en í DHL-höllinni í gærkvöldi. Síðan að Olga skoraði 111 stig í lokaúrslitunum fyrir sextán árum síðan hefur engum leikmanni tekist að skora svona mörg heildarstig í lokaúrslitunum enda ekki algengt að einvígið fari alla leið í fimm leiki. Stúdínan Meadow Overstreet hafði komist næst því vorið 2002 þegar hún skoraði 105 stig fyrir ÍS. Unnur Tara Jónsdóttir var ekki líkleg til að ógna metinu þegar var komið fram í hálfleik á oddaleiknum í gær og hún "aðeins" búin að skora 7 stig í leiknum. Það breyttist síðan allt í seinni hálfleik þar sem Unnur Tara var gjörsamlega óstöðvandi. Unnur Tara skoraði 20 stig í seinni hálfleiknum þar sem hún hitti úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og setti niður 10 af 11 vítaskotum sínum. Þegar upp var staðið var hún búin að skora 110 stig í úrslitaeinvíginu eða aðeins stigi minna en Olga fyrir sextán árum síðan. Metið lifði því af áhlaup Unnar Töru en litlu munaði þó.Flest stig í einu úrslitaeinvígi í kvennakörfunni: 111 Olga Færseth, Keflavík 1994 (5 leikir/111 stig - 22,2 í leik) 110 Unnur Tara Jónsdóttir, KR 2010 (5/110 - 22,0) 105 Meadow Overstreet, ÍS 2002 (5/105 - 21,0) 99 Helga Þorvaldsdóttir, KR 1994 (5/99 - 19,8) 98 Slavica Dimovska, Haukar 2009 (5/98 - 19,6) 96 Megan Mahoney, Haukar 2006 (3/96 - 32,0) 95 Candace Futrell, KR 2008 (3/95 - 31,7) 95 Penny Peppas, Breiðablik 1995 (3/95 - 31,7) 95 Ifeoma Okonkwo, Haukar 2007 (4/95 - 23,8) 95 Hildur Sigurðardóttir, KR 2009 (6/95 - 19,0) 93 TaKesha Watson, Keflavík 2007 (4/93 - 23,3) Dominos-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna. Olga Færseth er þekktari fyrir atrek sín á knattspyrnuvellinum en hún náði því þó að verða fjórum sinnum Íslandsmeistari í körfubolta með Keflavík (1992, 1993 og 1994) og Breiðabliki (1995). Olga var í algjöru aðalhlutverki með Keflavík í lokaúrslitunum 1994 þar sem hún skoraði 111 stig í 5 leikjum eða 22,2 stig að meðaltali í leik. Afrek Olgu er og var stigamet og því hefur aldrei verið ógnað - fyrr en í DHL-höllinni í gærkvöldi. Síðan að Olga skoraði 111 stig í lokaúrslitunum fyrir sextán árum síðan hefur engum leikmanni tekist að skora svona mörg heildarstig í lokaúrslitunum enda ekki algengt að einvígið fari alla leið í fimm leiki. Stúdínan Meadow Overstreet hafði komist næst því vorið 2002 þegar hún skoraði 105 stig fyrir ÍS. Unnur Tara Jónsdóttir var ekki líkleg til að ógna metinu þegar var komið fram í hálfleik á oddaleiknum í gær og hún "aðeins" búin að skora 7 stig í leiknum. Það breyttist síðan allt í seinni hálfleik þar sem Unnur Tara var gjörsamlega óstöðvandi. Unnur Tara skoraði 20 stig í seinni hálfleiknum þar sem hún hitti úr öllum fimm skotum sínum utan af velli og setti niður 10 af 11 vítaskotum sínum. Þegar upp var staðið var hún búin að skora 110 stig í úrslitaeinvíginu eða aðeins stigi minna en Olga fyrir sextán árum síðan. Metið lifði því af áhlaup Unnar Töru en litlu munaði þó.Flest stig í einu úrslitaeinvígi í kvennakörfunni: 111 Olga Færseth, Keflavík 1994 (5 leikir/111 stig - 22,2 í leik) 110 Unnur Tara Jónsdóttir, KR 2010 (5/110 - 22,0) 105 Meadow Overstreet, ÍS 2002 (5/105 - 21,0) 99 Helga Þorvaldsdóttir, KR 1994 (5/99 - 19,8) 98 Slavica Dimovska, Haukar 2009 (5/98 - 19,6) 96 Megan Mahoney, Haukar 2006 (3/96 - 32,0) 95 Candace Futrell, KR 2008 (3/95 - 31,7) 95 Penny Peppas, Breiðablik 1995 (3/95 - 31,7) 95 Ifeoma Okonkwo, Haukar 2007 (4/95 - 23,8) 95 Hildur Sigurðardóttir, KR 2009 (6/95 - 19,0) 93 TaKesha Watson, Keflavík 2007 (4/93 - 23,3)
Dominos-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira